Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stólaleysi á Bessastöðum

Tölu­vert hef­ur ver­ið deilt um Ís­lensku bók­mennta­verð­laun­in und­an­far­ið. Hér eru dregn­ar sam­an helstu átakalín­urn­ar og rætt við fólk úr ýms­um átt­um bók­mennta­heims­ins.

Stólaleysi á Bessastöðum
Bessastaðir Er forsetabústaðurinn ömurlegur staður til að halda bókmenntaverðlaun? Mynd: Skrifstofa forseta Íslands

„Vandi hinna íslensku bókmenntaverðlauna er ekki verðlaunaféð, ekki fjöldi flokka, skráningargjaldið eða tímasetning verðlaunanna. Vandinn er að þau teljast ekkert sérstaklega áhugaverð eða mikilvæg fyrir þá sem annars hafa áhuga á bóklestri. Ef ég gengi úti á götu í Reykjavík í dag og spyrði 10 vegfarendur hver hefði unnið bókmenntaverðlaunin í ár væri ég heppinn ef 1 af þeim 10 vissi rétta svarið.“ Þetta segir Snæbjörn Arngrímsson, fyrrverandi forleggjari, bæði á Íslandi og í Danmörku, og nú rithöfundur sjálfur.

Snæbjörn Arngrímsson

Það hefur töluvert verið deilt um þessi verðlaun undanfarið og við ákváðum að draga saman helstu átakalínurnar og ræða við fólk úr ýmsum áttum bókmenntaheimsins. Íslensku bókmenntaverðlaunin voru stofnuð á 100 ára afmæli Félags íslenskra bókaútgefenda árið 1989. „Þá var forstjóri Iðunnar, Jón Karlsson, formaður félagsins og átti stóran þátt í að koma verðlaununum á fót og svo vorum við nokkur sem lögðum honum lið,“ segir Halldór Guðmundsson, rithöfundur og formaður stjórnar Máls og menningar.

Halldór Guðmundsson

Umgjörð verðlaunanna er mörgum ofarlega í huga. Egill Helgason sjónvarpsmaður leggur til að verðlaunin verði færð. „Bessastaðir er ómögulegur staður fyrir verðlaunaafhendinguna – mjög erfiður fyrir sjónvarp,“ segir hann og bætir við að góður salur í Hörpu yrði alveg jafn virðulegur. Anton Helgi Jónsson ljóðskáld vill færa athöfnina í leikhús og hafa meiri dagskrá, upplestra og önnur skemmtilegheit.

Sif Sigmarsdóttur rithöfundur bendir á stólaleysið. „Þegar maður fer á afhendinguna á Bessastöðum eru engir stólar; það standa allir. Ég verð að viðurkenna að ég velti fyrir mér, þar sem ég stóð í fína kjólnum mínum, hvort stólaleysið ætti að koma í veg fyrir að fólk færi hreinlega að hrjóta.“

Sif Sigmarsdóttir

Hún segir verðlaunin vannýtt tækifæri. „Við þurfum minni hátíðleika og meiri stemningu í kringum Íslensku bókmenntaverðlaunin. Eftirfarandi yfirlýsing mun eflaust valda því að einhverjum bókmenntafrömuðum svelgist á sérríinu sínu, en við þurfum að Reese-Witherspoon-væða verðlaunin. Við þurfum að skapa bókaklúbbsstemningu með þjóðinni í aðdraganda verðlaunanna þar sem fólk les, ræðir og skiptist á skoðunum um tilnefndar bækur,“ segir hún og bætir við: „Við ættum að fagna þessum rithöfundum eins og við fögnum íþróttastjörnunum okkar og Evróvisjón-förum. Við þurfum öll að taka höndum saman; bókaútgefendur, bóksalar, fjölmiðlar og lesendur. Og kannski – ég þori varla að segja þetta upphátt af ótta við að vera endanlega gerð brottræk úr bókabransanum – en kannski er þörf á að ráða almannatenglastofu og samfélagsmiðlasérfræðinga í verkið.“

Snæbjörn endurómar þetta. „Það er eiginlega fyndið að Fjöruverðlaunin, sem útilokar helming rithöfunda, hafi miklu sterkari stöðu í fjölmiðlum en íslensku bókmenntaverðlaunin, enda PR starfið þar miklu betra. Stærsti vandi íslensku bókmenntaverðlaunanna er að engum, ekki einu sinni FÍBÚT, þykir vænt um verðlaunin, enginn er tilbúinn til að fórna einhverju til að gera þau marktæk og mikilvæg.“

Margrét Tryggvadóttir

En mætti laga umgjörðina með því að tilkynna tilnefningar og verðlaun seinna? Núna eru tilnefningar tilkynntar 1. desember, í miðju jólabókaflóði. „Á þeim árstíma hefur bókmenntaáhugafólk nóg að gera og kemst varla yfir meira,“ segir Margrét Tryggvadóttir, varaformaður Rithöfundasambandsins. „Það er nokkuð ljóst að dómnefndarfólk þarf að halda vel á spöðunum ef það ætlar að komast yfir að lesa öll verkin á þessum stutta tíma. Ég þekki ekki marga sem geta lesið 63 skáldverk á tveimur mánuðum. Sjálf þyrfti ég sennilega að taka mér frí frá öðrum störfum til að komast yfir það, en er þó ágætlega hraðlæs.“

Egill Helgason

Egill Helgason veltir fyrir sér hvort setja mætti á laggirnar verðlaun sem líktust Booker-verðlaununum. „Eftir jól, í janúar eða febrúar, mætti tilkynna um langlista með sirka 10 bókum sem kæmu til álita. Mánuði síðar væri listinn styttur í 5 bækur. Og svo, er nær dregur páskum, mætti veita sjálf verðlaunin.

Þannig mætti sporna við áhugaleysi eftir jólabókaflóðið. „Það er nánast eins og nýútkomnar bækur séu úreltar eftir jól. Það ætti kannski að standa á þeim „Síðasti söludagur 24. desember.“ Höfundar og útgefendur hafa yfirleitt lítinn áhuga á að fá umfjöllun í þætti eins og Kiljunni eftir jól.“

Að vinna fjórfalt

Fyrsta árið voru aðeins veitt verðlaun í einum flokki, árið eftir var flokkunum fjölgað í tvo, barnabækurnar bættust við árið 2013 og núna síðast var ákveðið að hafa Blóðdropann, sem Íslenska glæpafélagið stendur að, sem hluta af verðlaunaafhendingunni. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir að glæpafélagið hafi óskað eftir samstarfi við FÍBÚT, en hins vegar hafi verðlaun eins og Íslensku þýðingarverðlaunin og ljóðabókaverðlaunin Maístjarnan ekki óskað sérstaklega eftir samstarfi. Heiðar Ingi tekur fram að útgefendur sjálfir ráði hvar þeir leggi bók fram, þannig væri tæknilega séð hægt að leggja bók fram í öllum flokkum og verður spennandi að sjá hvort einhver æsispennandi fræðibók fyrir börn muni dag einn vinna öll verðlaunin.

Heiðar Ingi Svansson

Sumir vilja þó fækka flokkum, enda geti barnabækur og glæpasögur verið fagurbókmenntir líka. „Það er ofsalega falleg hugmynd og ég er alveg sammála því að barnabækur og glæpasögur séu alveg jafnmerkilegt listform og fagurbókmenntir. En raunveruleikinn er ekki útópía. Hversu oft myndi barnabók hafa betur gegn Hallgrími Helga og Sjón?“ segir Sif Sigmarsdóttir um mögulega fækkun verðlauna.

Sem stendur kostar 40 þúsund að leggja fram bók og það stendur undir um helmingi kostnaðar við verðlaunin, en Heiðar Ingi segir heildarkostnaðinn vera um 8-9 milljónir og þar af fari 4 milljónir í verðlaunafé. Í ár voru lagðar fram 49 fræðibækur, 63 skáldverk, 39 barnabækur og 19 glæpasögur.

Það hefur þó aldrei verið gefið út nákvæmlega hvaða bækur eru lagðar fram. „Höfundar hafa oft svekkt sig á að þeir vita ekki hvort útgefendur hafi lagt fram verkin þeirra eða ekki,“ segir Margrét og bætir við: „Það getur verið freistandi fyrir blankan útgefanda að leggja ekki fram t.d. ljóðabækur, enda er útgáfa þeirra sjaldnast arðbær og þær lítið tilnefndar síðustu ár.“

Fótbolti og bókmenntir

Fyrir þremur árum síðan var tekin upp sú nýbreytni að auglýsa eftir fólki í dómnefndir og um leið var fallið frá þeirri hefð að fólk sæti alltaf þrjú ár í dómnefnd, þannig að skipt yrði um einn dómnefndarmann á hverju ári.

Heiðar Ingi segir það hafa verið tímabært að víkka sjóndeildarhringinn. „Þetta hefur stækkað flóruna,“ segir hann og bendir á að í gegnum þetta hafi komið inn fólk utan af landi eða búsett erlendis sem var ekki endilega á radarnum áður.

Margir eru hins vegar gagnrýnir á þessa nýju tilhögun. „Höfundar hafa verið mjög gagnrýnir á með hvaða hætti skipað hefur verið í dómnefnd síðustu þrjú ár, en þá hefur verið auglýst eftir fólki án hæfnisskilyrða eða meðmæla,“ segir Margrét hjá Rithöfundasambandinu og Snæbjörn talar um að það þurfi að „fá fólk í dómnefndir sem er víðlesið, bæði í íslenskum bókmenntum og erlendum, þjálfað í að lesa bækur og með þekkingu á bókmenntasögunni. Það gengur ekki að velja fólk sem hefur lesþroska á við 14 ára til að tilnefna bækur eins og gerst hefur aftur og aftur með því kerfi sem nú er notað til að velja tilnefninganefndirnar.“ Margrét segir að „fullt af fólki horfir reglulega á fótbolta í sjónvarpinu og mörg telja sig vita mun betur en dómarinn hvernig á að dæma. Samt dettur engum í hug að saka KSÍ um menntahroka þótt sófaspekingarnir fái ekki að dæma fótboltaleiki.“

Kamilla Guðmundsdóttir

En hvað segja dómnefndarmeðlimir sjálfir um þessa gagnrýni? Kamilla Guðmundsdóttir var formaður dómnefndar um skáldverk í ár og segir að „dómnefnd skipuð bæði fólki úr fræðasamfélaginu og hefðbundnum bókaormum er vel til þess fallin að velja bestu og áhugaverðustu verk ársins. Slíkt fyrirkomulag getur líka komið í veg fyrir hagsmunaárekstra, enda erum við lítið samfélag og innan vissra geira getur nálægðin verið mikil og hlutdrægnin eftir því.“ Hún gefur ekki mikið fyrir fótboltavísanirnar og segir „afskaplega fjarstæðukennt að setja skáldskaparlistina í svo þröngan og reglubundinn kassa. Ég efast um að slík nálgun hugnist lesendum eða höfundum.“

Jóhannes Ólafsson

Jóhannes Ólafsson var formaður sömu dómnefndar fyrsta árið undir nýju fyrirkomulagi og segir verklagið hafa verið einfalt. „Lesa og meta hátt í 70 bækur, við hittumst svo á fundum reglulega, tókum stöðuna og skipulögðum okkur. Þegar við vorum komin með langlista af bókum unnum við að því að sigta út og að lokum voru fimm tilnefndar eftir.“ Það eru svo formenn allra flokkanna sem sitja í lokanefnd með einum fulltrúa forsetaembættisins.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
6
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
8
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
6
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
7
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
8
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Heimilið er að koma aftur í tísku
10
Innlit

Heim­il­ið er að koma aft­ur í tísku

Í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík fá nem­end­ur tæki­færi til að læra allt sem við kem­ur því að reka heim­ili, auk þess sem þau læra hannyrð­ir. Kenn­ar­ar í skól­an­um segja hann frá­bær­an und­ir­bún­ing fyr­ir líf­ið en flest­ir nem­end­ur eru um tví­tugs­ald­ur­inn. Þá eru kenn­ar­arn­ir sam­mála um að hrað­inn í sam­fé­lag­inu sé orð­in mik­ill og þá sé fátt betra en að hægja á sér inni á heim­il­inu og sinna áhuga­mál­um sín­um og sér í leið­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár