Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Lífið á hættulegasta stað í heimi

Það er bæði hægt og nauð­syn­legt að halda í mennsku og reisn þeg­ar þú býrð við stöð­ug­an ótta og árás­ir á hættu­leg­asta stað jarð­ar­inn­ar. Ósk­ar Hall­gríms­son ljós­mynd­ari slóst í för með fá­menn­um hópi blaða­manna aust­ur til Don­bas, nán­ar til­tek­ið til borg­ar­inn­ar Bak­hmut, sem ver­ið hef­ur und­ir stöð­ug­um árás­um frá því inn­rás Rússa í Úkraínu hófst fyr­ir tæpu ári.

Lífið á hættulegasta stað í heimi
Kjallari leikskólans í Bakhmut Neyðarathvarf í kjallara leikskóla í Bakhmut. Börnin leika sér í tölvuleik með jólasveinahúfur á höfðinu. Fyrir framan þau situr áhyggjufullur maður og talar í síma. Á sjónvarpi fyrir aftan hann eru fluttar fréttir af gangi átakanna. Tveimur dögum seinna var kjallarinn fyrir loftárás, einn lést og fimm særðust. Mynd: Óskar Hallgrímsson

Fyrst kom flautið. Við fleygjum okkur upp að húsvegg með hendurnar um höfuðið. Síðan kemur sprenging. Hús, um það bil 100 metra fyrir framan okkur, gefur frá sér reyk. Síðan hvín annað flaut, önnur sprenging, aftur þetta sama hús.

Aðeins fjær okkur, fjær veggnum sem við föðmuðum, sjáum við tvo hermenn gægjast út um opnar dyr. Við hlaupum til þeirra í von um skjól, rétt á meðan við reynum að meta hvort Rússarnir séu sáttir eða ætli að senda okkur nokkrar sprengjur í viðbót.

Hermennirnir, sem sýnast nokkuð rólegir, bjóða okkur velkomna inn fyrir gættina til sín. Hvorugur þeirra talar ensku, hvorugur okkar úkraínsku, en eftir að hafa komið því nokkurn veginn til skila með tilheyrandi táknmáli að ég sé frá Íslandi og hinn blaðamaðurinn sem er með mér sé frá Kanada, gellur við þriðja flautið. Svo þriðja sprengingin – enn á sama húsið.

SprengiþokaÁ þeim stað þar sem …
Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KS
    Kjartan Skarphéðinsson skrifaði
    Blaðamennska sem þetta gerir mig stolltan af áskrift minni að Heimildinni. Þetta er flottara og betur skrifað en þú myndir sjá hjá flestum erlendum miðlum. Það er sorglegt að hugsa til þess hvað verður um allt fólkið ef Bakhmut fellur, en svona skrif heldur reisn þeirra og heiðri á lofti. Takk fyrir Óskar, og слава Украини!
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
4
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár