Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þingmenn Vinstri grænna vilja auðlindagjald á vindorku

Fimm þing­menn flokks for­sæt­is­ráð­herra hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að vind­ur verði skil­greind­ur sem sam­eig­in­leg auð­lind þjóð­ar. Starfs­hóp­ur, sem inni­held­ur með­al ann­ars einn fyrr­ver­andi þing­mann Vinstri grænna, á að skila drög­um að frum­varpi til laga um sama efni í næstu viku.

Þingmenn Vinstri grænna vilja auðlindagjald á vindorku
Þingflokksformaður Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, er á meðal annarra sem standa að henni. Mynd: Eyþór Árnason

Fimm þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, eigi að leggja fram frumvarp til laga sem tryggi hlut þjóðarinnar í arðinum af nýtingu vindorku til raforkuframleiðslu með innheimtu auðlindagjalds. Þar er einnig farið fram á að vindur verði skilgreindur í lögum sem sameiginleg auðlind í eigu þjóðarinnar. Orðrétt segir í tillögunni: „Sátt um uppbyggingu vindorkuvera og það hvernig arðurinn af nýtingu þessarar nýju auðlindar nýtist samfélaginu er forsenda þess að hér verði unnt að ráðast í uppbyggingu vindorkuvera.“

Lagt er til að gjaldið endurspegli hlutdeild þjóðarinnar í arði af auðlindinni og að úthlutun leyfis til nýtingar á vindi til orkuframleiðslu sé tímabundin heimild til skilyrtra afnota sem leiði hvorki til beins eignarréttar né varanlegs nýtingar- og ráðstöfunarréttar auðlindarinnar.

Tillagan er lögð fram af þeim fimm þingmönnum flokksins sem nú sitja á þingi sem almennir þingmenn. Einu þingmenn Vinstri grænna sem eru ekki á tillögunni eru ráðherrarnir þrír: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra. 

Starfshópur við það að ljúka störfum

Tímasetningin á framlagningu tillögunnar vekur athygli. Í júlí í fyrra skipaði Guðlaugur Þór þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að gera tillögur til rík­is­stjórn­ar­innar varð­andi nýt­ingu vind­orku. Á meðal þeirra sem skipaðir voru í þann hóp var Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna. Auk hans eru Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, og Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður í hópnum. Hilmar er formaður hans. 

Meðal þess sem hópnum var falið að skoða er hvort vind­orku­kostir eigi áfram að heyra undir lög um ramma­á­ætlun eða hvort setja eigi sér­lög um þá „með það að mark­miði að ein­falda upp­bygg­ingu vind­orku­vera til fram­leiðslu á grænni orku“ og hvernig best sé að haga gjaldtöku vegna hagnýtingar vindorku.

Í skipunarbréfin starfshópsins kemur fram að hann eigi að vinna drög að lagafrumvarpi á grundvelli niðurstaða sinna, sem skila á til ráðuneytisins í síðasta lagi 1. febrúar, eða í næstu viku. 

Því eru þingmenn Vinstri grænna að leggja fram þingsályktunartillögu um að tryggja þjóðinni hlutdeild í arðinum af nýtingu af nýtingu á vindorku til raforkuframleiðslu viku áður en starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar sem flokkurinn leiðir á að skila af sér tillögum um nákvæmlega sama efni. 

Vilja uppbyggingu á þegar röskuðum svæðum

Í greinargerð þingsályktunartillögunnar eru sett fram fleiri sjónarmið þingmannanna um hvernig beri að haga uppbyggingu vindorkuvera. Þar segir til að mynda að mikilvægt sé að vindorkuver byggist upp á afmörkuðum og þegar röskuðum svæðum með lágt verndargildi nærri tengivirkjum og flutningslínum þar sem unnt verður að tryggja afhendingaröryggi og lágmarka umhverfisáhrif. „Þá er nauðsynlegt að breið sátt ríki um uppbyggingu slíkra vindorkuvera og að tillit sé tekið til sjónrænna áhrifa, vistkerfa, dýralífs og náttúru. Til þess að ná þessum markmiðum þurfa umhverfisrannsóknir og samráð við félagasamtök og almenning að vera grundvöllur ákvarðana.“

Í skipunarbréfi starfshópsins sem skipaður var í fyrrasumar var honum meðal annars falið að hvernig haga  eigi sam­spili hag­nýt­ingar vind­orku og skipu­lags- og leyf­is­veit­ing­ar­ferli þegar í hlut eiga við­kvæm svæði eða við­kvæmir þætt­ir, eins og áhrif á nátt­úru­far og frið­lýst svæði, fugla­líf, ferða­mennsku, grennd­ar­rétt eða önnur sjón­ar­mið og hvernig ná eigi fram þeirri áherslu í stjórn­ar­sátt­mála ríkisstjórnarinnar að vind­orku­ver bygg­ist helst upp á afmörk­uðum svæðum nærri tengi­virkjum og flutn­ings­lín­um.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Mér fynst Orri Páll sætari en Bergþór
    0
  • Eysteinn Gunnarsson skrifaði
    Auðvitað á þjóðin að fá arð af öllum auðlindum landsins, til hands og sjávar.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Slökkviliðið kærir forstöðumann Betra lífs til lögreglu
5
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Slökkvi­lið­ið kær­ir for­stöðu­mann Betra lífs til lög­reglu

Slökkvi­lið­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur kært Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mann áfanga­heim­il­is­ins Betra líf til lög­reglu fyr­ir að stofna lífi og heilsu fólks í hættu í gróða­skyni eft­ir brun­ann í Vatna­görð­um 18 í fe­brú­ar 2023. Slökkvi­lið­ið hef­ur gert marg­ar til­raun­ir til að loka hús­næð­um Betra lífs án ár­ang­urs. Slökkvi­lið­ið vildi skoða Betra líf á Kópa­vogs­braut 69 en þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða þurfti leyfi eig­anda eða for­ráða­manns, sem fékkst ekki.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
6
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
2
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
3
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
6
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
8
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
2
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
10
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár