Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Afhjúpandi fyrir hugmyndir samfélagsins um konur

Gyða Mar­grét Pét­urs­dótt­ir, pró­fess­or í kynja­fræði, svar­ar því hvað við sjá­um á mynd­um frá Vest­manna­eyj­um þar sem Edda Falak var gerð að svartri tröllskessu. Hún seg­ir þetta þekkt stef í kynja­bar­átt­unni.

Afhjúpandi fyrir hugmyndir samfélagsins um konur

Það sem blasir við mér þegar ég les fréttir af þessu máli er hvað þetta er endurtekið efni. Ef þú skoðar sögu kvennabaráttunnar, til dæmis baráttu súffragettanna í Bretlandi, þá voru teiknaðar af þeim skopmyndir þar sem þær voru sýndar sem hálf- eða altröllslegar. Það er gamalt þrástef þegar kemur að baráttu kvenna og annarra undirskipaðra hópa fyrir mannréttindum og félagslegu réttlæti að afmennska það.

Sama stef birtist með mildari hætti gagnvart Rauðsokkunum þegar þær voru kallaðar mussukellingar til að draga úr kvenleika viðkomandi og þar með lögmæti þeirra sem manneskju. Rauði þráðurinn er alltaf sá sami. Að afmennska konur sem beita sér fyrir réttlæti. Sama hvort það eru súffragetturnar, rauðsokkur, kvennalistakonurnar sem þóttu svo ljótar, þetta er alltaf sama stefið.

Femínísk barátta byggir á mengandi kvenleika og við höfum ítrekað séð að viðbrögðin við mengandi kvenleika eru hótanir um kynferðisofbeldi, sem má rekja til nauðgunarmenningar. Þannig að það er ótrúlega áhugavert hvernig viðbrögðin við mengandi kvenleika verður afhjúpandi fyrir hugmyndir samfélagsins um konur, að það versta sem kona geti verið sé að vera ljót. Skessa. 

Annað sem er áhugavert í þessu er hvernig ein kona er tekin fyrir í einu. Núna er farið að skila sér það sem femínísk barátta hefur kennt okkur  að einar eru konur teknar fyrir, hver á fætur annarri. Við sáum hvernig Sóley var tekin fyrir, síðan Hildur Lilliendahl og núna Edda Falak. Þessi barátta hefur kennt okkur að konurnar í Öfgum koma núna fram í femínísku bandalagi en ekki einar. Þannig getum við byggt á þessari reynslu. Af því að það er sífellt verið að leitast eftir því að splitta okkur, taka eina fyrir og þá myndast þessi stemning sem við sjáum í Vestmannaeyjum. Hvort sem það er meðvitað eða ekki eru skilaboðin þau að konur eigi að hafa sig hægar því annars séu þær næstar. Þetta er víti til varnaðar. 

Þegar og ef gagnrýni rís er klassískt að bregðast við með því að þetta hafi verið grín. Enginn hafi áttað sig á því að þetta væri meiðandi framkoma. Grín hefur löngum verið notað sem skálkaskjól fyrir meiðandi orðræðu, þannig að í viðbrögðunum við þessum gjörningi í Vestmannaeyjum sjáum við enn eitt stefið sem við þekkjum mjög vel. Það er annað endurtekið efni. 

Allt leggst þetta ofan á hótanir sem Edda Falak hefur þurft að sæta um kynferðisofbeldi, sem er líka þekkt aðferð gegn jafnréttisbaráttunni. Til að spyrna við þeirri baráttu hefur konum oft verið hótað kynferðisofbeldi, en það er líka gert til þess að efla samstöðu á meðal karla. Með því skapast samtrygging á meðal þeirra og böndin styrkjast.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HH
    Hildur Harðardóttir skrifaði
    Góð grein. Einmitt þetta held ég að sé gert. Rétt eins og rándýrin sem hrekja fórnina úr hjörðinni. Við konur skulum standa saman, allar sem ein.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár