Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Vill að eldsneytisbirgðir dugi í 90 daga

Ráð­herra hef­ur kynnt áform um frum­varp til laga um neyð­ar­birgð­ir eldsneyt­is í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Vill að eldsneytisbirgðir dugi í 90 daga
Guðlaugur Þór Þórðarson. Mynd: Stundin

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kynnt áform um frumvarp til laga um neyðarbirgðir eldsneytis í samráðsgátt stjórnvalda. Samkvæmt þeim á að leggja þá skyldu á söluaðila að þeir viðhaldi jarðefnaeldsneytisbirgðum sem jafngildi notkun til 90 daga. Birgðir hérlendis þurfa að duga í 60 daga en auk þess eiga söluaðilar að sýna fram á að þeir geti uppfyllt allt að 30 daga með tryggingu í birgðum erlendis. Birgðaskylduna á að innleiða í skrefum yfir sjö ára tímabil og verði áformin að lögum mun Orkustofnun fara með eftirlit með framkvæmd þeirra. 

Í mati á áhrifum áformanna kemur fram að búist sé við því að þau leiði af sér kostnað fyrir söluaðila eldsneytis sem gert sé ráð fyrir að velti út í verðlag. Það muni á hinn bóginn  hafa í för með sér tekjuaukningu ríkissjóðs í formi virðisauka.

Nægt framboð forsenda öryggis

Í greinargerð með drögunum er nauðsyn lagasetningarinnar rökstudd með því að í íslenskri löggjöf sé ekki tilgreindur aðili sem beri ábyrgð á að til séu neyðarbirgðir eldsneytis eða hversu miklar þær skulu vera. „Engin krafa er sett á stjórnvöld eða atvinnulíf að halda uppi lágmarksbirgðum eldsneytis sem nýta mætti í aðstæðum sem takmarka eða útiloka afgreiðslu eldsneytis til Íslands. Á meðan Ísland er háð jarðefnaeldsneyti getur skortur á því takmarkað mjög hefðbundna virkni samfélagsins. Vöruflutningar, samgöngur og atvinnulíf getur lamast ef ekki er til taks orkugjafi til að knýja slíkt áfram.“ 

Í orkustefnu Íslands til ársins 2050 kemur fram að nægt framboð eldsneytis sé forsenda öryggis á fjölmörgum sviðum, m.a. fæðuöryggis, almennra samgangna, löggæslu og sjúkraflutninga. Þar er gert ráð fyrir að öryggisbirgðir olíu verði tiltækar í því skyni að tryggja orkuöryggi og efnahagslegan stöðugleika þar til orkuskiptum verði náð.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ASG
    Arni Stefan Gylfason skrifaði
    þetta er rugl, þegar verð erlendis hækkar eru alltaf til nægar birgðir en þegar það lækkar er allt búið.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár