Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1016. spurningaþraut: Hver birtist hér fyrst?

1016. spurningaþraut: Hver birtist hér fyrst?

Fyrri aukaspurning:

Hér fyrir miðju má sjá þegar teiknimyndapersóna ein birtist í fyrsta sinn. Hvað nefnist persónan?

***

Aðalspurningar:

1.  Á dögunum lést fatahönnuðurinn Vivienne Westwood, rúmlega áttræð. Nafn hennar hefur alltaf verið og verður eflaust alltaf tengt uppgangi hljómsveitar einnar fyrir tæpri hálfri öld. Hvað hét hljómsveitin?

2.  Og hver var forsöngvari hljómsveitarinnar?

3.  Hver orti: „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum ...“

4.  Hvað er efsta deildin í þýskum fótbolta karla jafnan kölluð?

5.  Hvaða jurt óttast blóðsugur að sögn?

6.  En hvaða málmur er þeim skeinuhættur?

7.  Hvaða náttúruhamfarir koma við sögu í kvikmyndinni Villibráð?

8.  Til hvaða heimsálfu telst ríkið Súrínam?

9.  Í byrjun janúar drápu lögreglumenn í tiltekinni borg í Bandaríkjunum karl að nafni Tyre Nichols. Í hvaða borg gerðist þetta?

10.  Og í hvaða ríki Bandaríkjanna er borgin?

***

Aukaspurning, sú seinni:

Brúin hér að neðan (2,2 kílómetra löng) liggur yfir árósa og tengir saman höfuðborg í Evrópulandi einu og nágrannabæ einn. Hver er höfuðborgin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sex Pistols.

2.  Johnny Rotten eða John Lydon, hvort tveggja er rétt.

3.  Jónas Hallgrímsson.

4.  Bundesliga. Kórrétt svar væri 1. Bundesliga, en Bundesliga dugar eitt og sér. Kvennadeildin er kölluð Frauen-Bundesliga.

5.  Hvítlaukur.

6.  Silfur.

7.  Eldgos.

8.  Suður-Ameríku.

9.  Memphis.

10.  Tennessee.

***

Aukaspurningar, svörin við þeim:

Á efri myndinni er Guffi, Goofy, eitt af sköpunarverkum fyrirtækis Walt Disney. Kallaður Fedtmule í þeim dönsku Andrés-blöðum sem hér voru lengi vinsæl.

Á neðri myndinni sést brú í Lissabon.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Ég gískaði "Stóri Úlfur" - á erfitt að trúa að þetta sé Guffi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
5
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár