Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Vill að eldsneytisbirgðir dugi í 90 daga

Ráð­herra hef­ur kynnt áform um frum­varp til laga um neyð­ar­birgð­ir eldsneyt­is í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Vill að eldsneytisbirgðir dugi í 90 daga
Guðlaugur Þór Þórðarson. Mynd: Stundin

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kynnt áform um frumvarp til laga um neyðarbirgðir eldsneytis í samráðsgátt stjórnvalda. Samkvæmt þeim á að leggja þá skyldu á söluaðila að þeir viðhaldi jarðefnaeldsneytisbirgðum sem jafngildi notkun til 90 daga. Birgðir hérlendis þurfa að duga í 60 daga en auk þess eiga söluaðilar að sýna fram á að þeir geti uppfyllt allt að 30 daga með tryggingu í birgðum erlendis. Birgðaskylduna á að innleiða í skrefum yfir sjö ára tímabil og verði áformin að lögum mun Orkustofnun fara með eftirlit með framkvæmd þeirra. 

Í mati á áhrifum áformanna kemur fram að búist sé við því að þau leiði af sér kostnað fyrir söluaðila eldsneytis sem gert sé ráð fyrir að velti út í verðlag. Það muni á hinn bóginn  hafa í för með sér tekjuaukningu ríkissjóðs í formi virðisauka.

Nægt framboð forsenda öryggis

Í greinargerð með drögunum er nauðsyn lagasetningarinnar rökstudd með því að í íslenskri löggjöf sé ekki tilgreindur aðili sem beri ábyrgð á að til séu neyðarbirgðir eldsneytis eða hversu miklar þær skulu vera. „Engin krafa er sett á stjórnvöld eða atvinnulíf að halda uppi lágmarksbirgðum eldsneytis sem nýta mætti í aðstæðum sem takmarka eða útiloka afgreiðslu eldsneytis til Íslands. Á meðan Ísland er háð jarðefnaeldsneyti getur skortur á því takmarkað mjög hefðbundna virkni samfélagsins. Vöruflutningar, samgöngur og atvinnulíf getur lamast ef ekki er til taks orkugjafi til að knýja slíkt áfram.“ 

Í orkustefnu Íslands til ársins 2050 kemur fram að nægt framboð eldsneytis sé forsenda öryggis á fjölmörgum sviðum, m.a. fæðuöryggis, almennra samgangna, löggæslu og sjúkraflutninga. Þar er gert ráð fyrir að öryggisbirgðir olíu verði tiltækar í því skyni að tryggja orkuöryggi og efnahagslegan stöðugleika þar til orkuskiptum verði náð.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ASG
    Arni Stefan Gylfason skrifaði
    þetta er rugl, þegar verð erlendis hækkar eru alltaf til nægar birgðir en þegar það lækkar er allt búið.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár