Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Votlendissjóður stöðvar alla sölu – Einar Bárðarson hættir

Eng­ar al­þjóð­leg­ar vott­arn­ir eru til stað­ar um starf­semi sjóðs­ins. Sjóð­ur­inn end­ur­heimti að­eins 79 hekt­ara vot­lend­is á síð­asta ári. Að­eins 345 hekt­ar­ar vot­lend­is hafa ver­ið end­ur­heimt­ir frá upp­hafi starfs­tíma sjóðs­ins.

Votlendissjóður stöðvar alla sölu – Einar Bárðarson hættir
Hættur Einar Bárðarsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Eftir hann liggja 345 hektarar endurheimts votlendis, langt undir þeim væntingum sem gerðar voru við stofnun sjóðsins.

Votlendissjóður hefur stöðvað alla sölu kolefniseininga vegna þess að engar alþjóða vottanir eru til staðar vegna starfsemi sjóðsins. Einar Bárðarson, sem hefur verið framkvæmdastjóri frá stofnun sjóðsins árið 2018, hefur látið af störfum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem sjóðurinn sendi frá sér í morgun. Markmið Votlendissjóðs er að endurheimta votlendi með því að fylla upp í fráveituskurði lands sem var áður notað til landbúnaðar. Við þá aðgerð myndast votlendi sem dregur í sig koltvísýring ásamt því að auka fjölbreytileika fuglalífs og annað dýralíf.

Árið 2022 náði Votlendissjóður  einungis að endurheimta 79 hektara lands, en það samsvarar um 0,1 prósenti af öllu því landi sem er talið vera unnt að endurheimta á Íslandi. Í fréttatilkynningu sjóðsins kemur fram að ein af ástæðum þess að svo lítið af landi hafi verið endurheimt sé vegna skorts á slagkrafti af hálfu stjórnvalda í málaflokknum. 

Árið 2019 endurheimti sjóðurinn votlendi á 72 hekturum. Árið 2020 voru endurheimtir 135 hektarar lands og árið 2021 voru endurheimtir 59 hektarar lands. Alls hafa því aðeins verið endurheimtir 345 hektarar votlendis á starfstíma sjóðsins. 

Engar alþjóðlegar vottarnir

Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs, segir að henni þyki miður að þurfa að hætta sölu á kolefniseiningum. Engar alþjóðlegar vottarnir hafa verið á sölu kolefniseiningum sjóðsins frá stofnun hans og segir Ingunn það hefta fjármögnun á verkefnum sjóðsins. Í tilkynningu frá sjóðnum kemur fram að vinna við að fá slíkar vottanir sé hafin.

„Stjórn Votlendissjóðs þykir miður að þurfa að draga tímabundið saman seglin í starfseminni“
Ingunn Agnes Kro
stjórnarformaður Votlendissjóðs

„Stjórn Votlendissjóðs þykir miður að þurfa að draga tímabundið saman seglin í starfseminni, þar sem hvert ár sem losun frá framræstu votlendi hefur verið stöðvuð telur í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Stærsti kosturinn við endurheimt votlendis, sem náttúrumiðuð lausn í loftslagsbaráttunni, er að einungis tekur nokkra daga eða vikur frá framkvæmd þar til að losun gróðurhúsalofttegunda hefur minnkað verulega. En á meðan ekki fást jarðir til endurheimtar og möguleikar til fjármögnunar verkefnanna eru skertir, er það mat stjórnarinnar að þetta sé ábyrgasti kosturinn í stöðunni, samhliða því að unnið er að vottun. Stjórn sjóðsins vonast þó eftir áframhaldandi stuðningi samfélagsins við þetta mikilvæga verkefni. Við erum enn þá fullviss um að endurheimt votlendis sé ein besta og skilvirkasta loftslagsaðgerð sem stendur til boða á Íslandi,“ segir Ingunn Agnes. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Svavars skrifaði
    Hverjir eru á launum núna þegar engin starfsemi er
    0
  • Andri Elvar Guðmundsson skrifaði
    https://irp.cdn-website.com/1ef1ba4e/files/uploaded/A%CC%81rsreikningur%202021_lok%20%281%29.pdf
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Hvernig væri nú að við fengjum að sjá rekstrarreikning Votlendissjóðsins.
    5
    • BG
      Brynjólfur Guðmundsson skrifaði
      Hef ekki séð ársreikninginn en sá þessa punkta úr ársreikningum.
      Árið 2020 hafði sjóðurinn 30. m.kr. í tekjur. Þar af fóru 28,3% í endurheimt en 55% í laun og annan rekstrarkostnað.
      Árið 2021 hafði sjóðurinn 34,5 m.kr. í tekjur. Þar af fóru rétt tæp 20% tekna í endurheimt en 61,3% í laun og annan rekstrarkostnað.
      Rekstrarafgangur er bæði árin (5-7 m.kr.), þ.e.a.s. það tókst ekki að koma peningunum út.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár