Lífið á hættulegasta stað í heimi

Það er bæði hægt og nauð­syn­legt að halda í mennsku og reisn þeg­ar þú býrð við stöð­ug­an ótta og árás­ir á hættu­leg­asta stað jarð­ar­inn­ar. Ósk­ar Hall­gríms­son ljós­mynd­ari slóst í för með fá­menn­um hópi blaða­manna aust­ur til Don­bas, nán­ar til­tek­ið til borg­ar­inn­ar Bak­hmut, sem ver­ið hef­ur und­ir stöð­ug­um árás­um frá því inn­rás Rússa í Úkraínu hófst fyr­ir tæpu ári.

Lífið á hættulegasta stað í heimi
Kjallari leikskólans í Bakhmut Neyðarathvarf í kjallara leikskóla í Bakhmut. Börnin leika sér í tölvuleik með jólasveinahúfur á höfðinu. Fyrir framan þau situr áhyggjufullur maður og talar í síma. Á sjónvarpi fyrir aftan hann eru fluttar fréttir af gangi átakanna. Tveimur dögum seinna var kjallarinn fyrir loftárás, einn lést og fimm særðust. Mynd: Óskar Hallgrímsson

Fyrst kom flautið. Við fleygjum okkur upp að húsvegg með hendurnar um höfuðið. Síðan kemur sprenging. Hús, um það bil 100 metra fyrir framan okkur, gefur frá sér reyk. Síðan hvín annað flaut, önnur sprenging, aftur þetta sama hús.

Aðeins fjær okkur, fjær veggnum sem við föðmuðum, sjáum við tvo hermenn gægjast út um opnar dyr. Við hlaupum til þeirra í von um skjól, rétt á meðan við reynum að meta hvort Rússarnir séu sáttir eða ætli að senda okkur nokkrar sprengjur í viðbót.

Hermennirnir, sem sýnast nokkuð rólegir, bjóða okkur velkomna inn fyrir gættina til sín. Hvorugur þeirra talar ensku, hvorugur okkar úkraínsku, en eftir að hafa komið því nokkurn veginn til skila með tilheyrandi táknmáli að ég sé frá Íslandi og hinn blaðamaðurinn sem er með mér sé frá Kanada, gellur við þriðja flautið. Svo þriðja sprengingin – enn á sama húsið.

SprengiþokaÁ þeim stað þar sem …
Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KS
    Kjartan Skarphéðinsson skrifaði
    Blaðamennska sem þetta gerir mig stolltan af áskrift minni að Heimildinni. Þetta er flottara og betur skrifað en þú myndir sjá hjá flestum erlendum miðlum. Það er sorglegt að hugsa til þess hvað verður um allt fólkið ef Bakhmut fellur, en svona skrif heldur reisn þeirra og heiðri á lofti. Takk fyrir Óskar, og слава Украини!
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár