Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1016. spurningaþraut: Hver birtist hér fyrst?

1016. spurningaþraut: Hver birtist hér fyrst?

Fyrri aukaspurning:

Hér fyrir miðju má sjá þegar teiknimyndapersóna ein birtist í fyrsta sinn. Hvað nefnist persónan?

***

Aðalspurningar:

1.  Á dögunum lést fatahönnuðurinn Vivienne Westwood, rúmlega áttræð. Nafn hennar hefur alltaf verið og verður eflaust alltaf tengt uppgangi hljómsveitar einnar fyrir tæpri hálfri öld. Hvað hét hljómsveitin?

2.  Og hver var forsöngvari hljómsveitarinnar?

3.  Hver orti: „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum ...“

4.  Hvað er efsta deildin í þýskum fótbolta karla jafnan kölluð?

5.  Hvaða jurt óttast blóðsugur að sögn?

6.  En hvaða málmur er þeim skeinuhættur?

7.  Hvaða náttúruhamfarir koma við sögu í kvikmyndinni Villibráð?

8.  Til hvaða heimsálfu telst ríkið Súrínam?

9.  Í byrjun janúar drápu lögreglumenn í tiltekinni borg í Bandaríkjunum karl að nafni Tyre Nichols. Í hvaða borg gerðist þetta?

10.  Og í hvaða ríki Bandaríkjanna er borgin?

***

Aukaspurning, sú seinni:

Brúin hér að neðan (2,2 kílómetra löng) liggur yfir árósa og tengir saman höfuðborg í Evrópulandi einu og nágrannabæ einn. Hver er höfuðborgin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sex Pistols.

2.  Johnny Rotten eða John Lydon, hvort tveggja er rétt.

3.  Jónas Hallgrímsson.

4.  Bundesliga. Kórrétt svar væri 1. Bundesliga, en Bundesliga dugar eitt og sér. Kvennadeildin er kölluð Frauen-Bundesliga.

5.  Hvítlaukur.

6.  Silfur.

7.  Eldgos.

8.  Suður-Ameríku.

9.  Memphis.

10.  Tennessee.

***

Aukaspurningar, svörin við þeim:

Á efri myndinni er Guffi, Goofy, eitt af sköpunarverkum fyrirtækis Walt Disney. Kallaður Fedtmule í þeim dönsku Andrés-blöðum sem hér voru lengi vinsæl.

Á neðri myndinni sést brú í Lissabon.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Ég gískaði "Stóri Úlfur" - á erfitt að trúa að þetta sé Guffi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár