Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ellefu litlar kjötbollur og hundrað þúsund dollarar

Sófa­kartafl­an rýn­ir í raun­veru­leika­þætti.

Ellefu litlar kjötbollur og hundrað þúsund dollarar

Í síðasta pistli kynnti ég mig sem kvikmyndaunnanda Heimildarinnar. Lesandi góður, ég verð því miður að játa að ég sigldi undir fölsku flaggi. Nú verður latexgríman rifin af andliti mínu eins og af illmenni í Scooby-Doo og í ljós kemur að það var ekki kvikmyndaunnandinn sem skrifaði heldur sjónvarpssjúklingurinn.

Dokum við því enn versnar það. Næsta gríma flýgur af með óhuggulegum gúmmísmelli og undan grímunni birtist engin önnur en ómenningarlega botnsugan: Raunveruleikasjónvarpskonan. Gleður mig að kynnast þér. Mér er eðlislægt að biðjast afsökunar en ætla ekki að gera það því í stað þess að fá mér botox þá ætla ég að halda mér ungri með því að vera með stæla og þykjast ekki upplifa skömm, alveg eins og nýju kynslóðirnar. Þau arka bara um í essinu sínu eins og ekkert sé sjálfsagðara á meðan ég bið húsgögn afsökunar. Ekki meir, Geir (ég ætla heldur ekki að biðjast afsökunar á þessari setningu).

Ég er sest í tungusófann og munda fjarstýringuna. Um það bil átta klukkustundum síðar hef ég marserað í gegnum heila seríu af raunveruleikaþáttunum Pressure Cooker og búin að litaflokka allt legóið á heimilinu. Þættirnir eru hreinn og tær unaður. Matseld, stress, lymskuleg svik og prettir. Ég elska undirförult fólk úr hæfilegri fjarlægð. Ellefu litlar kjötbollur eru mættar galvaskar í hraðsuðupottinn. Þær hafa allar unnið við matreiðslu á einn eða annan hátt og inn á milli semi-eðlilegra einstaklinga eru grenjandi dygðaljós og plottandi lítil skítseiði.

Leikurinn snýst um að keppa í eldamennsku og mögulega valsa út með hundrað þúsund dollara í svuntuvasanum. Smám saman átta keppendur sig á því að eldamennskan ein og sér muni ekki tryggja þeim sigur. Félagar okkar þurfa líka að vingast við hina og mynda bandalög og, þau sem það kjósa, stinga aðra í bakið.

Það er frekar erfitt að átta sig á tímanum sem líður og raunverulegum aðstæðum keppenda og á stundum fær áhorfandinn á tilfinninguna að fólkið sé búið að vera lokað inni í gluggalausu sjónvarpssetti í marga daga án þess að komast út undir bert loft. Robbie er til dæmis orðinn mjög einkennilegur á litinn og alltaf að bresta í grát og þau eru flest orðin ansi glaseyg og undarleg í háttum þegar á líður. Reyndar eru þau sídrekkandi, sem gæti líklega útskýrt sindrandi hvarmaljósin(vó!).

Í þáttunum er enginn sýnilegur þáttastjórnandi. Á meðan kjötbollurnar glíma við þrautirnar eru einu samskipti keppenda við umheiminn, lítill pirrandi veitingahúsaprentari sem spýtir út leiðbeiningum á hvítum miðum og vélmennarödd sem tilkynnir þeim að nú sé komin bomma. Lúmski óhugnaðurinn sem fylgir prentaranum og röddinni er dýrðlegur. Stundum mæta óvæntir gestir til að snæða og dæma matinn.

Síðasti þátturinn stefndi í að vera ekkert spes, bara eitthvert fagfólk að tyggja og ræða mat á leiðinlegan hátt, en þá birtist matargagnrýnandi sem var svo mikil erkitýpa af matargagnrýnanda að ég fylltist lotningu og er enn þá að rifja upp vanþóknunarsvipinn á honum þegar honum leist ekki á réttinn sem var á disknum fyrir framan hann. Fyrir mér var hann hinn raunverulegi sigurvegari.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sófakartaflan

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu