Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Stjórnvöld breyttu reglum eftir að vinur forsætisráðherra bað um það

Ragn­ar Kjart­ans­son mynd­list­ar­mað­ur seg­ir ekki mik­ið hafa þurft til þess að sann­færa ónefnda emb­ætt­is­menn um að hjálpa Mariu Alyok­hinu, með­lim Pus­sy Riot, að flýja Rúss­land í vor. Hvorki hann né Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra fást til að að svara því hvort stjórn­völd hafi breytt reglu­gerð um út­gáfu neyð­ar­vega­bréfa eft­ir að Ragn­ar, sem er yf­ir­lýst­ur stuðn­ings­mað­ur Katrín­ar, hafði sam­band við for­sæt­is­ráð­herra.

Stjórnvöld breyttu reglum eftir að vinur forsætisráðherra bað um það
Svarar ekki Forsætisráðherra neitar að svara því hvort hún hafi hlutist til um það með einhverjum hætti að reglugerð um útgáfu neyðarvegabréfa og ferðaskilríkja var breytt, eftir að vinur hennar og samflokksmaður leitaði til hennar. Engar upplýsingar fást um hversu margir og hverjir hafa notið góðs af þessari breytingu. Mynd: Philip Davali / Ritzau Scanpix / AFP

Íslensk stjórnvöld breyttu reglugerð um útgáfu íslenskra vegabréfa svo þau gætu aðstoðað Mariu Alyokhina, einn meðlim andófslistahópsins Pussy Riot, að flýja Rússland í apríl á þessu ári. Breytingin gerði utanríkisráðherra kleift að gefa út vegabréf til útlendings sem uppfyllir annars ekki skilyrði „ef sérstakar áðstæður eru fyrir hendi“, eins og stendur í reglugerðinni. Þessar sérstöku ástæður byggja á huglægu mati og því geðþótta hverju sinni. Í tilfelli Mariu flúði hún land í apríl síðastliðnum eftir að rússnesk yfirvöld höfðu dæmt hana í vist í fangabúðum. 

Þetta var gert að beiðni Ragnars Kjartanssonar myndlistarmanns, sem hjálpaði til við flóttann eftir að hafa kynnst Mariu í Moskvu í desember 2021 við opnun á sýningunni Santa Barbara. Ragnar hefur lengi verið yfirlýstur stuðningsmaður Katrínar og VG, og var til að mynda á lista flokksins við síðustu þingkosningar.

Maria hafði fyrst orð á því að Ragnar hafi hjálpað til við flóttann í …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu