Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þýska sementsfyrirtækið segir að tekjur sveitarfélagsins muni aukast um 22 til 35 prósent

End­ur­skoð­enda­fyr­ir­tæk­ið KP­MG vann skýrslu um mögu­leg efna­hags­leg áhrif möl­un­ar­verk­smiðju þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Þor­láks­höfn. 60 til 70 störf munu skap­ast, hafn­ar­gjöld verða allt að rúm­lega 500 millj­ón­ir og fast­eigna­gjöld munu nema rúm­um 100 millj­ón­um hið minnsta. Bygg­ing verk­smiðj­unn­ar er um­deild í sveit­ar­fé­lag­inu en Heidel­berg boð­ar nýj­ar hug­mynd­ir og mögu­leika.

Þýska sementsfyrirtækið segir að tekjur sveitarfélagsins muni aukast um 22 til 35 prósent
Birta upplýsingar um efnahagsleg áhrif Þýska sementsfyrirtækið Heidelberg hefur birt upplýsingar úr skýrslu endurskoðendafyrirtækisins KPMG um efnahagsleg áhrif af fyrirhugaðri mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Framkvæmdin er umdeild í bænum og voru ríflega tvöfalt fleiri á móti verksmiðjunni en voru fylgjandi henni, samkvæmt könnun í síðustu viku.

Bæjaryfirvöld í Þorlákshöfn munu fá á bilinu 327 til 547 milljónir króna í gjöld frá þýska sementsfyrirtækinu Heidelberg fyrir afnot af höfninni í bænum ef bygging mölunarverksmiðju fyrirtækisins verður að veruleika. Þá er gert ráð fyrir því að á milli 60 og 70 störf skapist með tilkomu verksmiðjunnar og að fasteignagjöld sem Heidelberg greiðir til sveitarfélagsins verði á bilinu 100 til 125 milljónir króna. Þetta er meðal þeirra niðurstaðna sem fram koma í mati endurskoðendafyrirtækisins KPMG á efnahagslegum áhrifum verksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn. Matið var unnið fyrir hönd Heidelberg og kynnti þýska félagið það í gær

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi ráðherra og talsmaður Heidelberg, skrifaði grein á vefmiðilinn Hafnarfréttir þar sem hann greindi frá meginniðurstöðum KPMG. Í greiningu KPMG segir að tilgangur skýrslunnar sé eingöngu að greina efnahagslega þætti framkvæmdarinnar: „Markmið þessarar samantektar er að greina og varpa ljósi á möguleg efnahagsleg áhrif af byggingu og rekstri mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn sem fyrirhuguð er á vegum HeidelbergCement Pozzolanic ehf.“

Í versmiðjunni stendur til að mala móberg úr námum í nágrenni Þorlákshafnar sem nota á í sement. Heidelberg ætlar að vinna um 1,5 til 2,5 af móbergsmulningi með þessum hætti árlega og flytja úr landi. 

„Þannig má ætla að heildartekjur sveitarfélagsins af starfseminni verði á bilinu 489-789 m.kr. á ári.“
Úr skýrslu KPMG

Heidelberg þarf að snúa íbúum Ölfuss

Bygging verksmiðjunnar er umdeild í sveitarfélaginu og eru ríflega tvöfalt fleiri á móti henni en eru fylgjandi framkvæmdinin. Frá þessari greindi Heimildin í síðustu viku og byggði hún á viðhorfskönnun sem Maskína vann fyrir blaðið. Einn af bæjarbúunum sem berst gegn verksmiðjunni er Ása Berglind Hjálmarsdóttir sem hefur sagt við Heimildina að hún vilji ekki að Þorlákshöfn verði verksmiðjubær. 

Heidelberg bíður því það verk að reyna að breyta fyrirhuguðum framkvæmdum við verksmiðjuna þannig að hún hugnist íbúum Ölfuss betur þar sem fyrir liggur að verksmiðjan verður sett í íbúakosningu í sveitarfélaginu. Niðurstöðu mats KPMG fyrir Heidelberg kemur í kjölfarið á þessari viðhorfskönnun. 

Segja tekjur  Ölfuss verða á bilinu 500 til 800 milljónir

Í niðurstöðum KPMG kemur fram að áætlaðar tekjur sveitarfélagsins af verksmiðjunni verði á bilinu 500 til 800 milljónir króna á ári.

Áætla mörg hundruð milljóna króna tekjurKPMG áætlar að tekjur sveitarfélagsins Ölfuss af mölunarverksmiðjunni í Þorlákshhöfn verði milli tæplega 500 og 800 milljóna árlega. Þetta er ein af niðurstöðununum úr mati sem unnið var fyrir Heidelberg.

Á niðurstöðuglæru um áætlaðar tekjur sveitarfélagsins segir um þetta: „Taflan hér til hliðar dregur saman helstu tekjuliði Ölfuss af fyrirhuguðu verkefni. Útreikningar er settir fram miðað við þrjár sviðsmyndir sem byggðar eru á lægri, mið og hærri mörkum tekjuliðanna samkvæmt fyrrgreindum forsendum. Þannig má ætla að heildartekjur sveitarfélagsins af starfseminni verði á bilinu 489-789 m.kr. á ári, sem samsvarar 22-35% aukningu tekna ef miðað er við sömu tekjuliði árið 2021.

Heildelberg íhugar að flytja verksmiðjuna

Heidelberg hefur einnig kynnt hugmyndir um að færa verksmiðjuna út fyrir Þorlákshöfn og koma henni fyrir vestan við bæinn. Andstaða bæjarbúa í Þorlákshöfn byggist meðal annars á því að verksmiðjan á að vera inni í bænum. 

Þá hefur þýska félagið einnig sagt að mögulega muni það reisa nýja höfn við verksmiðjuna fyrir utan bæinn og að þannig muni félagið ekki þurfa að nota höfnina í Þorlákshöfn til að flytja út móbergið. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Fjárfestarnir sem seldu Elliða húsið vilja kaupa lóð af Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Fjár­fest­arn­ir sem seldu Ell­iða hús­ið vilja kaupa lóð af Ölfusi

Námu­fjár­fest­arn­ir sem seldu Ell­iða Vign­is­syni bæj­ar­stjóra fast­eign­ir í sveit­ar­fé­lag­inu fyr­ir ótil­greint verð í lok síð­asta árs ætla að byggja skemmu und­ir laxa­fóð­ur við höfn­ina í Þor­láks­höfn. Þeir hafa lýst yf­ir áhuga á að kaupa fast­eign og lóð af Ölfusi og vék Elliði ekki af fundi þeg­ar mál­ið var tek­ið fyr­ir í byrj­un fe­brú­ar.
Leyndin yfir húsamáli Elliða bæjarstjóra
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Leynd­in yf­ir húsa­máli Ell­iða bæj­ar­stjóra

Heim­ild­in hef­ur í rúmt ár birt frétt­ir af við­skipt­um Ell­iða Vign­is­son­ar, bæj­ar­stjóra í Ölfusi, með hús í sveit­ar­fé­lagi sem um­svifa­mikl­ir námu­fjár­fest­ar seldu hon­um á óljós­um kjör­um. Bæj­ar­stjór­inn hef­ur neit­að að leggja fram gögn um við­skipt­in eða greina frá þeim í smá­at­rið­um. Á með­an stend­ur yf­ir um­ræða í sveit­ar­fé­lag­inu um bygg­ingu möl­un­ar­verk­smiðju sem þjón­ar hags­mun­um fjár­fest­anna.
Skipulagsstofnun gagnrýnir Ölfus út af landfyllingunni
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Skipu­lags­stofn­un gagn­rýn­ir Ölfus út af land­fyll­ing­unni

Skipu­lags­stofn­un seg­ir að sveit­ar­fé­lag­ið Ölfus hefði átt að bera sig öðru­vísi að við fram­kvæmd­ir við land­fyll­ingu í Þor­láks­höfn. Stofn­un­in seg­ir að fram­kvæmd­in sé það stór að hún hefði mögu­lega þurft að fara í mat á um­hverf­isáhrif­um. Um­hverf­is­stofn­un stöðv­aði fram­kvæmd­ir við land­fyll­ing­una vegna þess að til­skil­inna leyfa var ekki afl­að.

Mest lesið

Ingrid Kuhlman
5
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
8
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.
„Mér hefur ekki verið nauðgað“
9
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

Pró­fess­or Nils Melzer rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók og þar skrif­ar hann: „... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár