Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Efling þarf að afhenda félagatalið

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur kvað upp dóm sinn í mál­inu fyr­ir stundu. Nið­ur­stað­an verð­ur kærð til Lands­rétt­ar.

Efling þarf að afhenda félagatalið
Tapaði í héraðsdómi Efling þarf að afhenda ríkisaksóknara félagatal sitt samkvæmt nýjum dómi. Mynd: Bára Huld Beck

Efling þarf að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var birtur fyrir stundu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafði áður lýst því yfir að ef þetta yrði niðurstaðan myndi Efling kæra þann úrskurð til Landsréttar. 

Þetta eru nýjustu vendingar í einni hörðustu kjaradeilu seinni tíma þar sem Efling og Samtök atvinnulífsins takast á. Ríkissáttasemjari lagði fram umdeilda miðlunartillögu sína í lok janúar. Efling stefndi honum vegna miðlunartillögunnar og hefur Sólveig Anna sagst efast um lögmæti hennar. Ríkissáttasemjari krafðist þess að fá félagatalið þannig að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hans geti farið fram.

Þetta verða hins vegar ekki einu fréttir dagsins í kjaradeilunni því klukkan 14:30 kveður Félagsdómur upp sinn dóm í máli Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu þar sem tekist er á um lögmæti verkfallsboðunar stéttarfélagsins en Efling hefur boðað til verkfalls tæplega þrjú hundruð félagsmanna sinna á morgun.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár