Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Vill að eldsneytisbirgðir dugi í 90 daga

Ráð­herra hef­ur kynnt áform um frum­varp til laga um neyð­ar­birgð­ir eldsneyt­is í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Vill að eldsneytisbirgðir dugi í 90 daga
Guðlaugur Þór Þórðarson. Mynd: Stundin

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kynnt áform um frumvarp til laga um neyðarbirgðir eldsneytis í samráðsgátt stjórnvalda. Samkvæmt þeim á að leggja þá skyldu á söluaðila að þeir viðhaldi jarðefnaeldsneytisbirgðum sem jafngildi notkun til 90 daga. Birgðir hérlendis þurfa að duga í 60 daga en auk þess eiga söluaðilar að sýna fram á að þeir geti uppfyllt allt að 30 daga með tryggingu í birgðum erlendis. Birgðaskylduna á að innleiða í skrefum yfir sjö ára tímabil og verði áformin að lögum mun Orkustofnun fara með eftirlit með framkvæmd þeirra. 

Í mati á áhrifum áformanna kemur fram að búist sé við því að þau leiði af sér kostnað fyrir söluaðila eldsneytis sem gert sé ráð fyrir að velti út í verðlag. Það muni á hinn bóginn  hafa í för með sér tekjuaukningu ríkissjóðs í formi virðisauka.

Nægt framboð forsenda öryggis

Í greinargerð með drögunum er nauðsyn lagasetningarinnar rökstudd með því að í íslenskri löggjöf sé ekki tilgreindur aðili sem beri ábyrgð á að til séu neyðarbirgðir eldsneytis eða hversu miklar þær skulu vera. „Engin krafa er sett á stjórnvöld eða atvinnulíf að halda uppi lágmarksbirgðum eldsneytis sem nýta mætti í aðstæðum sem takmarka eða útiloka afgreiðslu eldsneytis til Íslands. Á meðan Ísland er háð jarðefnaeldsneyti getur skortur á því takmarkað mjög hefðbundna virkni samfélagsins. Vöruflutningar, samgöngur og atvinnulíf getur lamast ef ekki er til taks orkugjafi til að knýja slíkt áfram.“ 

Í orkustefnu Íslands til ársins 2050 kemur fram að nægt framboð eldsneytis sé forsenda öryggis á fjölmörgum sviðum, m.a. fæðuöryggis, almennra samgangna, löggæslu og sjúkraflutninga. Þar er gert ráð fyrir að öryggisbirgðir olíu verði tiltækar í því skyni að tryggja orkuöryggi og efnahagslegan stöðugleika þar til orkuskiptum verði náð.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ASG
    Arni Stefan Gylfason skrifaði
    þetta er rugl, þegar verð erlendis hækkar eru alltaf til nægar birgðir en þegar það lækkar er allt búið.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár