Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Bakabaka

Sófa­kartafl­an held­ur áfram að stara á sjón­varp­ið og rýna þannig í heim­inn – og sjón­varps­efni.

Bakabaka

Jahérna. Bara komin önnur þáttaröð af Bake Squad? Skyldu þau vera jafnpeppuð og síðast? Almáttugur minn, já. Mikið svakalega eru þau enn þá spræk. Þetta minnir mig á þegar ég vann hjá ÍTR og hataði fólk. Ekki allt fólk. Bara hresst fólk. Ég sat í móttökunni eins og skolhærð Wednesday Addams og ranghvolfdi augunum framan í gesti og gangandi, sér í lagi ef einhver dirfðist að brosa eða reyndi að segja eitthvað sniðugt. Einn af þeim fáu sem ég lét ekki fara í taugarnar á mér var meindýraeyðirinn sem kom og veiddi rottuna í kjallaranum á Tónabæ. Samúð hans með dauða nagdýrinu var hjartnæm.

Bökunargengið er ekki hjartnæmt. Fjórir þátttakendur með sætindasérþekkingu eru samankomnir á gerviáhorfendapöllum. Fyrir framan þau stendur kona sem gengur undir nafninu Chef Christine eða Krissa kokkur. Hennar starf er að hvetja sérfræðingana áfram, redda þeim einhverju dóti eins og kökuskrautsfallbyssum og láta þetta líta út eins og allt sé ekki fyrirfram ákveðið. Í hverjum þætti birtist Krissa með einstaklinga sem þjást af eftirréttaskorti og bökunargengið reynir að hjálpa þeim með því að gera besta kökulistaverkið fyrir veislu skjólstæðinganna. Gengið eru eftirfarandi aðilar: Súkkulaðidrengurinn Gonzo frá Patagóníu. Hann er virkilega peppaður einstaklingur. Frakkinn Christophe er sykurgerðarsjónhverfingameistari með þykkan franskan hreim. Hann er það hress að ég efast um að hann hafi nokkurn tímann búið í Frakklandi.

Maya-Camille, ég veit ekki í hverju hún sérhæfir sig öðru en ofmetnaði og tímastjórnun, hún er ansi bísperrt af peppi. Svo er það kökudrottningin sjálf, Ashley hin eldhressa. Ég fæ á tilfinninguna að hún hafi verið best í djassballett í æsku en tekið u-beygju þegar unglingsárin helltust yfir. Hún hefur á sér eins konar Kaffibarsblæ.

En hvaðan kemur allt þetta hatur sem ég spúi nú yfir þennan dálk? Æi, ætli ég hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum með þættina. Mig minnti að þetta hefði verið skemmtilegra. Er reiði ekki oftast önnur birtingarmynd af sorg?

Þarf allan hressleikann, stressandi tónlistina og innslög af bökurunum að sveifla nammi á milli atriða? Ég skil ekki af hverju fólkið fær ekki bara að sýna hæfileika sína í friði. En það er ekki við fjórmenningana að sakast. Einhver hærra settur, sem kemur að gerð þáttanna (kannski Krissa kokkur) er með hópeflissvipuna á lofti og er sífellt að krefja þetta sómafólk um meira pepp og ekki vilja þau missa vinnuna. Ég sé það í augunum á þeim að þau vilja bara bræða súkkulaði, smyrja kökur með kremi og fá að einbeita sér. Ekki keppa við klukkuna, ekki taka þátt í niðurlægjandi en upplýsandi samtölum við Krissu kokk til að tregustu áhorfendurnir skilji hvað sé um að vera, ekki vera hafnað af mæðrum fjórtán ára barna þegar þær velja ekki súkkulaðieldflaugina sem þau eyddu mörgum klukkutímum í að gera. Munurinn á Bake Squad og öðrum baksturskeppnum er sá að þetta er ekki hefðbundin útsláttarkeppni. Hér eru alltaf sömu fjóru keppendurnir og einu verðlaunin sem eru í boði er polaroid-mynd af sigurvegaranum. Í lokin samgleðjast þau og gíra sig upp í að mæta æst til leiks í næstu viku.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sófakartaflan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár