Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurði Katrínu hvað hefði breyst – og hvers vegna hún væri „hætt að hlusta“

Um­ræða um út­lend­inga­frum­varp­ið held­ur áfram á Al­þingi en Björn Leví Gunn­ars­son þing­mað­ur Pírata spurði Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra út í af­stöðu henn­ar gagn­vart um­deild­um lög­un­um í gær.

Spurði Katrínu hvað hefði breyst – og hvers vegna hún væri „hætt að hlusta“
Alþingi Björn Leví og Katrín ræddu útlendingafrumvarpið á þingi í gær. Mynd: Samsett/Bára Huld Beck

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna telur mikilvægt að vandað sé til verka þegar útlendingamál eru til meðferðar í þinginu. Hún segir að afstaða hennar hafi ekki breyst frá því árið 2017 þegar hún sagði að hlusta ætti á UNICEF og Rauða krossinn varðandi þessi mál. 

Þetta kom fram í máli hennar í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær en Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata rifjaði upp fræg orð hennar áður en hún varð forsætisráðherra um fólk á flótta og spurði hvað hefði breyst síðan þá. 

Framhald af annarri umræðu heldur áfram á þingfundi eftir hádegi í dag en á mælendaskrá eru tveir þingmenn Pírata, þeir Björn Leví og Andrés Ingi Jónsson. 

Forsætisráðherra hafi skipt um skoðun

Björn Leví hóf fyrirspurn sína á því að rifja upp orð Katrínar frá því í september 2017 en þá sagði hún að þegar framkvæmd laga sem varðar fólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu, börn, hefði það í för með sér að réttlætiskennd jafn margra væri misboðið, þá væri ástæða til að hlusta. „Þegar UNICEF og Rauði krossinn biðja okkur að hlusta er ástæða til að hlusta, hlusta og velta því fyrir sér hvort við séum að framfylgja lögum sem eiga að byggjast á mannúð með þeim hætti sem við eigum að gera þannig að þau uppfylli skyldur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem við höfum undirgengist,“ sagði Katrín árið 2017.

Björn Leví benti á að nú hefðu bæði Rauði krossinn og UNICEF ásamt yfir 20 öðrum umsagnaraðilum lýst yfir áhyggjum af samþykkt útlendingafrumvarpsins sem nú er til umræðu á þingi og skorað á Alþingi að tryggja mannréttindi, meðal annars barna á flótta. Að sama skapi varaði Rauði krossinn við því að leiða í lög ákvæði til að þröngva flóttafólki á götuna í von um að þau færu sjálfviljug úr landi. Las hann upp úr umsögn Rauða krossins en þar stendur: „Er hér raunar lagt til að börn missi rétt til efnismeðferðar ef foreldrar þess eða umsjónarmenn teljast vera valdir af töfum. Hingað til hafa börn verið talin eiga sjálfstæðan rétt til efnislegrar meðferðar.“

Sagði þingmaðurinn jafnframt að fjölmörg fleiri dæmi væru um skerðingar á mannréttindum í frumvarpinu þar sem ekki væri búið að láta meta samræmi við stjórnarskrá né mannréttindasáttmála Evrópu. „Nú er hins vegar augljóst að forsætisráðherra er ekki á sömu skoðun og árið 2017 þegar kemur að mikilvægi þess að tryggja að mannréttindi séu virt.“ Spurði hann því ráðherrann hvað hefði breyst. „Hvers vegna er hún hætt að hlusta?“

Segir umsagnir hafa komið seint fram

Katrín svaraði og sagði að umrætt frumvarp væri í talsvert annarri mynd en þegar það var kynnt á sínum tíma í samráðsgátt, meðal annars vegna þeirra áherslna, sem hefðu ekki breyst af hálfu Vinstri grænna, sem varða grundvallaratriði í útlendingamálum og ættu raunar samhljóm með ýmsu af því sem var rætt á þinginu síðast þegar þessi mál voru til umfjöllunar og varðar til dæmis þau atriði sem tengjast sérstökum tengslum útlendinga við landið og upptöku efnismeðferðar. 

„Þá hefur einnig verið fjallað sérstaklega um hagsmunamat barna sem er eitt af því sem hefur verið töluvert lengi til skoðunar af hálfu dómsmálaráðuneytisins og unnin var um það sérstök skýrsla en líka af hálfu mennta- og barnamálaráðuneytis. Þegar háttvirtur þingmaður fer hér yfir hvort eitthvað hafi breyst þá er það svo sannarlega ekki svo. Það hafa einmitt verið gerðar breytingar á málinu frá því að það var kynnt upphaflega og þangað til það var lagt fram í þá átt sem ég hef ávallt talað fyrir, sem snýst um það að við höfum vissulega útlendingalöggjöf, það séu ákveðnar reglur um það hvernig við framkvæmum hlutina en þar sé mannúðarsjónarmiða gætt. 

Ég hef sagt það og mér finnst eðlilegt að tiltekin atriði verði tekin til skoðunar, meðal annars vegna umsagna sem komu seint fram eftir því sem mér er sagt í meðförum nefndarinnar og það hefur verið reifað að þau mál verði skoðuð milli umræðna.“ Þetta sagði Katrín út frá upplýsingum frá fulltrúa VG í allsherjar- og menntamálanefnd því hún situr ekki í nefndinni. „Það er bara til marks um þá afstöðu okkar að mjög mikilvægt sé að vanda til verka þegar svona mál eru til meðferðar í þinginu,“ sagði hún.  

Gamalt frumvarp ekki til umræðu

Björn Leví hélt áfram að spyrja ráðherrann út í málið og sagði að árið 2017 hefði átt að hlusta á Rauða krossinn og UNICEF. 

„Við erum ekki að ræða gamalt frumvarp núna, við erum að ræða frumvarp sem er til umræðu í þingsal núna í annarri umræðu og ef það á að vera vel afgreitt úr nefnd þá á það líka að vera vel afgreitt í annarri umræðu hér í þingsal, ekki bara laga það einhvern veginn seinna, við þurfum að hafa þetta algerlega skýrt. 

En þar sem dómsmálaráðuneyti og meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hunsuðu einmitt að gera mat á samræmi ákvæða frumvarpsins og stjórnarskrár við alþjóðlegar skuldbindingar, þvert á allar athugasemdir helstu fagaðila, hvað er þá ráðherra mannréttinda að gera til þess að búa ráðuneytið undir það að taka afleiðingunum af þessari lagasetningu? Eða í rauninni, með öðrum orðum: Hvernig ætlar ráðherra að axla ábyrgð ef aðvaranir umsagnaraðila raungerast?“ spurði hann. 

Telur Ísland ekki ganga harðast fram í útlendingamálum

Katrín sagði í seinna svari sínu að það væri svo að þau vissu að öll ríki Evrópu væru að fást við þessi mál og raunar myndi hún nú ekki telja að Ísland gengi harðast fram í þessum málum ef löggjöf ólíkra ríkja yrðu bornar saman. 

„Þetta er því ekki einhver einsleitur heimur þegar að þessu kemur. Evrópuríki hafa ákveðið að koma sér saman um tiltekið kerfi og síðan útfæra ríkin það í raun og veru hvert með sínum hætti. Ég vil ítreka að þar gengu Íslendingar í raun og veru skemur en mjög mörg nágrannaríki okkar. Það hefur verið viljinn á Alþingi að við séum með tiltölulega frjálslynda löggjöf og það er í anda þess sem mér finnst sjálfri en um leið er líka mikilvægt að við tökum tillit til þeirra sjónarmiða sem hafa birst hvað varðar framkvæmd laganna.

Annað mál sem mér finnst kannski ekki nægjanlega rætt er hvernig við síðan fylgjum þessari móttöku eftir því að við getum auðvitað ekki rætt útlendingamálin eingöngu út frá þeim lögum og reglum sem við setjum um hverjum við tökum á móti, við þurfum líka að ræða það hér í þessum sal hvernig við tökum á móti þeim. Og það skiptir verulegu máli að ræða þau mál,“ sagði hún að lokum. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    VG er í ríkisstjórn í boði Sjálfstæðisflokksins og þess vegna er ekkert að marka það sem Katrín Jakobsdóttir segir. Það eru gjörðir hennar og annarra VG liða sem segir allt. Munið, það eru margar setningar sem Katrín Jakobsdóttir hefur sagt, og hvað hefur gerst ? Ekkert.
    0
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Svo má böl bæta aað benda á annað verra.
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Katrín kemur ekki fram eins og hún sé forsætisráðherra - enda er hún það ekki í raun.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár