Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Telur að traust erlendra stjórnvalda glatist ef upplýst sé um fjölda neyðarvegabréfa

Úr­skurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hef­ur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið þurfi ekki að upp­lýsa um hversu mörg neyð­ar­vega­bréf hafi ver­ið út­gef­in á grund­velli nýrr­ar reglu­gerð­ar sem und­ir­rit­uð var í fyrra. Það tók nefnd­ina 252 daga að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu. Full­yrt hef­ur ver­ið að reglu­gerð­inni hafi ver­ið breytt eft­ir að Ragn­ar Kjart­ans­son leit­aði til Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur um að­stoð fyr­ir Pus­sy Riot.

Telur að traust erlendra stjórnvalda glatist ef upplýst sé um fjölda neyðarvegabréfa
Ráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fékk heimild til að gefa út sérstöku vegabréfin við undirritun reglugerðar sem tók gildi í apríl í fyrra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest að utanríkisráðuneytið hafi mátt neita að upplýsa Heimildina um hversu mörg neyðarvegabréf hafi verið gefin út á grundvelli reglugerðar sem utanríkisráðherra undirritaði í apríl í fyrra. Greint hefur verið frá því að reglugerðin hafi verið sett eftir að listamaðurinn Ragnar Kjartansson, sem hefur verið í framboði fyrir Vinstri græna, óskaði eftir aðstoð frá ríkisstjórninni fyrir hina rússnesku Mariu Alyokhina, aðgerð­­ar­sinna og liðs­­konu rús­s­­nesku pönkrokksveitarinnar Pussy Riot svo hún gæti flúið Rússland. 

Utanríkisráðuneytið vísaði til þess í umsögn til úrskurðarnefndarinnar að ef upplýsingarnar kæmust á vitorð erlendra stjórnvalda, sér í lagi stjórnvalda í heimalandi þess erlenda einstaklings sem fær útgefið íslenskt vegabréf af sérstökum ástæðum, gæti það haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki, sem myndi raska þeim almannahagsmunum sem eru verndarandlag 10. greinar upplýsingalaga. Þá gæti afhending upplýsinganna einnig haft áhrif á tiltrú og trúverðugleika íslenskra vegabréfa. Í úrskurði nefndarinnar er greint frá því að utanríkisráðuneytið hafi komið á framfæri viðbótarskýringum á fundi með úrskurðarnefndinni til fyllingar framangreindum sjónarmiðum. Ekki er tilgreint í úrskurðinum hvaða viðbótarskýringar þar sé um að ræða. 

Í niðurstöðu sinni segir úrskurðarnefndin að hún telji ótvírætt að gögnin sem óskað var eftir falli undir ákvæði 2. töluliðar 10. greinar upplýsingalaga. Sá liður veitir heimild til að tak­marka aðgang almenn­ings að gögnum þegar mik­il­vægir almanna­hags­munir krefj­ist og 2. töluliður heimilar slíka takmörkun þegar gögnin hafa að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjöl­þjóða­stofn­an­ir. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að hún fallist á „það mat ráðuneytisins að ef gögnin yrðu afhent kynni það að leiða til þess að traust erlendra stjórnvalda á íslenskum stjórnvöldum glataðist og þannig raska mikilvægum almannahagsmunum sem ákvæðinu er ætlað að vernda.“ 

Þar er ekki greint efnislega frá því með hvaða hætti nefndin telur það traust geta glatast.

Neyðarvegabréf við „sérstakar aðstæður“

Umrædd reglu­gerð var und­ir­rituð 26. apríl síð­ast­lið­inn. Í henni felst að Þór­­­dís Kol­brún Reyk­­­fjörð Gylfa­dóttir utan­­­­­rík­­­is­ráð­herra má nú óska þess að Útlend­inga­­­stofnun gefi út vega­bréf til útlend­ings „ef sér­­­stakar ástæður eru fyrir hend­i“. 

Í reglu­­gerð­inni er sér­­­stak­­­lega tekið fram að hægt sé að láta útlend­ing fá slíkt neyð­­­ar­­­vega­bréf jafn­­­vel þótt hann sé ekki lög­­­­­lega búsettur hér­­­­­lend­­­is. Ut­an­­­rík­­­is­ráð­herra má nú líka fela send­i­­­skrif­­­stofum Íslands og kjör­ræð­is­­­mönnum að gefa út neyð­­­ar­­­vega­bréf til útlend­ings til allt að eins mán­að­­­ar.

Kjarn­inn, sem hefur nú runnið inn í Heimildina, óskaði í maí í fyrra eftir upp­­­lýs­ingum um hversu mörg vega­bréf hefðu verið gefin út á þeim tæpa mán­uði sem lið­inn var síðan að reglu­­­gerðin tók gildi og hvenær þau voru útgef­in. Ekki var óskað eftir upplýsingum um hverjir hefðu fengið úthlutað slíkum vegabréfum.

Ráðu­­­neytið neit­aði að svara þeirri fyr­ir­­­spurn með vísum í 9. og 10. grein upp­­lýs­inga­laga. Kjarninn/Heimildin taldi að hvorug greinin ætti við um þá upp­­lýs­inga­beiðni sem send var, enda snýst hún um óper­­són­u­­grein­an­­lega töl­fræði.

Flúði RússlandMaria Alyokhina, meðlimur Pussy Riot, flúði heimaland sitt Rússland eftir að hafa verið úrskurðuð í vist í fangabúðum. Áður hafði hún verið inn og út úr fangelsum fyrir að hafa mótmælt stjórnarfari Pútíns.

For­­dæmi er fyrir því að utan­­­­­rík­­­is­ráðu­­­neytið veiti per­­­són­u­­­grein­an­­­legar upp­­­lýs­ingar um ein­stak­l­inga sem hafa fengið sér­­­­­stök vega­bréf. Það gerð­ist haustið 2005 þegar Mörður Árna­­­son, þáver­andi þing­­­maður Sam­­­fylk­ing­­­ar­inn­­­ar, spurði Geir H. Haarde, þáver­andi utan­­­­­rík­­­is­ráð­herra, um þá ein­stak­l­inga sem höfðu ann­­­ars vegar diplómat­ísk vega­bréf og hins vegar svokölluð þjón­ust­u­­­vega­bréf. Geir birti lista með nöfnum allra þeirra ein­stak­l­inga í svari við skrif­­legri fyr­ir­­spurn Marðar á Alþing­i. 

Kjarn­inn/Heimildin kærði ákvörðun utan­rík­is­ráðu­neytið um að svara ekki fyr­ir­spurn hans til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál. Kæran var tekin til meðferðar 23. maí í fyrra. Niðurstaða lá fyrir í gær, eða 252 dögum síðar. Sam­kvæmt lögum á nefndin að birta úrskurð í málum að jafn­aði innan 150 daga frá því að kæra er mót­tek­in. 

Hlutverk Ragnars Kjartanssonar

Þann 11. maí í fyrra birt­ist umfjöllun í New York Times um að listamaðurinn Ragn­ar Kjartansson, sem var fram­­bjóð­andi Vinstri grænna í síð­­­ustu kosn­­ing­um og hefur leikið í kosn­inga­aug­lýs­ingum fyrir flokk­inn ásamt því að styðja Katrínu Jak­obs­dóttur forsætisráðherra á opin­berum vett­vangi, hefði aðstoðað Alyokhina á flótta sínum frá Rús­s­landi. Í umfjöll­un­inni kom fram að Ragnar hefði fengið ónefnt Evr­­ópu­land til að gefa út ferða­skil­­ríki sem veitti Alyokhina sömu stöðu og íbúar Evr­­ópu­­sam­­bands­ins. Ferða­skil­­ríkj­unum var smyglað inn til Hvíta-Rús­s­lands svo hún gæti notað þau til að kom­­ast þaðan og yfir til Lit­há­ens.

Alyokhina not­aði í kjöl­farið þessi nýju ferða­skil­­ríki til að Pussy Riot gæti haldið tón­­leika­­ferð í Evr­­ópu. 

Stundin, sem nú er hluti af Heimildinni, greindi frá því þann 9. desember í fyrra að Alyokhina hefði fengið útgefið sér­stakt vega­bréf á Íslandi á grund­velli áðurnefndar reglu­gerðar. Í umfjölluninni sagði að fjöl­mið­ill­inn hefði heim­ildir fyrir því að Ragnar hefði leitað til Katrínar Jak­obs­dóttur um aðstoð við að tryggja Alyokhina íslenskt vega­bréf og það hafi leitt til þess að reglu­gerðin var sett.

Ragnar vildi hvorki játa því né neita í sam­tali við Stund­ina/Heimildina hvort Katrín hefði verið á meðal þeirra sem hann hafi þurft að sann­færa til að hægt væri að gefa út sér­stakt vega­bréfa fyrir Alyokhina. For­sæt­is­ráðu­neytið neit­aði að tjá sig um mál­efni ein­stak­linga í svari til Stund­ar­innar/Heimildarinnar en þar sagði að for­sæt­is­ráð­herra sam­gleðj­ist „bæði Mariu Alyokhina og félögum hennar í Pussy Riot að þau hafi tæki­færi til þess að nýta sér list­rænt og póli­tískt tján­ing­ar­frelsi sitt.“

Utan­rík­is­ráðu­neytið neit­aði líka að tjá sig efn­is­lega um mál­ið þegar Stundin/Heimildin leitaði eftir því.

Hægt er að lesa úrskurð nefndarinnar í heild sinni hér.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár