Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Samfylkingin stærsti flokkurinn hjá Gallup í fyrsta sinn síðan 2009

Grænu flokk­arn­ir í rík­is­stjórn hafa tap­að miklu fylgi það sem af er kjör­tíma­bili og hafa ekki mælst minni síð­an það hófst. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er í námunda við kjör­fylgi sitt en mæl­ist ekki leng­ur stærsti flokk­ur lands­ins. Rík­is­stjórn­in mæl­ist kol­fall­in.

Samfylkingin stærsti flokkurinn hjá Gallup í fyrsta sinn síðan 2009
Formaður Frá því að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni í fyrrahaust hefur fylgi flokksins vaxið hratt. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sam­fylk­ingin mælist með 25,3 pró­sent fylgi í nýj­ustu könnun Gallup og þar með stærsti flokkur landsins. Fylgi Samfylkingarinnar hefur ekki mælst meira síðan í nóvember 2009, eða í rúmlega 13 ár. Þá sat flokk­ur­inn í rík­is­stjórn með Vinstri grænum og Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, þáver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, var for­sæt­is­ráð­herra. Þetta er auk þess í fyrsta sinn síðan í maí 2009 sem flokkurinn mælist stærstur allra stjórnmálaflokka á landinu. 

Fylgi flokks­ins hefur farið hratt upp á við eftir að Kristrún Frosta­dóttir til­kynnti um for­manns­fram­boð í Sam­fylk­ing­unni í ágúst 2022, en hún var kjörin for­maður flokks­ins í októ­ber. Alls mælist Sam­fylk­ingin nú með 15,4 pró­sentu­stigum meira fylgi en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum í sept­em­ber 2021.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist oftast stærsti flokkur landsins. Síðast þegar hann missti þá stöðu var í aðdraganda haustkosninganna 2017, þegar Vinstri græn skriðu fyrir ofan hann. Þá var munurinn þó innan skekkjumarka. Svo er ekki nú. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi, eða 1,8 prósentustigi minna en Samfylkingin. Það er auk þess 0,9 prósentustigum minna fylgi en flokkur Bjarna Benediktssonar fékk í síðustu kosningum. 

Vinstri græn og Framsókn í vanda

Í samanburði við hina flokkanna sem mynda ríkisstjórn má Sjálfstæðisflokkurinn þó vel við una. Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, mælist annan mánuðinn í röð með 6,8 prósent fylgi. Það er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkru sinni mælst með í könn­unum Gallup, en þær ná aftur til 2004. Vinstri græn hafa tapað 5,8 pró­sentu­stigum frá haustinu 2021. Einungis einn flokkur á þingi hefur tapað meiru fylgi frá síð­ustu kosn­ingum og Vinstri græn mæl­ast nú sjötti stærsti flokk­ur­inn á þing­i. 

Sá flokkur er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Hann hefur alls tapað sex prósentustigum frá því að kosið var síðast og mælist nú með 11,3 prósent fylgi. Það er minnsta fylgi sem flokkur Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar hefur mælst með á yfir­stand­andi kjör­tíma­bil­i. 

Sam­an­lagt hafa stjórn­ar­flokk­arnir tapað 12,7 pró­sentu­stigum sam­kvæmt Gallup. Það þýðir að Sam­fylk­ingin hefur bætt við sig 2,7 pró­sentu­stigi meira af fylgi en flokk­arnir þrír sem sitja að völdum hafa tap­að. 

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er 41,6 prósent sem þýðir að hún myndi ekki ná meirihluta á þingi og myndi því falla ef kosið yrði í dag, samkvæmt niðurstöðu Gallup

Viðreisn og Flokkur fólksins undir kjörfylgi

Þrír aðrir flokkar utan Sam­fylk­ing­ar­innar hafa bætt við sig fylgi á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili. Píratar mæl­ast með 10,4 pró­sent, Sósíalistaflokkur Íslands með 4,4 prósent og Miðflokkurinn með 5,5 prósent, sem er þó einungis 0,1 prósentustigum yfir kjörfylgi hans. 

Fylgi Við­reisnar mælist 7,3 pró­sent, eða einu pró­sentu­stigi undir kjör­fylgi, og Flokkur fólks­ins mælist með 5,5 pró­sent, sem er 3,3 pró­sentu­stigum minna en flokk­ur­inn fékk í sept­em­ber 2021. 

Stuðningur við ríkisstjórnina dalar milli mánaða og mælist nú um 46 prósent. 

Könnunin fór fram á netinu 6. til 31. janúar. Heildarúrtak var 9.842 og 48,5 prósent tóku þátt. Vikmörk við fylgi flokka eru +/- 1,4 prósent. 16,5 prósent tóku ekki afstöðu eða vildu ekki svara og 9,3% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa. 74,2 prósent nefndu flokk. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár