Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 2 árum.

Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa hafn­að gagn­til­boði Efl­ing­ar um skamm­tíma­kjara­samn­ing, sem kvað á um meiri launa­hækk­an­ir en SA hef­ur sam­ið um við aðra hópa á al­menn­um vinnu­mark­aði til þessa. Efl­ing und­ir­býr nú verk­falls­að­gerð­ir.

Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Mynd: Bára Huld Beck

Samtök atvinnulífsins hafa hafnað tilboði Eflingar til lausnar á yfirstandandi kjaradeilu, en fundur á milli aðila fór fram í hádeginu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði við fjölmiðla eftir fundinn að viðræðum hefði verið slitið og að nú færi samninganefnd Eflingar að undirbúa verkfallsboðanir.

Efling opinberaði tilboð sitt til Samtaka atvinnulífsins á sunnudag, en þær hækkanir launatöflu sem lagðar voru til af hálfu Eflingar námu á bilinu 40-59 þúsund, auk þess sem Eflingarfélagar fengju sérstaka 15 þúsund króna framfærsluuppbót, sem yrði utan grunnlauna.

Sólveig Anna sagði við fjölmiðla að Eflingarfólki þætti miður að Samtök atvinnulífsins hefðu ekki getað fallist á kröfur félagsins, sem hún sagði hófstilltar, sanngjarnar og jarðbundnar.

Kröfur félagsins eru þó umfram það sem önnur félög Starfsgreinasambandsins sömdu um við Samtök atvinnulífsins í desember og hafa Samtök atvinnulífsins staðið fast við það að Efling gæti ekki fengið frekari hækkanir en önnur félög hefðu áður samið um.

Forsvarsmenn Eflingar hafa fært rök fyrir því að þeir samningar sem náðst hafa á almennum markaði til þessa komi ekki nægilega til móts við verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu, sem búi við hærri framfærslukostnað, ekki síst hátt húsnæðis- og leiguverð. Þeirri röksemdafærslu hefur verið tekið fálega af sumum verkalýðsleiðtogum utan höfuðborgarsvæðisins.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár