Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Algjörlega óásættanlegt“ að sjúklingar séu rukkaðir fyrir nauðsynlega læknisþjónustu

Þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vill tryggja að greiðslu­þátt­töku sjúk­linga verði hald­ið í lág­marki og við­mið greiðslu­þátt­töku­kerf­is­ins virt. Í nýju frum­varpi sem lagt hef­ur ver­ið fram á þingi seg­ir að renni samn­ing­ur við veit­end­ur heil­brigð­is­þjón­ustu út og ár­ang­urs­laus­ar við­ræð­ur um end­ur­nýj­un samn­ings hafa stað­ið leng­ur en í níu mán­uði frá lok­um gild­is­tíma samn­ings skuli deil­unni skot­ið til gerð­ar­dóms.

„Algjörlega óásættanlegt“ að sjúklingar séu rukkaðir fyrir nauðsynlega læknisþjónustu
Heilbrigðisþjónustan aðgengileg öllum Oddný Harðardóttir segir að öll heilbrigðisþjónusta sem Íslendingar reiði sig á þurfi að vera aðgengileg öllum óháð efnahag. Mynd: Bára Huld Beck

Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um sjúkratryggingar er varðar greiðsluþátttöku sjúkratryggðra. Markmið frumvarpsins er að tryggja að sjúklingar þurfi ekki að bera kostnað af því að ríkið og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn nái ekki samningum. 

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en með henni eru fimm þingmenn og varaþingmenn flokksins. 

Verði frumvarpið að lögum er tryggt að greiðsluþátttöku sjúklinga verði haldið í lágmarki og viðmið greiðsluþátttökukerfisins virt auk þess sem kveðið er á um afleiðingar þess ef samningaviðræður eru árangurslausar lengur en í níu mánuði.

Sérgreinalæknar innheimta aukagjöld af sjúklingum

Oddný segir í samtali við Heimildina að snemma árs í fyrra hafi henni farið að berast sögur af fólki sem hafði ekki efni á að fara til læknis. Hún sendi því fyrirspurn til heilbrigðisráðherra, Willum Þórs Þórssonar, og óskaði eftir upplýsingum um hvernig greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefði þróast frá árinu 2018. Í svörum heilbrigðisráðherra kom fram að hann vissi að sérgreinalæknar innheimtuðu aukagjöld af sjúklingum en ekki um hve háar upphæðir væri að ræða. 

„Ég hringdi þá í nokkrar læknastofur og fékk upplýsingar um sérstöku komugjöldin sem eru algeng en mishá eftir læknastofum. Í dag eru komugjöldin flest á bilinu þrjú þúsund krónur til rúmlega sex þúsund, aukagreiðslur fyrir speglanir eru 8 til 13.000 krónur og meira fyrir aðgerðir. Þessar upphæðir eru innheimtar fyrir utan greiðsluþátttökukerfið. Greiðsluþátttökukerfinu er ætlað að tryggja að heilbrigðisþjónusta sé öllum aðgengileg óháð efnahag,“ segir hún. 

 Kostnaðurinn leggst þyngst á öryrkja

Þá bendir Oddný á að hvorki markmið greiðsluþátttökukerfisins né markmið laga Sjúkratryggingar um að tryggja einstaklingum aðstoð óháð efnahag hafi náðst undanfarin ár þar sem samningar við sérfræðilækna hafi verið lausir frá upphafi árs 2019 og sjúkraþjálfara frá upphafi árs 2020. 

„Á þeim tíma hafa flestir veitendur þjónustunnar lagt á aukagjöld en ekki liggur fyrir töluleg greining á samsetningu gjaldanna. Sjúklingar bera kostnaðinn af samningsleysinu og í komugjöldunum sem sérfræðingarnir innheimta er ekki tekið tillit til stöðu einstaklinga, svo sem barna, öryrkja eða eldra fólks en það er hins vegar gert í greiðsluþátttökukerfinu. Kostnaðurinn leggst þyngst á öryrkja sem flestir eru langveikir og einnig líklegastir til að búa við fátækt.“

Ekkert ver sjúklinga fyrir þessum kostnaði

Oddný segir að ekkert í lögum um Sjúkratryggingar Íslands verji sjúklinga fyrir slíkum kostnaði. „Ég tek ekki afstöðu með eða á móti samningsaðilum en tek hins vegar afstöðu með fólki sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Ekkert velferðarríki getur látið það viðgangast að efnahagur ráði því hvort fólk geti farið til læknis. 

Heilbrigðiskerfið okkar byggist á heilbrigðisþjónustu í opinberum rekstri og einnig á þjónustu í einkarekstri. Öll heilbrigðisþjónusta sem við reiðum okkur á þarf að vera aðgengileg óháð efnahag. Algjörlega er óásættanlegt að sjúklingar séu rukkaðir um umtalsverða upphæð fyrir nauðsynlega læknisþjónustu þegar þeir standa veikastir fyrir. Svo virðist sem heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin hirði ekki um þessa stöðu og láti sér vel líka að sjúklingar greiði umtalsverðar upphæðir fyrir heilbrigðisþjónustu,“ segir hún. 

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár