Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þingmenn Vinstri grænna vilja auðlindagjald á vindorku

Fimm þing­menn flokks for­sæt­is­ráð­herra hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að vind­ur verði skil­greind­ur sem sam­eig­in­leg auð­lind þjóð­ar. Starfs­hóp­ur, sem inni­held­ur með­al ann­ars einn fyrr­ver­andi þing­mann Vinstri grænna, á að skila drög­um að frum­varpi til laga um sama efni í næstu viku.

Þingmenn Vinstri grænna vilja auðlindagjald á vindorku
Þingflokksformaður Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, er á meðal annarra sem standa að henni. Mynd: Eyþór Árnason

Fimm þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, eigi að leggja fram frumvarp til laga sem tryggi hlut þjóðarinnar í arðinum af nýtingu vindorku til raforkuframleiðslu með innheimtu auðlindagjalds. Þar er einnig farið fram á að vindur verði skilgreindur í lögum sem sameiginleg auðlind í eigu þjóðarinnar. Orðrétt segir í tillögunni: „Sátt um uppbyggingu vindorkuvera og það hvernig arðurinn af nýtingu þessarar nýju auðlindar nýtist samfélaginu er forsenda þess að hér verði unnt að ráðast í uppbyggingu vindorkuvera.“

Lagt er til að gjaldið endurspegli hlutdeild þjóðarinnar í arði af auðlindinni og að úthlutun leyfis til nýtingar á vindi til orkuframleiðslu sé tímabundin heimild til skilyrtra afnota sem leiði hvorki til beins eignarréttar né varanlegs nýtingar- og ráðstöfunarréttar auðlindarinnar.

Tillagan er lögð fram af þeim fimm þingmönnum flokksins sem nú sitja á þingi sem almennir þingmenn. Einu þingmenn Vinstri grænna sem eru ekki á tillögunni eru ráðherrarnir þrír: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra. 

Starfshópur við það að ljúka störfum

Tímasetningin á framlagningu tillögunnar vekur athygli. Í júlí í fyrra skipaði Guðlaugur Þór þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að gera tillögur til rík­is­stjórn­ar­innar varð­andi nýt­ingu vind­orku. Á meðal þeirra sem skipaðir voru í þann hóp var Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna. Auk hans eru Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, og Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður í hópnum. Hilmar er formaður hans. 

Meðal þess sem hópnum var falið að skoða er hvort vind­orku­kostir eigi áfram að heyra undir lög um ramma­á­ætlun eða hvort setja eigi sér­lög um þá „með það að mark­miði að ein­falda upp­bygg­ingu vind­orku­vera til fram­leiðslu á grænni orku“ og hvernig best sé að haga gjaldtöku vegna hagnýtingar vindorku.

Í skipunarbréfin starfshópsins kemur fram að hann eigi að vinna drög að lagafrumvarpi á grundvelli niðurstaða sinna, sem skila á til ráðuneytisins í síðasta lagi 1. febrúar, eða í næstu viku. 

Því eru þingmenn Vinstri grænna að leggja fram þingsályktunartillögu um að tryggja þjóðinni hlutdeild í arðinum af nýtingu af nýtingu á vindorku til raforkuframleiðslu viku áður en starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar sem flokkurinn leiðir á að skila af sér tillögum um nákvæmlega sama efni. 

Vilja uppbyggingu á þegar röskuðum svæðum

Í greinargerð þingsályktunartillögunnar eru sett fram fleiri sjónarmið þingmannanna um hvernig beri að haga uppbyggingu vindorkuvera. Þar segir til að mynda að mikilvægt sé að vindorkuver byggist upp á afmörkuðum og þegar röskuðum svæðum með lágt verndargildi nærri tengivirkjum og flutningslínum þar sem unnt verður að tryggja afhendingaröryggi og lágmarka umhverfisáhrif. „Þá er nauðsynlegt að breið sátt ríki um uppbyggingu slíkra vindorkuvera og að tillit sé tekið til sjónrænna áhrifa, vistkerfa, dýralífs og náttúru. Til þess að ná þessum markmiðum þurfa umhverfisrannsóknir og samráð við félagasamtök og almenning að vera grundvöllur ákvarðana.“

Í skipunarbréfi starfshópsins sem skipaður var í fyrrasumar var honum meðal annars falið að hvernig haga  eigi sam­spili hag­nýt­ingar vind­orku og skipu­lags- og leyf­is­veit­ing­ar­ferli þegar í hlut eiga við­kvæm svæði eða við­kvæmir þætt­ir, eins og áhrif á nátt­úru­far og frið­lýst svæði, fugla­líf, ferða­mennsku, grennd­ar­rétt eða önnur sjón­ar­mið og hvernig ná eigi fram þeirri áherslu í stjórn­ar­sátt­mála ríkisstjórnarinnar að vind­orku­ver bygg­ist helst upp á afmörk­uðum svæðum nærri tengi­virkjum og flutn­ings­lín­um.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Mér fynst Orri Páll sætari en Bergþór
    0
  • Eysteinn Gunnarsson skrifaði
    Auðvitað á þjóðin að fá arð af öllum auðlindum landsins, til hands og sjávar.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
1
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
4
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár