Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Greiningardeildin taldi öryggi ríkissáttasemjara ógnað

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hafði sam­band við Að­al­stein Leifs­son og bað hann um að huga að ör­yggis­kerfi á heim­ili sínu. Ekki var um að ræða við­bragð við beinni hót­un.

Greiningardeildin taldi öryggi ríkissáttasemjara ógnað
Brimrót Mikið hefur gengið á í kjaraviðræðum undanfarnar vikur. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttarsemjari hefur staðið í hringiðju þess ats. Mynd: RÚV

Greiningardeild ríkislögreglustjóra hafði samband við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara fyrir skömmu og upplýstu hann um að talið væri líklegt að ógn steðjaði að öryggi hans. Þetta staðfestir Aðalsteinn í samtali við Heimildina en lagði áherslu á að ekki hafi verið um að ræða upplýsingar um beina hótun gegn honum eða fjölskyldu hans og ekki væri því ástæða fyrir hann að óttast um öryggi sitt eða heimilisfólks síns.

„Greiningardeildin hafði samband við mig og þar var rætt um að ég hugaði að öryggiskerfi á heimili mínu. Ég vil að það komi skýrt fram að ekki var um að ræða viðbragð eða upplýsingar um beina hótun í minn garð eða fjölskyldu minnar. Ég hef ekki ástæðu til að efast um öryggi heimilisins eftir þetta samtal en geri hins vegar eðlilegar ráðstafanir í samræmi við þær leiðbeiningar sem ég fékk,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Heimildina. 

Áður hafði verið greint frá því að búið væri að ráða öryggisvörð til starfa á skrifstofum Ríkissáttasemjara. Það mun hafa verið gert eftir að starfsmenn embættisins urðu fyrir áreiti.

Ekki að ásaka einn eða neinn

Aðalsteinn segist leggja áherslu á að hann sé ekki að ásaka einn eða neinn þeirra sem deiluaðila sem nú takast á í kjaraviðræðum um að eiga aðild eða bera ábyrgð á því að nú skuli hafa verið hert á öryggisráðstöfunum, hjá embættinu og honum persónulega. Harkan í deilunni og orðræðan á samfélagsmiðlum og víðar, hefur þó ekki farið framhjá honum.

„Jú ég hef auðvitað orðið var mjög harða orðræðu sem hefur auðvitað verið óþægileg fyrir mig en ekki síður mína nánustu. Ég held hins vegar að nú sé verkefnið að landa þessum deilum. Það er mitt hlutverk. Hins vegar velti ég því upp hvort við ættum kannski mögulega að setjast aðeins yfir það, þegar þessu verkefni lýkur, að skoða hvort og hvernig umræða þróaðist í tengslum við þessara kjaraviðræður og hvort það sé eitthvað sem við kærum okkur um að verði vaninn.“

Greiningardeildin vill ekki tjá sig

Í samtali við Heimildina sagði Runólfur Þórhallsson, yfirmaður greiningardeildar, aðspurður um til hvaða aðgerða embætti ríkislögreglustjóra hefði gripið vegna mats deildarinnar á öryggisógn í garð Aðalsteins að hann vildi ekki tjá sig um málið yfir höfuð. „Við höfum ekki hingað til tjáð okkur um öryggisráðstafanir gagnvart einstaklingum, og munum ekki gera það á næstunni.“ Þegar Runólfur var spurður enn frekar um hvers eðlis sú ógn sem talin væri steðja að Aðalsteini væri gaf hann sama svar, að embættið myndi ekki tjá sig frekar um málið.

Morgunblaðið greindi frá því 2. febrúar síðastliðinn að það hefði heimildir fyrir því að öryggisgæsla í húsnæði ríkissáttasemjara hefði verið aukin, og hefði það, eftir því sem næst yrði komist, verið gert eftir að hatursfull ummæli og jafnvel ógnandi hefðu farið að birtast á samfélagsmiðlum. Spurður hvort embætti ríkislögreglustjóra hefði komið að málum við þá auknu öryggisgæslu svaraði Runólfur: „Svarið sem Morgunblaðið fékk frá okkur var að lögregla hefði ekki komið að neinni útfærslu á öryggisráðstöfunum í starfsstöðvum ríkissáttasemjara.“

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar er ástæða þess að öryggisgæsla var aukin í húsnæði ríkissáttasemjara upplýsingar þær sem greiningardeildin kynnti Aðalsteini um mögulega ógn við öryggi hans. Embætti ríkislögreglustjóra kemur hins vegar ekki að þeirri auknu gæslu.

Ríkissáttasemjari hefur sætt mikilli gagnrýni, einkum af hálfu Eflingarfélaga, eftir að hann lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka atvinnulífsins. Hefur sú gagnrýni bæði komið fram af hálfu forsvarsmanna Eflingar en einnig af hálfu almennra félaga, og þá á samfélagsmiðlum. Efling hefur þannig farið formlega fram á að Aðalsteinn víki sæti í deilunni. Telur stéttarfélagið að ríkissáttasemjari hafi brotið gegn samráðsskyldu og stjórnsýsluframkvæmd með framlagningu miðlunartillögunnar, að hann dragi taum Samtaka atvinnulífsins í deilunni, að samskipti hans við, og tilmæli til, Eflingar hafi verið misvísandi og að málshöfðun embættisins á hendur Eflingu sé fordæmalaus og framganga hans harkaleg.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Aðabjörn B Sverrissons skrifaði
  Það kom bein hótun um að skaða Sólveigu Önnu en engin greiningardeild vaknaði
  Það var skotið á bíl borgarstjóra en greiningardeildin svaf enn betur
  Það var talað illa um sáttasemjara og greiningardeildin vaknaði upp með andfælum.
  1
 • Árni Guðnýar skrifaði
  Auðvaldið sér vel um sína.
  0
 • VM
  Viðar Magnússon skrifaði
  Greiningar deildin virðast bara að embættismenn séu þess verðugir að hljóta vermd hef ekki orðið var við áhyggjur þeirra vegna þeirrar orðræðu sem hefur verið um Sólveigu Önnu
  6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
2
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
7
Fréttir

Kaup­mátt­ur eykst lít­il­lega eft­ir langt sam­drátt­ar­skeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
6
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
7
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
8
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
10
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár