Fyrri aukaspurning:
Hér fyrir miðju má sjá þegar teiknimyndapersóna ein birtist í fyrsta sinn. Hvað nefnist persónan?
***
Aðalspurningar:
1. Á dögunum lést fatahönnuðurinn Vivienne Westwood, rúmlega áttræð. Nafn hennar hefur alltaf verið og verður eflaust alltaf tengt uppgangi hljómsveitar einnar fyrir tæpri hálfri öld. Hvað hét hljómsveitin?
2. Og hver var forsöngvari hljómsveitarinnar?
3. Hver orti: „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum ...“
4. Hvað er efsta deildin í þýskum fótbolta karla jafnan kölluð?
5. Hvaða jurt óttast blóðsugur að sögn?
6. En hvaða málmur er þeim skeinuhættur?
7. Hvaða náttúruhamfarir koma við sögu í kvikmyndinni Villibráð?
8. Til hvaða heimsálfu telst ríkið Súrínam?
9. Í byrjun janúar drápu lögreglumenn í tiltekinni borg í Bandaríkjunum karl að nafni Tyre Nichols. Í hvaða borg gerðist þetta?
10. Og í hvaða ríki Bandaríkjanna er borgin?
***
Aukaspurning, sú seinni:
Brúin hér að neðan (2,2 kílómetra löng) liggur yfir árósa og tengir saman höfuðborg í Evrópulandi einu og nágrannabæ einn. Hver er höfuðborgin?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Sex Pistols.
2. Johnny Rotten eða John Lydon, hvort tveggja er rétt.
3. Jónas Hallgrímsson.
4. Bundesliga. Kórrétt svar væri 1. Bundesliga, en Bundesliga dugar eitt og sér. Kvennadeildin er kölluð Frauen-Bundesliga.
5. Hvítlaukur.
6. Silfur.
7. Eldgos.
8. Suður-Ameríku.
9. Memphis.
10. Tennessee.
***
Aukaspurningar, svörin við þeim:
Á efri myndinni er Guffi, Goofy, eitt af sköpunarverkum fyrirtækis Walt Disney. Kallaður Fedtmule í þeim dönsku Andrés-blöðum sem hér voru lengi vinsæl.
Á neðri myndinni sést brú í Lissabon.
Athugasemdir (1)