Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Væntingar um kolefnisjöfnun seld sem skyndilausn

Kol­efnis­jöfn­un sem seld er neyt­end­um og fyr­ir­tækj­um og sögð virka sam­stund­is, ger­ir það alls ekki. Vot­lend­is­sjóð­ur tek­ur sér átta ár að upp­fylla lof­orð­ið en Kol­við­ur hálfa öld. Þess­um stað­reynd­um er þó lít­ið flagg­að og ger­ir full­yrð­ing­ar um að þeg­ar hafi hundruð þús­und tonna af kol­efni ver­ið bund­ið í besta falli hæpn­ar.

Væntingar um kolefnisjöfnun seld sem skyndilausn

Kolefnisjöfnun sem íslenskum neytendum býðst að kaupa hér á landi er sjaldnast kynnt á réttan hátt. Hún felur enda ekki í sér annað en kaup á væntingum um bindingu á næstu árum eða jafnvel áratugum. Forsvarsmenn þeirra tveggja fyrirtækja sem gert hafa út á slíka bindingu viðurkenna að þeir gætu gert betur í að halda réttum upplýsingum að neytendum.

Að minnsta kosti átta ár tekur fyrir kolefnisjöfnun sem keypt er á Íslandi að verða að veruleika. Það getur þó tekið mun lengri tíma, eða allt að fimmtíu ár. Tvö fyrirtæki hafa selt fólki og fyrirtækjum kolefnisbindingu hér á landi undanfarin ár: Votlendissjóður og Kolviður. Þeir selja þó ekki „virka“ kolefnisbindingu, það er að segja kolefniseiningar sem þegar hafa bundið CO2-ígildi, heldur hafa þeir til sölu áætlun um kolefnisbindingu. 

Hvorugur þessara aðila hefur alþjóðlega vottun og skortir verulega á rannsóknir á raunverulegri kolefnislosun frá framræstu landi á …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár