Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1012. spurningaþraut: Jahérna, kominn febrúar!

1012. spurningaþraut: Jahérna, kominn febrúar!

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða nýlegu og vinsælu bíómynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrrum var þrennt sagt óteljandi á Íslandi. Í fyrsta lagi voru það eyjarnar ... hvar?

2.  Í öðru lagi var um að ræða hólana í ... í hverju?

3.  Og í þriðja lagi voru tiltekin vötn sögð óteljandi. Það voru vötnin ... hvar?

4.  Hversu margar eru tilnefningar til Óskarsverðlauna í hverjum flokki, nema einum?

5.  Í flokknum „besta kvikmyndin“ er þó annar fjöldi tilnefninga. Hversu margar myndir eru tilnefndar í þessum flokki?

6.  Þjóðskrá birti nýlega tölur um íslenska ríkisborgara sem búsettir eru erlendis. Hve margir reyndust þeir vera? Hér má skeika fimm þúsund manns til eða frá.

7.  Élisabeth Borne hefur verið forsætisráðherra í tilteknu stóru Evrópulandi síðan í maí 2022. Hún er þó ekki mesti valdamaður landsins. Í hvaða landi er Borne forsætisráðherra?

8.  Hver leikstýrði kvikmyndinni Börn náttúrunnar?

9.  Nýlega fannst tiltekin dýrategund í regnskógunum í Panama. Vísindamenn nefndu dýrið á latínu Pristimantis gretathunbergae, vitaskuld eftir sænska aktífistanum Gretu Thunberg. En hvers konar dýr er Pristimantis gretathunbergae?

10.  Hvað ætli heiti annars höfuðborgin í Panama?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir eyjan hér nokkurn veginn fyrir miðri mynd?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Á Breiðafirði.

2.  Í Vatnsdal.

3.  Á Arnarvatnsheiði. Einnig fæst rétt fyrir Tvídægru en þær heiðar tvær liggja hvor að annarri.

4.  Fimm.

5.  Tíu.

6.  Þjóðskrá gaf upp töluna 48.951. Ef við hækkum það upp í 49 þúsund telst allt frá 44 þúsund og upp í 54 þúsund vera rétt.

7.  Frakklandi.

8.  Friðrik Þór Friðriksson.

9.  Froskur.

Pristimantis gretathunbergae

10.  Panama, eða Ciudad de Panamá, það er að segja Panama-borg.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri mynd er úr kvikmyndinni um Gosa.

Öðru nafni Pinocchio, en svo heitir myndin á ensku.

Myndinni stýrði Guillermo del Toro.

Eyjan á neðri myndinni er hins vegar Korsíka.

Ég sneri kortinu á Google Earth svolítið og hallaði því líka.

En á „venjulegri“ mynd er Korsíka svona í sveit sett:

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár