Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1016. spurningaþraut: Hver birtist hér fyrst?

1016. spurningaþraut: Hver birtist hér fyrst?

Fyrri aukaspurning:

Hér fyrir miðju má sjá þegar teiknimyndapersóna ein birtist í fyrsta sinn. Hvað nefnist persónan?

***

Aðalspurningar:

1.  Á dögunum lést fatahönnuðurinn Vivienne Westwood, rúmlega áttræð. Nafn hennar hefur alltaf verið og verður eflaust alltaf tengt uppgangi hljómsveitar einnar fyrir tæpri hálfri öld. Hvað hét hljómsveitin?

2.  Og hver var forsöngvari hljómsveitarinnar?

3.  Hver orti: „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum ...“

4.  Hvað er efsta deildin í þýskum fótbolta karla jafnan kölluð?

5.  Hvaða jurt óttast blóðsugur að sögn?

6.  En hvaða málmur er þeim skeinuhættur?

7.  Hvaða náttúruhamfarir koma við sögu í kvikmyndinni Villibráð?

8.  Til hvaða heimsálfu telst ríkið Súrínam?

9.  Í byrjun janúar drápu lögreglumenn í tiltekinni borg í Bandaríkjunum karl að nafni Tyre Nichols. Í hvaða borg gerðist þetta?

10.  Og í hvaða ríki Bandaríkjanna er borgin?

***

Aukaspurning, sú seinni:

Brúin hér að neðan (2,2 kílómetra löng) liggur yfir árósa og tengir saman höfuðborg í Evrópulandi einu og nágrannabæ einn. Hver er höfuðborgin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sex Pistols.

2.  Johnny Rotten eða John Lydon, hvort tveggja er rétt.

3.  Jónas Hallgrímsson.

4.  Bundesliga. Kórrétt svar væri 1. Bundesliga, en Bundesliga dugar eitt og sér. Kvennadeildin er kölluð Frauen-Bundesliga.

5.  Hvítlaukur.

6.  Silfur.

7.  Eldgos.

8.  Suður-Ameríku.

9.  Memphis.

10.  Tennessee.

***

Aukaspurningar, svörin við þeim:

Á efri myndinni er Guffi, Goofy, eitt af sköpunarverkum fyrirtækis Walt Disney. Kallaður Fedtmule í þeim dönsku Andrés-blöðum sem hér voru lengi vinsæl.

Á neðri myndinni sést brú í Lissabon.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Ég gískaði "Stóri Úlfur" - á erfitt að trúa að þetta sé Guffi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár