Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1011. spurningaþraut: Hér er spurt um Margréti Skúladóttur, ójá

1011. spurningaþraut: Hér er spurt um Margréti Skúladóttur, ójá

Fyrri aukaspurning:

Hver er á myndinni hér að ofan? Listamannsnafnið nægir.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða ár var Rauði krossinn stofnaður? Var það 1763 — 1813 — 1863 — eða 1913?

2.  Margrét Skúladóttir gegndi fyrst allra kvenna ákveðnu embætti eða tign á Íslandi, en aðeins í eitt ár og á 13. öld. Að minnsta kosti ef við lítum söguna hefðbundnum skilningi. Hver var Margrét Skúladóttir?

3.  Karl einn hét að tveim skírnarnöfnum Alphonse Gabriel og fæddist 1899. Hann gerðist glæpamaður og varð frægur sem slíkur. Hvað var ættarnafn hans?

4.  Hvaða borg tengist nafni hans helst?

5.  Hvaða frægi flotaforingi var eineygður?

6.  Frægur fótboltakappi af karlkyni á síðasta áratug síðustu aldar nefndist Romario. Fyrir hvaða landslið keppti hann?

7.  Fyrir hvaða flokk situr Hildur Sverrisdóttir á þingi?

8.  En Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir?

9.  Árið 1967 samdi Frakkinn Jacques Revaux lag sem var að endingu gefið út í Frakklandi, sungið af Comme d'habitude“ sem þýðir „Eins og venjulega“ og textinn lýsir sambandi elskenda sem orðið er þreytt og lúið. Lagið naut þokkalegra vinsælda í Frakklandi en þegar Bandaríkjamaður keypti réttinn að laginu og gaf það út í Bandaríkjunum með allt öðrum texta og um allt annað efni, þá urðu vinsældir þess gríðarlegar. Undir hvaða nafni þekkjum við nú þetta franska lag sem öðlaðist þannig nýtt líf í Bandaríkjunum?

10.  Hver söng lagið í Bandaríkjunum og 1969 og gerði það heimsfrægt?

***

Síðari aukaspurning:

Hvað heitir þessi prinsessa?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  1863

2.  Hún var drottning Noregs og þar með fyrsta drottning Íslands líka þegar eiginmaður hennar Hákon gamli náði yfirráðum á Íslandi 1262 — ef við förum að hefðbundinni söguskoðun. Hákon lést ári síðar. 

3.  Capone.

4.  Chicago.

5.  Nelson.

6.  Brasilíu.

7.  Sjálfstæðisflokkinn.

8.  Pírata.

9.  My Way.

10.  Frank Sinatra.

***

Á efri myndinni er allsherjar skemmtikrafturinn Divine.

Á neðri myndinni er allsherjar prinsessan Ariel úr Litlu hafmeyjunni.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár