Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stjórn Eflingar lýsir yfir vantrausti á ríkissáttasemjara

Í álykt­un stjórn­ar Efl­ing­ar seg­ir að rík­is­sátta­semj­ari hafi gert grófa til­raun til að svipta fé­lags­menn Efl­ing­ar samn­ings­rétti sín­um. Hann hafi ekki sýnt minnsta áhuga á að kynna sér rök­semd­ir samn­inga­nefnd­ar Efl­ing­ar í yf­ir­stand­andi kjara­deilu.

Stjórn Eflingar lýsir yfir vantrausti á ríkissáttasemjara
Efling Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stjórn Eflingar samþykkti á fundi sem haldinn var í dag ályktun sem felur í sér að vantrausti er lýst á Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara. Það er gert í kjölfar þess að hann lagði fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) sem felur í sér að allir félagsmenn Eflingar á almennum vinnumarkaði muni greiða atkvæði um kjarasamning sambærilegan þeim sem önnur fé­lög Starfsgreinasambandsins hafa þeg­ar und­ir­rit­að. 

Í ályktuninni fordæmis stjórn Eflingar vinnubrögð Aðalsteins og segja hann ekki hafa sýnt minnsta áhuga á því að kynna sér, greina eða taka mark á röksemdum samninganefndar Eflingar í deilunni. „Algjör vanræksla ríkissáttasemjara á því að hafa röksemdir samninganefndar Eflingar til nokkurrar hliðsjónar er nú öllum almenningi ljós í miðlunartillögu sem hann lagði fram í morgun. Með miðlunartillögunni á að þröngva kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og SA upp á félagsfólk Eflingar, þrátt fyrir að samninganefnd Eflingar hafi ítrekað komið því með málefnalegum hætti á framfæri að sá samningur mætir ekki þörfum félagsfólks og tekur ekki tillit til aðstæðna þeirra. Sá samningur sem ríkissáttasemjari ætlar sér að neyða upp á félagsfólk Eflingar myndi hafa þær afleiðingar að stórir hópar félagsfólk fengju að meðaltali allt að 20 þúsund lægri hækkanir en félagsmannahópur SGS félaganna.“

Efling segir ríkissáttasemjara hafa nú gert grófa tilraun til að svipta Eflingu sjálfstæðum samningarétti sínum. „Sú miðlunartillaga sem hann hefur lagt fram er að mati stjórnar Eflingar ólögmæt. Engin tilraun var gerð af hálfu ríkissáttasemjara til að ræða tillöguna við formann eða samninganefnd félagsins. Formanni Eflingar var einfaldlega afhent tillagan um það bil klukkutíma áður en ríkissáttasemjari hélt sérstakan blaðamannafund til að upplýsa um hana.“

Ríkissáttasemjari hafi með vinnubrögðum sínum ekki aðeins svívirt allar hefðir í samskiptum aðila vinnumarkaðarins og unnið orðspori embættisins skaða, heldur hafi hann beinlínis brotið ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur, þar sem skýrt sé kveðið á um samráð og rými til athugasemda þegar gripið sé til þess neyðarúrræðis sem miðlunartillaga er. „Með hliðsjón af ofangreindu lýsir stjórn Eflingar vantrausti á ríkissáttasemjara.“

Fram kom í frétt RÚV í dag að ríkissáttasemjari vísi fullyrðingum um ólögmæti miðlunartillögu hans í kjaradeilu Eflingar og SA á bug. Hann segir deiluaðila ekki hafa íhlutunarrétt eða neitunarvald um tillöguna. Þá segir hann af og frá að verið sé að þröngva samningi SA upp á félagsmenn Eflingar.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það hvergi skrifað í lög að verkalýðsfélagi beri skylda til þess að afhenda ríkissátta-semjara félagaskrá. Heldur ekki á síðu ríkissáttasemjara. Síðan má auðvitað spyrja sig af hvort slíkt sé leyfilegt þegar tekið er tillit til persónuverndarlaga
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Sátti, öllu trausti rúinn

    Vandi fylgir vegsemd hverri

    Nú er það ljóst sem mörgum hefur fundist að undanförnu að þessi aðili sem ráðinn hefur verið sáttasemjari væri ekki hlutlaus í vinnudeilum sem hann á að vera samkvæmt lögum.

    Hefur hann nú brugðist því trausti því sem nauðsynlegt að slíkur aðili verður að hafa frá öllum aðilum sem koma að kjarasamningagerð. Til að geta verið sáttasemjari.

    Honum hefur ekki tekist að vera sáttasemjari og sætta sjónarmið Eflingu og samtaka atvinnurekenda um ákveðna lausn á kjarasamningi.

    Þetta sem maðurinn kallar miðlunartillögu sem er ekki slík málamiðlun.

    Er með rétti gæti talist vera miðlunartillaga þar sem farið er bil beggja aðila heldur leggur hann fram óbreytt tilboð samtaka atvinnurekenda eins það hefur verið undanfarna daga.

    Tilboð sem Efling hefur hafnað.

    Hér er ruðst fram með valdboði og það gert án þess að fullreynt hafi verið með að ná samningum. Hér er gerð atlaga að lagalegum rétti Eflingar til að takast á við hrikalegt vandamál nær helmings félaga Eflingar sem er á leigumarkaði.

    Þótt að í fljótu bragði væri hægt að álykta sem svo að samtök atvinnurekenda fagnaði þessum tilburðum sáttasemjara.

    En það getur varla verið því gangi vilji sáttasemjara eftir munu samskipti þessara aðila verða hin grimmustu allt samningstímabilið er viðheldur einnig klofningi innan ASÍ og innan SGS.

    Ef þetta færi á þann veg sem sáttasemjari vonar er átök-unum bara frestað og þau verða bara enn grimmari en þau hefðu þurft að vera. Það er ekki eins og SA kýs að verði.

    Það hefur allan tíman verið augljóst að það þyrfti að koma opinberum aðilum að vandamálinu enda eru það þeir aðilar sem hafa brugðist láglaunafólki í húsnæðis-málum. Það vissu atvinnurekendur mæta vel og einnig hótelrekendur. Það vissu einnig félögin í SGS.

    Það eru einnig brýnir hagsmunir atvinnurekenda á höfuðborgarsvæðinu að þessi húsnæðismál verði leyst.

    Fram kom á fundinum að sáttasemjari hafði fyrst og fremst áhyggjur af fyrirtækjunum í ferðaþjónustu, en ekki af lífsafkomu starfsfólksins. Getur verið að kallinn sé haldinn fordómum gagnvart erlendu verkafólki?
    1
  • Anna Á. skrifaði
    Maðkur er í mysu ríkissáttasemjara.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár