Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Efling þarf að afhenda félagatalið

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur kvað upp dóm sinn í mál­inu fyr­ir stundu. Nið­ur­stað­an verð­ur kærð til Lands­rétt­ar.

Efling þarf að afhenda félagatalið
Tapaði í héraðsdómi Efling þarf að afhenda ríkisaksóknara félagatal sitt samkvæmt nýjum dómi. Mynd: Bára Huld Beck

Efling þarf að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var birtur fyrir stundu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafði áður lýst því yfir að ef þetta yrði niðurstaðan myndi Efling kæra þann úrskurð til Landsréttar. 

Þetta eru nýjustu vendingar í einni hörðustu kjaradeilu seinni tíma þar sem Efling og Samtök atvinnulífsins takast á. Ríkissáttasemjari lagði fram umdeilda miðlunartillögu sína í lok janúar. Efling stefndi honum vegna miðlunartillögunnar og hefur Sólveig Anna sagst efast um lögmæti hennar. Ríkissáttasemjari krafðist þess að fá félagatalið þannig að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hans geti farið fram.

Þetta verða hins vegar ekki einu fréttir dagsins í kjaradeilunni því klukkan 14:30 kveður Félagsdómur upp sinn dóm í máli Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu þar sem tekist er á um lögmæti verkfallsboðunar stéttarfélagsins en Efling hefur boðað til verkfalls tæplega þrjú hundruð félagsmanna sinna á morgun.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár