Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Efling þarf að afhenda félagatalið

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur kvað upp dóm sinn í mál­inu fyr­ir stundu. Nið­ur­stað­an verð­ur kærð til Lands­rétt­ar.

Efling þarf að afhenda félagatalið
Tapaði í héraðsdómi Efling þarf að afhenda ríkisaksóknara félagatal sitt samkvæmt nýjum dómi. Mynd: Bára Huld Beck

Efling þarf að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var birtur fyrir stundu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafði áður lýst því yfir að ef þetta yrði niðurstaðan myndi Efling kæra þann úrskurð til Landsréttar. 

Þetta eru nýjustu vendingar í einni hörðustu kjaradeilu seinni tíma þar sem Efling og Samtök atvinnulífsins takast á. Ríkissáttasemjari lagði fram umdeilda miðlunartillögu sína í lok janúar. Efling stefndi honum vegna miðlunartillögunnar og hefur Sólveig Anna sagst efast um lögmæti hennar. Ríkissáttasemjari krafðist þess að fá félagatalið þannig að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hans geti farið fram.

Þetta verða hins vegar ekki einu fréttir dagsins í kjaradeilunni því klukkan 14:30 kveður Félagsdómur upp sinn dóm í máli Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu þar sem tekist er á um lögmæti verkfallsboðunar stéttarfélagsins en Efling hefur boðað til verkfalls tæplega þrjú hundruð félagsmanna sinna á morgun.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár