Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Krefjast þess að miðlunartillagan verði felld úr gildi

Efl­ing hef­ur lagt fram stjórn­sýslukæru til fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins, þar sem þess er kraf­ist að miðl­un­ar­til­laga rík­is­sátta­semj­ara verði felld úr gildi. Ein­ung­is ein miðl­un­ar­til­laga frá embætt­inu hef­ur ver­ið felld í at­kvæða­greiðslu það sem af er öld­inni.

Krefjast þess að miðlunartillagan verði felld úr gildi
Kæra Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Mynd: Bára Huld Beck

Efling lagði í dag fram stjórnsýslukæru til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna miðlunartillögunnar sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram í deilu stéttarfélagsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir helgi.

Krafa Eflingar er að miðlunartillagan verði felld úr gildi, meðal annars vegna skorts á samráði við Eflingu. Í kærunni segir að ljóst sé að ríkissáttasemjari hafi þegar verið búinn að taka ákvörðun um að leggja miðlunartillöguna fram áður en hann fundaði með samninganefndum deiluaðila síðasta fimmtudagsmorgun kl. 9:30. Þá hafi einnig verið búið að boða til blaðamannafundar þann sama dag kl. 11 til þess að kynna miðlunartillöguna. Því liggi fyrir að samráðið við Eflingu hafi ekki verið neitt.

Í kæru Eflingar kemur einnig fram að skort hafi á réttmæti, meðalhóf og jafnræði við töku ákvörðunarinnar og í þeim efnum er vísað bæði til stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu.

Til viðbótar er í kærunni vikið að „vanhæfi ríkissáttasemjara“ og vísað til þess að í lögum sé eitt hæfisskilyrða sáttasemjara það að „afstaða hans sé slík að telja megi hann óvilhallann í málum launafólks og atvinnurekenda“. Í kæru Eflingar eru svo færð rök fyrir því að framlagning miðlunartillögunnar í síðustu viku hafi verið með þeim hætti „draga megi óhlutdrægni“ ríkissáttasemjara og annars starfsfólks embættisins „í efa með réttu“. 

Efling gerir kröfu um að réttaráhrifum miðlunartillögunnar verði frestað á meðan málið er til meðferðar hjá ráðuneytinu.

Kennarar í löngu verkfalli síðastir til að fella miðlunartillögu

Frá því að embætti ríkissáttasemjara var stofnað árið 1980 hafa ríkissáttasemjarar hvers tíma alls lagt fram 35 miðlunartillögur.

Miðlunartillagan umdeilda sem ríkissáttasemjari lagði fram í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er því sú 36. í röðinni.

Samkvæmt samantekt sem Heimildin fékk frá embætti ríkissáttasemjara hafa tíu af þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram verið felldar, þar af ein einungis hjá hluta stéttarfélaga sem um hana greiddu atkvæði.

Ljóst er að í öll þau skipti hefur þurft mun færri atkvæði til en í yfirstandandi kjaradeilu Eflingar, en ef og þegar gengið verður til atkvæða um miðlunartillöguna verða yfir 20 þúsund manns á kjörskránni. Það þýðir að rúmlega fimm þúsund manns þurfa að greiða atkvæði gegn samþykkt tillögunnar, svo hún teljist felld.

Kennarar þeir einu sem hafa fellt miðlunartillögu frá aldamótum

Einungis ein miðlunartillaga frá Ríkissáttasemjara hefur verið felld frá aldamótum, en það var miðlunartillaga í hinu harðvítuga kennaraverkfalli sem lamaði skólastarf í landinu á haustmánuðum ársins 2004. 

Þar voru alls 4.984 kennarar á kjörskrá og tóku 92,64 prósent þeirra þátt í atkvæðagreiðslunni. Tæp 93 prósent kennara sögðu nei. Í kjölfarið settu stjórnvöld lög á sjö vikna langt verkfall kennara og vísuðu deilunni til gerðardóms.

Aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram á þessari öld hafa talist samþykktar eftir atkvæðagreiðslu, síðast miðlunartillaga í deilu hjúkrunarfræðinga við ríkið sem samþykkt var í lok júní árið 2020.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár