Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1012. spurningaþraut: Jahérna, kominn febrúar!

1012. spurningaþraut: Jahérna, kominn febrúar!

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða nýlegu og vinsælu bíómynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrrum var þrennt sagt óteljandi á Íslandi. Í fyrsta lagi voru það eyjarnar ... hvar?

2.  Í öðru lagi var um að ræða hólana í ... í hverju?

3.  Og í þriðja lagi voru tiltekin vötn sögð óteljandi. Það voru vötnin ... hvar?

4.  Hversu margar eru tilnefningar til Óskarsverðlauna í hverjum flokki, nema einum?

5.  Í flokknum „besta kvikmyndin“ er þó annar fjöldi tilnefninga. Hversu margar myndir eru tilnefndar í þessum flokki?

6.  Þjóðskrá birti nýlega tölur um íslenska ríkisborgara sem búsettir eru erlendis. Hve margir reyndust þeir vera? Hér má skeika fimm þúsund manns til eða frá.

7.  Élisabeth Borne hefur verið forsætisráðherra í tilteknu stóru Evrópulandi síðan í maí 2022. Hún er þó ekki mesti valdamaður landsins. Í hvaða landi er Borne forsætisráðherra?

8.  Hver leikstýrði kvikmyndinni Börn náttúrunnar?

9.  Nýlega fannst tiltekin dýrategund í regnskógunum í Panama. Vísindamenn nefndu dýrið á latínu Pristimantis gretathunbergae, vitaskuld eftir sænska aktífistanum Gretu Thunberg. En hvers konar dýr er Pristimantis gretathunbergae?

10.  Hvað ætli heiti annars höfuðborgin í Panama?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir eyjan hér nokkurn veginn fyrir miðri mynd?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Á Breiðafirði.

2.  Í Vatnsdal.

3.  Á Arnarvatnsheiði. Einnig fæst rétt fyrir Tvídægru en þær heiðar tvær liggja hvor að annarri.

4.  Fimm.

5.  Tíu.

6.  Þjóðskrá gaf upp töluna 48.951. Ef við hækkum það upp í 49 þúsund telst allt frá 44 þúsund og upp í 54 þúsund vera rétt.

7.  Frakklandi.

8.  Friðrik Þór Friðriksson.

9.  Froskur.

Pristimantis gretathunbergae

10.  Panama, eða Ciudad de Panamá, það er að segja Panama-borg.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri mynd er úr kvikmyndinni um Gosa.

Öðru nafni Pinocchio, en svo heitir myndin á ensku.

Myndinni stýrði Guillermo del Toro.

Eyjan á neðri myndinni er hins vegar Korsíka.

Ég sneri kortinu á Google Earth svolítið og hallaði því líka.

En á „venjulegri“ mynd er Korsíka svona í sveit sett:

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotaþolinn tekur skellinn
4
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
5
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár