Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1022. spurningaþraut: Hér er spurt um nöfn, og líka Álfsnes

1022. spurningaþraut: Hér er spurt um nöfn, og líka Álfsnes

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá nútímahugmynd um að endurreisa eitt af hinum sjö undrum fornaldar. Hið forna undur var varla svona stórt, en hvar var það?

***

Aðalspurningar:

1.  Einn af þingmönnum VG og varaborgarfulltrúi VG í Reykjavík eru hjón. Hvað heita þau?

2,  Land eitt ber heiti sem þýðir í raun og veru „landamæri“ eða „jaðar“ eða eitthvað álíka. Hvað köllum við þetta land?

3,  Hvað er algengasta eiginnafn íslenskra kvenna samkvæmt nýjum tölum? Sem sagt kvenna á öllum aldri.

4.  En hvað var algengasta eiginnafn nýfæddra íslenskra stúlkna á síðasta ári?

5.  Á sama hátt, hvað er algengasta eiginnafn nýfæddra íslenskra drengja á síðasta ári?

6.  En hvaða karlmannsnafn skyldi koma þar á eftir hjá nýfæddum?

7.  En hvað er hins vegar algengasta eiginnafn karla á öllum aldri á Íslandi?

8.  Hún hét Guðrún Baldvina Árnadóttir, fæddist 1887 en dó 1975. Á síðari hluta ævinnar varð hún einn allra frægasti og vinsælasti Íslendingurinn á sínu sviði, en var þó svolítið umdeild. Þau voru til sem töluðu um hana af lítilsvirðingu en önnur töldu einmitt það vera snobb eitt. Undir hvaða nafni var hún þekkt?

9.  Og fyrir hvaða verk var hún allra frægust?

10.  Hvaða fiskar prýðir 100 krónu peninginn?

***

Seinni aukaspurning:

Rusl frá höfuðborgarsvæðinu er urðað á Álfsnesi. En hvar er Álfsnes? Eða það A, B, C, D, E,F eða G?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Steinunn Þóra og Stefán Pálsson.

2,  Úkraína.

3.  Anna.

4.  Emilía.

5.  Aron.

6.  Jökull.

7.   Jón.

8.  Guðrún frá Lundi.

9.  Skáldsagnabálkinn Dalalíf

10.  Hrognkelsi — grásleppa og/eða rauðmagi telst líka rétt.

***

Svör við aukaspurningum:

Risinn var á Ródos.

Álfsnes er undir stjörnunni sem merkt er F.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár