Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þýska sementsfyrirtækið segir að tekjur sveitarfélagsins muni aukast um 22 til 35 prósent

End­ur­skoð­enda­fyr­ir­tæk­ið KP­MG vann skýrslu um mögu­leg efna­hags­leg áhrif möl­un­ar­verk­smiðju þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Þor­láks­höfn. 60 til 70 störf munu skap­ast, hafn­ar­gjöld verða allt að rúm­lega 500 millj­ón­ir og fast­eigna­gjöld munu nema rúm­um 100 millj­ón­um hið minnsta. Bygg­ing verk­smiðj­unn­ar er um­deild í sveit­ar­fé­lag­inu en Heidel­berg boð­ar nýj­ar hug­mynd­ir og mögu­leika.

Þýska sementsfyrirtækið segir að tekjur sveitarfélagsins muni aukast um 22 til 35 prósent
Birta upplýsingar um efnahagsleg áhrif Þýska sementsfyrirtækið Heidelberg hefur birt upplýsingar úr skýrslu endurskoðendafyrirtækisins KPMG um efnahagsleg áhrif af fyrirhugaðri mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Framkvæmdin er umdeild í bænum og voru ríflega tvöfalt fleiri á móti verksmiðjunni en voru fylgjandi henni, samkvæmt könnun í síðustu viku.

Bæjaryfirvöld í Þorlákshöfn munu fá á bilinu 327 til 547 milljónir króna í gjöld frá þýska sementsfyrirtækinu Heidelberg fyrir afnot af höfninni í bænum ef bygging mölunarverksmiðju fyrirtækisins verður að veruleika. Þá er gert ráð fyrir því að á milli 60 og 70 störf skapist með tilkomu verksmiðjunnar og að fasteignagjöld sem Heidelberg greiðir til sveitarfélagsins verði á bilinu 100 til 125 milljónir króna. Þetta er meðal þeirra niðurstaðna sem fram koma í mati endurskoðendafyrirtækisins KPMG á efnahagslegum áhrifum verksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn. Matið var unnið fyrir hönd Heidelberg og kynnti þýska félagið það í gær

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi ráðherra og talsmaður Heidelberg, skrifaði grein á vefmiðilinn Hafnarfréttir þar sem hann greindi frá meginniðurstöðum KPMG. Í greiningu KPMG segir að tilgangur skýrslunnar sé eingöngu að greina efnahagslega þætti framkvæmdarinnar: „Markmið þessarar samantektar er að greina og varpa ljósi á möguleg efnahagsleg áhrif af byggingu og rekstri mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn sem fyrirhuguð er á vegum HeidelbergCement Pozzolanic ehf.“

Í versmiðjunni stendur til að mala móberg úr námum í nágrenni Þorlákshafnar sem nota á í sement. Heidelberg ætlar að vinna um 1,5 til 2,5 af móbergsmulningi með þessum hætti árlega og flytja úr landi. 

„Þannig má ætla að heildartekjur sveitarfélagsins af starfseminni verði á bilinu 489-789 m.kr. á ári.“
Úr skýrslu KPMG

Heidelberg þarf að snúa íbúum Ölfuss

Bygging verksmiðjunnar er umdeild í sveitarfélaginu og eru ríflega tvöfalt fleiri á móti henni en eru fylgjandi framkvæmdinin. Frá þessari greindi Heimildin í síðustu viku og byggði hún á viðhorfskönnun sem Maskína vann fyrir blaðið. Einn af bæjarbúunum sem berst gegn verksmiðjunni er Ása Berglind Hjálmarsdóttir sem hefur sagt við Heimildina að hún vilji ekki að Þorlákshöfn verði verksmiðjubær. 

Heidelberg bíður því það verk að reyna að breyta fyrirhuguðum framkvæmdum við verksmiðjuna þannig að hún hugnist íbúum Ölfuss betur þar sem fyrir liggur að verksmiðjan verður sett í íbúakosningu í sveitarfélaginu. Niðurstöðu mats KPMG fyrir Heidelberg kemur í kjölfarið á þessari viðhorfskönnun. 

Segja tekjur  Ölfuss verða á bilinu 500 til 800 milljónir

Í niðurstöðum KPMG kemur fram að áætlaðar tekjur sveitarfélagsins af verksmiðjunni verði á bilinu 500 til 800 milljónir króna á ári.

Áætla mörg hundruð milljóna króna tekjurKPMG áætlar að tekjur sveitarfélagsins Ölfuss af mölunarverksmiðjunni í Þorlákshhöfn verði milli tæplega 500 og 800 milljóna árlega. Þetta er ein af niðurstöðununum úr mati sem unnið var fyrir Heidelberg.

Á niðurstöðuglæru um áætlaðar tekjur sveitarfélagsins segir um þetta: „Taflan hér til hliðar dregur saman helstu tekjuliði Ölfuss af fyrirhuguðu verkefni. Útreikningar er settir fram miðað við þrjár sviðsmyndir sem byggðar eru á lægri, mið og hærri mörkum tekjuliðanna samkvæmt fyrrgreindum forsendum. Þannig má ætla að heildartekjur sveitarfélagsins af starfseminni verði á bilinu 489-789 m.kr. á ári, sem samsvarar 22-35% aukningu tekna ef miðað er við sömu tekjuliði árið 2021.

Heildelberg íhugar að flytja verksmiðjuna

Heidelberg hefur einnig kynnt hugmyndir um að færa verksmiðjuna út fyrir Þorlákshöfn og koma henni fyrir vestan við bæinn. Andstaða bæjarbúa í Þorlákshöfn byggist meðal annars á því að verksmiðjan á að vera inni í bænum. 

Þá hefur þýska félagið einnig sagt að mögulega muni það reisa nýja höfn við verksmiðjuna fyrir utan bæinn og að þannig muni félagið ekki þurfa að nota höfnina í Þorlákshöfn til að flytja út móbergið. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Velgjörðarmenn Elliða hafa bæði hagsmuni af námum í sjó og á landi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Vel­gjörð­ar­menn Ell­iða hafa bæði hags­muni af nám­um í sjó og á landi

Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son námu­fjár­fest­ar hafa fjöl­þættra hags­muna að gæta af því að möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg rísi í Ölfusi og að fyr­ir­tæk­ið fái að vinna efni af hafs­botni við Land­eyj­ar. Elliði Vign­is­son seg­ir til­gát­ur um hags­muna­árekstra tengda námu­fjár­fest­un­um lang­sótt­ar. Harð­ar deil­ur eru um verk­smiðj­una og efnis­tök­una.
Stóriðja og landeldi takast á í eitruðu andrumslofti í Ölfusi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Stór­iðja og land­eldi tak­ast á í eitr­uðu andrum­slofti í Ölfusi

Mikl­ar deil­ur eru komn­ar upp í við­skipta- og stjórn­mála­líf­inu í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi um möl­un­ar­verk­smiðju þýska fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg. Íbúa­kosn­ingu um möl­un­ar­verk­smiðj­una hef­ur ver­ið frest­að vegna gagn­rýni frá land­eld­is­fyr­ir­tæk­inu First Water sem tel­ur verk­smiðj­una skað­lega fyr­ir starf­semi þess.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár