Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fagmannlega fléttuð Hollywood-vella á íslenskum jökli

Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir brá sér í bíó og rýndi Napó­leons­skjöl­in.

Fagmannlega fléttuð Hollywood-vella á íslenskum jökli
Vivian Ólafsdóttir í aðalhlutverki Sannar sig sem spennumyndaleikkona á heimsmælikvarða.
Sjónvarp & Bíó

Napó­leons­skjöl­in

Gefðu umsögn

Napóleonsskjölin í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar er spennumynd að sið Hollywood, vel saumuð flétta þar sem öllum spurningum áhorfenda er vandlega svarað á réttum tímum svo ekkert fari örugglega framhjá jafnvel meðalgreindasta áhorfanda.

Myndin er byggð á samnefndri bók Arnaldar Indriðasonar, og er söguþræði hennar lýst á þennan veg á Kvikmyndir.is: „Þegar bróðir lögfræðingsins Kristínar rekst á þýskt flugvélarflak úr seinni heimsstyrjöld á toppi Vatnajökuls, dragast þau bæði inn í atburðarás upp á líf og dauða, hundelt af hópi manna sem svífast einskis við að halda áratuga gamalt leyndarmál.“

Handritshöfundurinn Marteinn Þórisson aðlagar bókina að skjánum og ljóst að hann er vel æfður í þeirri list að byggja upp spennu og halda uppi flæði hraðrar atburðarásarinnar. Veikleiki handritsins er þó persónusköpun og samtöl, sem áttu til að vera óraunveruleg og klisjukennd. 

Lýsandi fyrir þetta vandamál handritsins er sena þar sem CIA fulltrúi haldinn kvalalosta, leikinn af Adesuwa Oni, brýnir blýant og fer með einræðu um hvernig sumir séu alltaf hundar þó þeir þykist vera refir, eða álíka Hollywood-sósaða líkingu, áður en hún stingur æskugoð mitt, Atla Óskar Fjalarsson, í hálsinn með téðum blýanti. Leikarar myndarinnar inna sín störf þó vel af hendi þrátt fyrir þessa veikleika handritsins og ljóst að leikstjóri er lunkinn að kalla fram það besta í hverju og einu þeirra. 

Vivian Ólafsdóttir fer með aðalhlutverk myndarinnar og sannar sig sem spennumyndaleikkona á heimsmælikvarða. Hún er jafnvíg á heljarstökk út um glugga og hnyttin tilsvör í hita augnabliksins, og má segja að hér sé stjarna fædd. Jack Fox túlkar breska háskólakennarann sem þjónar því hlutverki að miðla til áhorfenda sögulegu samhengi ráðgátunnar, og leysir ágætlega,  Iain Glen leikur vondakall með stóru vaffi listilega vel, og eins er Þröstur Leó auðvitað í essinu sínu í hlutverki föður aðalpersónanna, sjómanns sem siglir um úthöfin með íslenskt neftóbak í farteskinu.

Eftirminnilegustu senur myndarinnar á þó Ólafur Darri Ólafsson í aukahlutverki sem jarðbundinn bóndi sem kemur sérfræðingunum að sunnan til bjargar á hárréttu augnabliki. Hann lýsir upp skjáinn í hvert sinn sem hann sést á honum, en það er synd að mati gagnrýnanda að tefla þessum mest sjarmerandi leikara þjóðarinnar fram í því samhengi að hann sé einhvers konar kynlaus bóndi sem ekkert gerir annað en að borða hamborgara og drekka bjór. Þetta er leiðigjörn og letileg klisja úr minni Hollywood, þó Ólafur Darri moði það besta úr persónunni sem hægt er. Ég vona bara að hann hafi fengið borgað aukalega fyrir að ganga í þessum hrikalegu smekkbuxum.

„Á meðan á áhorfi stóð var ég með yfirgnæfandi þá tilfinningu að myndin væri einfaldlega ekki gerð fyrir mig heldur einhvern óræðan Netflix-áhorfanda sem stillir sig inn á myndina á laugardagskvöldi.“

Allt er til fyrirmyndar hvað varðar útlit og tæknilega þætti myndarinnar. Ég hef reyndar góðlátlegar áhyggjur af Heimi Sverrissyni, hann virðist hanna leikmynd um það bil allra mynda sem vert er að tala um í íslenskri kvikmyndagerð, sem hann innir afbragðsvel af hendi í hvert sinn en ég vona þó hann taki sér stöku sinnum helgarfrí. Búningar Sylvíu Daggar Halldórsdóttur voru sérlega eftirminnilegir og vel unnir. Í spennumynd gegnir tónlist lífsnauðsynlegu hlutverki til að viðhalda spennu, og Frank Hall vissi nákvæmlega hvað hann var að gera í tónlistarsköpun myndarinnar. Ákveðinn hápunktur í tónlistarvali var að sjá persónu breska háskólaprófessorsins sjóveikan og ælandi við Fallegan dag Bubba Morthens. 

Helsta markmið kvikmyndagerðar á Íslandi síðustu ár virðist hafa verið að „koma Íslandi á kortið“, hvort sem það þýðir að fá sem flestar erlendar kvikmyndapródúksjónir til landsins eða að hér séu gerðar myndir sem höfða til erlendra dreifingaraðila. Á meðan á áhorfi stóð var ég með yfirgnæfandi þá tilfinningu að myndin væri einfaldlega ekki gerð fyrir mig heldur einhvern óræðan Netflix-áhorfanda sem stillir sig inn á myndina á laugardagskvöldi. 

Ef áhorfandi stillir sig inn á að njóta svolítið klisjukenndra samtala og yfirdrifinnar íslenskrar landkynningar (sem nær hámarki þegar aðalpersónurnar fá sér pásu frá flótta úr bandaríska sendiráðinu til að gæða sér á pulsu við Sólfarið) eru Napóleonsskjölin fínasta skemmtun sem tekst að halda áhorfanda spenntum allan tímann – og þá hlýtur takmarkinu að vera náð.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár