Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Efling þarf að afhenda félagatalið

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur kvað upp dóm sinn í mál­inu fyr­ir stundu. Nið­ur­stað­an verð­ur kærð til Lands­rétt­ar.

Efling þarf að afhenda félagatalið
Tapaði í héraðsdómi Efling þarf að afhenda ríkisaksóknara félagatal sitt samkvæmt nýjum dómi. Mynd: Bára Huld Beck

Efling þarf að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var birtur fyrir stundu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafði áður lýst því yfir að ef þetta yrði niðurstaðan myndi Efling kæra þann úrskurð til Landsréttar. 

Þetta eru nýjustu vendingar í einni hörðustu kjaradeilu seinni tíma þar sem Efling og Samtök atvinnulífsins takast á. Ríkissáttasemjari lagði fram umdeilda miðlunartillögu sína í lok janúar. Efling stefndi honum vegna miðlunartillögunnar og hefur Sólveig Anna sagst efast um lögmæti hennar. Ríkissáttasemjari krafðist þess að fá félagatalið þannig að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hans geti farið fram.

Þetta verða hins vegar ekki einu fréttir dagsins í kjaradeilunni því klukkan 14:30 kveður Félagsdómur upp sinn dóm í máli Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu þar sem tekist er á um lögmæti verkfallsboðunar stéttarfélagsins en Efling hefur boðað til verkfalls tæplega þrjú hundruð félagsmanna sinna á morgun.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár