Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Algjörlega óásættanlegt“ að sjúklingar séu rukkaðir fyrir nauðsynlega læknisþjónustu

Þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vill tryggja að greiðslu­þátt­töku sjúk­linga verði hald­ið í lág­marki og við­mið greiðslu­þátt­töku­kerf­is­ins virt. Í nýju frum­varpi sem lagt hef­ur ver­ið fram á þingi seg­ir að renni samn­ing­ur við veit­end­ur heil­brigð­is­þjón­ustu út og ár­ang­urs­laus­ar við­ræð­ur um end­ur­nýj­un samn­ings hafa stað­ið leng­ur en í níu mán­uði frá lok­um gild­is­tíma samn­ings skuli deil­unni skot­ið til gerð­ar­dóms.

„Algjörlega óásættanlegt“ að sjúklingar séu rukkaðir fyrir nauðsynlega læknisþjónustu
Heilbrigðisþjónustan aðgengileg öllum Oddný Harðardóttir segir að öll heilbrigðisþjónusta sem Íslendingar reiði sig á þurfi að vera aðgengileg öllum óháð efnahag. Mynd: Bára Huld Beck

Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um sjúkratryggingar er varðar greiðsluþátttöku sjúkratryggðra. Markmið frumvarpsins er að tryggja að sjúklingar þurfi ekki að bera kostnað af því að ríkið og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn nái ekki samningum. 

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en með henni eru fimm þingmenn og varaþingmenn flokksins. 

Verði frumvarpið að lögum er tryggt að greiðsluþátttöku sjúklinga verði haldið í lágmarki og viðmið greiðsluþátttökukerfisins virt auk þess sem kveðið er á um afleiðingar þess ef samningaviðræður eru árangurslausar lengur en í níu mánuði.

Sérgreinalæknar innheimta aukagjöld af sjúklingum

Oddný segir í samtali við Heimildina að snemma árs í fyrra hafi henni farið að berast sögur af fólki sem hafði ekki efni á að fara til læknis. Hún sendi því fyrirspurn til heilbrigðisráðherra, Willum Þórs Þórssonar, og óskaði eftir upplýsingum um hvernig greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefði þróast frá árinu 2018. Í svörum heilbrigðisráðherra kom fram að hann vissi að sérgreinalæknar innheimtuðu aukagjöld af sjúklingum en ekki um hve háar upphæðir væri að ræða. 

„Ég hringdi þá í nokkrar læknastofur og fékk upplýsingar um sérstöku komugjöldin sem eru algeng en mishá eftir læknastofum. Í dag eru komugjöldin flest á bilinu þrjú þúsund krónur til rúmlega sex þúsund, aukagreiðslur fyrir speglanir eru 8 til 13.000 krónur og meira fyrir aðgerðir. Þessar upphæðir eru innheimtar fyrir utan greiðsluþátttökukerfið. Greiðsluþátttökukerfinu er ætlað að tryggja að heilbrigðisþjónusta sé öllum aðgengileg óháð efnahag,“ segir hún. 

 Kostnaðurinn leggst þyngst á öryrkja

Þá bendir Oddný á að hvorki markmið greiðsluþátttökukerfisins né markmið laga Sjúkratryggingar um að tryggja einstaklingum aðstoð óháð efnahag hafi náðst undanfarin ár þar sem samningar við sérfræðilækna hafi verið lausir frá upphafi árs 2019 og sjúkraþjálfara frá upphafi árs 2020. 

„Á þeim tíma hafa flestir veitendur þjónustunnar lagt á aukagjöld en ekki liggur fyrir töluleg greining á samsetningu gjaldanna. Sjúklingar bera kostnaðinn af samningsleysinu og í komugjöldunum sem sérfræðingarnir innheimta er ekki tekið tillit til stöðu einstaklinga, svo sem barna, öryrkja eða eldra fólks en það er hins vegar gert í greiðsluþátttökukerfinu. Kostnaðurinn leggst þyngst á öryrkja sem flestir eru langveikir og einnig líklegastir til að búa við fátækt.“

Ekkert ver sjúklinga fyrir þessum kostnaði

Oddný segir að ekkert í lögum um Sjúkratryggingar Íslands verji sjúklinga fyrir slíkum kostnaði. „Ég tek ekki afstöðu með eða á móti samningsaðilum en tek hins vegar afstöðu með fólki sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Ekkert velferðarríki getur látið það viðgangast að efnahagur ráði því hvort fólk geti farið til læknis. 

Heilbrigðiskerfið okkar byggist á heilbrigðisþjónustu í opinberum rekstri og einnig á þjónustu í einkarekstri. Öll heilbrigðisþjónusta sem við reiðum okkur á þarf að vera aðgengileg óháð efnahag. Algjörlega er óásættanlegt að sjúklingar séu rukkaðir um umtalsverða upphæð fyrir nauðsynlega læknisþjónustu þegar þeir standa veikastir fyrir. Svo virðist sem heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin hirði ekki um þessa stöðu og láti sér vel líka að sjúklingar greiði umtalsverðar upphæðir fyrir heilbrigðisþjónustu,“ segir hún. 

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár