Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkissáttasemjari lætur Eflingarfólk greiða atkvæði um það sem SA hafa lagt á borðið

Að­al­steinn Leifs­son rík­is­sátta­semj­ari hef­ur lagt fram miðl­un­ar­til­lögu í deilu Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Hún fel­ur í sér að all­ir fé­lags­menn Efl­ing­ar á al­menn­um vinnu­mark­aði munu greiða at­kvæði um kjara­samn­ing sam­bæri­leg­an þeim sem önn­ur fé­lög Starfs­greina­sam­bands­ins hafa þeg­ar und­ir­rit­að við SA.

Ríkissáttasemjari lætur Eflingarfólk greiða atkvæði um það sem SA hafa lagt á borðið
Miðlunartillaga Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur ákveðið að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og SA. Mynd: Af vef stjórnarráðsins

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem felur í sér að allir félagsmenn Eflingar á almennum vinnumarkaði munu kjósa um kjarasamning sambærilegan þeim sem önnur félög innan Starfsgreinasambandins hafa þegar gert og að samningurinn feli í sér afturvirkar greiðslur frá 1. nóvember.

Þetta tilkynnti ríkissáttasemjari á blaðamannafundi sem hófst kl. 11 í dag.

Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur telst miðlunartillaga felld í atkvæðagreiðslu ef meira en helmingur greiddra atkvæða er á móti henni og ef mótatkvæðin eru fleiri en fjórðungur atkvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá.

Atkvæðagreiðslan verður rafræn, hefst á laugardag og á að standa yfir þar til síðdegis á þriðjudag.

Til þess að fella miðlunartillöguna þurfa ríflega fimm þúsund félagsmenn Eflingar að greiða atkvæði gegn henni, en yfir 20 þúsund manns starfa samkvæmt samningum Eflingar á almennum vinnumarkaði. Ef miðlunartillagan er ekki felld, telst kjarasamningur á grundvelli hennar samþykktur.

Efling hafnar lögmæti tillögunnar

Efling hefur sent frá sér tilkynningu, þar sem fram kemur að stéttarfélagið hafni lögmæti miðlunartillögunnar á þeim grundvelli að ríkissáttasemjari hafi ekki farið eftir ákvæðum laga um samráð við deiluaðila, sem beri að viðhafa áður en tillaga er lögð fram. 

EflingÞau þungu skilyrði sem eru fyrir því að fella miðlunartillögu sáttasemjara eru sögð bæði íþyngjandi og ólýðræðisleg, í tilkynningu frá Eflingu.

„Tillagan var lögð fram með óeðlilegum flýti og án samráðs við Eflingu,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Auk þess segir þar að miðlunartillagan gangi „gegn öllum venjum í samskiptum aðila vinnumarkaðarins, þar sem tíðkast hefur að miðlunartillögur fari bil beggja“.

„Hin svokallaða miðlunartillaga felur í sér að afstöðu annars aðilans er þröngvað upp á hinn. Tillagan er algjörlega samhljóða síðasta tilboði Samtaka atvinnulífsins. Ekkert tillit var tekið til sjónarmiða Eflingar í tillögunni. Efling fordæmir þessi vinnubrögð,“ segir í tilkynningu Eflingar.

Útlit fyrir áframhaldandi ófrið

Ríkissáttasemjari sagði á blaðamannafundinum að það hefði kristallast á síðasta fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að engin leið væri að frekar samtali á milli samningsaðila að það sem blasti við væru verkföll og jafnvel verkbönn og að afturvirkni í samningum yrði slegin út af borðinu af hálfu Samtaka atvinnulífsins.

Útlit væri fyrir að haldið yrði áfram á „einhverri ófriðarvegferð“ sem kæmi til með að hafa áhrif á samfélagið allt. 

Aðalsteinn svaraði spurningum fréttafólks á fundinum og sagði meðal annars enga leið fyrir hann, fremur en nokkurn annan, að vita hver niðurstaðan úr atkvæðagreiðslu á meðal allra félagsmanna Eflingar yrði. Það þyrfti að koma í ljós.

Hann lagði áherslu á að hann teldi rétt að Eflingarfélagar fengju kost á að taka afstöðu til þess að gera kjarasamning með sömu launahækkunum og önnur félög SGS hafa þegar samið um við Samtök atvinnulífsins og einnig að félagsmenn fengju allir að greiða atkvæði um hvort þeir vildu taka áhættuna á því að afturvirkni samninga myndi renna þeim úr greipum. 

Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa sagt að afturvirkni kjarasamninga frá 1. nóvember verði ekki á borðinu, ef gripið verði til verkfallsaðgerða en forsvarsmenn Eflingar hafa sagt að áfram verði gerð krafa um að samningar verði afturvirkir. 

Á Aðalsteini var að heyra að hann teldi trúverðugt að Samtök atvinnulífsins myndu ekki hnika frá þeirri línu sem mörkuð hefur verið af hálfu samtakanna í þeim efnum.

Hann sagði mikið undir í þessum efnum fyrir félagsfólk Eflingar, og vísaði í þeim efnum til greinar Katrín Ólafsdóttir dósent í hagfræði skrifaði á vef Heimildarinnar í gær.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (11)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gísli Sváfnisson skrifaði
    Verkalýðsfélögin um allt land hljóta að fordæma svona valdníðslu gagnvart samnings- og verkfallsrétti félagsmanna sinna. Að sáttasemjari ríkisins dragi taum atvinnurekenda er ekki upp á marga fiska!
    2
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Furðulegt ef þetta er löglegt.
    Hér er verið að taka samningsréttin af Eflingu og láta SA einhliða ákveða kjörin.
    Það er nefnilega ekki nóg að meirihluti þeirra sem kjósa hafni tillögu ríkissáttasemjara.
    Fjórðungur þeirra sem hafa atkvæðarétt verða að kjósa gegn tillögunni til að koma í veg fyrir að hún verði samþykkt. Það krefst mun meiri þátttöku í kosningunni en vaninn er.
    Mér sýnist að flest bendi til að ríkissáttasemjari sé alls ekki starfi sínu vaxinn.
    2
  • JT
    Jón Torfason skrifaði
    Er ekki upplagt að leggja þessa sömu tillögu fyrir BHM, það mundi spara tíma og þetta sífellda "vesen" við samninga? Eða láta þessa tillögu bara gilda fyrir alla héðan í frá.
    5
  • Guðrún Konný Pálmadóttir skrifaði
    Óskiljanlegt með öllu!
    2
  • HHH
    Hólmgeir Helgi Hákonarson skrifaði
    Á hvaða vegferð er þessi ríkissáttasemjari.
    1
    • Jón Ragnarsson skrifaði
      Eftir för handboltalandliðsins á heimsmeistaramótið virðist aðalmálið að skipta um þjálfara ? Mér sýnist ríkissáttasemjari hafa tekið þetta til sín ,og þess vegna lagt ,, tillögu SA" sem sína tillögu , og ákveðið að hann eigi ekki að halda áfram að vera í starfi ?
      0
  • Mjög undarleg nálgun að þröngva inn atkvæðagreiðslu á samning sem Efling bjó ekki til. Engin málamiðlun um að hittast á miðri leið, bara sama samning og aðrir. Þetta verður eflaust til þess að hella bensín á eldinn.
    5
    • Hafþór Bryndísarson skrifaði
      Já þetta er frekar furðuleg aðferð til sáttaumleitana, í tilfellinu þar sem þetta tekst ekki verður þessi tilraun örugglega olía á eldinn. Ef það hefði allavega verið einhver málamynda tilraun til að mætast á miðri leið hefði það hinsvegar verið mun ólíklegra til að valda meiri erjum í framhaldinu.
      5
  • BG
    Birna Gunnarsdóttir skrifaði
    Ef aðeins það væri vinstriflokkur í ríkisstjórn, og sá flokkur jafnvel með ráðuneyti félags- og vinnumarkaðsmála á sínu forræði, þá gæti svona fasismi aldrei viðgengist.
    7
  • Hafþór Bryndísarson skrifaði
    Hvernig er hægt að kalla það 'miðlunartillögu' að leggja bara fram það sama og SA lagði fram?
    8
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Þetta er ekki viturleg tillaga. Þarna er ríkissáttasemjari að draga taum SA og gera lítið úr forystu Eflingar. Ég hefði haldið að ríkissáttasemjari gæti ekki leyft sér slíkt?
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár