Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Bakabaka

Sófa­kartafl­an held­ur áfram að stara á sjón­varp­ið og rýna þannig í heim­inn – og sjón­varps­efni.

Bakabaka

Jahérna. Bara komin önnur þáttaröð af Bake Squad? Skyldu þau vera jafnpeppuð og síðast? Almáttugur minn, já. Mikið svakalega eru þau enn þá spræk. Þetta minnir mig á þegar ég vann hjá ÍTR og hataði fólk. Ekki allt fólk. Bara hresst fólk. Ég sat í móttökunni eins og skolhærð Wednesday Addams og ranghvolfdi augunum framan í gesti og gangandi, sér í lagi ef einhver dirfðist að brosa eða reyndi að segja eitthvað sniðugt. Einn af þeim fáu sem ég lét ekki fara í taugarnar á mér var meindýraeyðirinn sem kom og veiddi rottuna í kjallaranum á Tónabæ. Samúð hans með dauða nagdýrinu var hjartnæm.

Bökunargengið er ekki hjartnæmt. Fjórir þátttakendur með sætindasérþekkingu eru samankomnir á gerviáhorfendapöllum. Fyrir framan þau stendur kona sem gengur undir nafninu Chef Christine eða Krissa kokkur. Hennar starf er að hvetja sérfræðingana áfram, redda þeim einhverju dóti eins og kökuskrautsfallbyssum og láta þetta líta út eins og allt sé ekki fyrirfram ákveðið. Í hverjum þætti birtist Krissa með einstaklinga sem þjást af eftirréttaskorti og bökunargengið reynir að hjálpa þeim með því að gera besta kökulistaverkið fyrir veislu skjólstæðinganna. Gengið eru eftirfarandi aðilar: Súkkulaðidrengurinn Gonzo frá Patagóníu. Hann er virkilega peppaður einstaklingur. Frakkinn Christophe er sykurgerðarsjónhverfingameistari með þykkan franskan hreim. Hann er það hress að ég efast um að hann hafi nokkurn tímann búið í Frakklandi.

Maya-Camille, ég veit ekki í hverju hún sérhæfir sig öðru en ofmetnaði og tímastjórnun, hún er ansi bísperrt af peppi. Svo er það kökudrottningin sjálf, Ashley hin eldhressa. Ég fæ á tilfinninguna að hún hafi verið best í djassballett í æsku en tekið u-beygju þegar unglingsárin helltust yfir. Hún hefur á sér eins konar Kaffibarsblæ.

En hvaðan kemur allt þetta hatur sem ég spúi nú yfir þennan dálk? Æi, ætli ég hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum með þættina. Mig minnti að þetta hefði verið skemmtilegra. Er reiði ekki oftast önnur birtingarmynd af sorg?

Þarf allan hressleikann, stressandi tónlistina og innslög af bökurunum að sveifla nammi á milli atriða? Ég skil ekki af hverju fólkið fær ekki bara að sýna hæfileika sína í friði. En það er ekki við fjórmenningana að sakast. Einhver hærra settur, sem kemur að gerð þáttanna (kannski Krissa kokkur) er með hópeflissvipuna á lofti og er sífellt að krefja þetta sómafólk um meira pepp og ekki vilja þau missa vinnuna. Ég sé það í augunum á þeim að þau vilja bara bræða súkkulaði, smyrja kökur með kremi og fá að einbeita sér. Ekki keppa við klukkuna, ekki taka þátt í niðurlægjandi en upplýsandi samtölum við Krissu kokk til að tregustu áhorfendurnir skilji hvað sé um að vera, ekki vera hafnað af mæðrum fjórtán ára barna þegar þær velja ekki súkkulaðieldflaugina sem þau eyddu mörgum klukkutímum í að gera. Munurinn á Bake Squad og öðrum baksturskeppnum er sá að þetta er ekki hefðbundin útsláttarkeppni. Hér eru alltaf sömu fjóru keppendurnir og einu verðlaunin sem eru í boði er polaroid-mynd af sigurvegaranum. Í lokin samgleðjast þau og gíra sig upp í að mæta æst til leiks í næstu viku.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sófakartaflan

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár