Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Lífið á hættulegasta stað í heimi

Það er bæði hægt og nauð­syn­legt að halda í mennsku og reisn þeg­ar þú býrð við stöð­ug­an ótta og árás­ir á hættu­leg­asta stað jarð­ar­inn­ar. Ósk­ar Hall­gríms­son ljós­mynd­ari slóst í för með fá­menn­um hópi blaða­manna aust­ur til Don­bas, nán­ar til­tek­ið til borg­ar­inn­ar Bak­hmut, sem ver­ið hef­ur und­ir stöð­ug­um árás­um frá því inn­rás Rússa í Úkraínu hófst fyr­ir tæpu ári.

Lífið á hættulegasta stað í heimi
Kjallari leikskólans í Bakhmut Neyðarathvarf í kjallara leikskóla í Bakhmut. Börnin leika sér í tölvuleik með jólasveinahúfur á höfðinu. Fyrir framan þau situr áhyggjufullur maður og talar í síma. Á sjónvarpi fyrir aftan hann eru fluttar fréttir af gangi átakanna. Tveimur dögum seinna var kjallarinn fyrir loftárás, einn lést og fimm særðust. Mynd: Óskar Hallgrímsson

Fyrst kom flautið. Við fleygjum okkur upp að húsvegg með hendurnar um höfuðið. Síðan kemur sprenging. Hús, um það bil 100 metra fyrir framan okkur, gefur frá sér reyk. Síðan hvín annað flaut, önnur sprenging, aftur þetta sama hús.

Aðeins fjær okkur, fjær veggnum sem við föðmuðum, sjáum við tvo hermenn gægjast út um opnar dyr. Við hlaupum til þeirra í von um skjól, rétt á meðan við reynum að meta hvort Rússarnir séu sáttir eða ætli að senda okkur nokkrar sprengjur í viðbót.

Hermennirnir, sem sýnast nokkuð rólegir, bjóða okkur velkomna inn fyrir gættina til sín. Hvorugur þeirra talar ensku, hvorugur okkar úkraínsku, en eftir að hafa komið því nokkurn veginn til skila með tilheyrandi táknmáli að ég sé frá Íslandi og hinn blaðamaðurinn sem er með mér sé frá Kanada, gellur við þriðja flautið. Svo þriðja sprengingin – enn á sama húsið.

SprengiþokaÁ þeim stað þar sem …
Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KS
    Kjartan Skarphéðinsson skrifaði
    Blaðamennska sem þetta gerir mig stolltan af áskrift minni að Heimildinni. Þetta er flottara og betur skrifað en þú myndir sjá hjá flestum erlendum miðlum. Það er sorglegt að hugsa til þess hvað verður um allt fólkið ef Bakhmut fellur, en svona skrif heldur reisn þeirra og heiðri á lofti. Takk fyrir Óskar, og слава Украини!
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár