Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Getur morð verið sakamál og afþreying á sama tíma?

At­hygli sem morð á fjór­um ung­menn­um í Ida­ho hef­ur feng­ið sýn­ir að með til­komu sam­fé­lags­miðla verða saka­mál að af­þrey­ingu um leið og þau eiga sér stað. Doktor í af­brota­fræði seg­ir óraun­hæft að koma í veg fyr­ir þessa þró­un en ástæðu­laust sé að ótt­ast hana.

Getur morð verið sakamál og afþreying á sama tíma?
Grunaði afbrotafræðineminn Bryan Kohberger, 28 ára doktorsnemi í afbrotafræði, er grunaður um morðin á háskólanemunum fjórum. Mynd: AFP

Fjögur ungmenni voru stungin til bana í Idaho í norðvesturhluta Bandaríkjanna 13. nóvember. Málið fékk strax mikla athygli, eins og venjan er þegar um morðmál er að ræða, en þessi gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum er skýrt dæmi um óljós mörk afþreyingar og lögreglurannsóknar í yfirstandandi sakamáli. 

Ethan Chapin, Madison Mogen, Xana Kernodle og Kaylee Goncalves, 20 og 21 árs nemendur við háskólann í Idaho, fundust látin í íbúð í háskólabænum Moscow. Morðin voru framin á hefðbundnu laugardagskvöldi, ungmennin voru öll úti á lífinu fyrr um kvöldið. Lögreglan taldi strax að um ástríðuglæp væri að ræða en vikurnar liðu án handtöku. Lögreglan óskaði eftir myndefni og ábendingum frá almenningi og ekki stóð á viðbrögðum, megnið af efninu fór þó fyrst á samfélagsmiðla áður en það endaði hjá lögreglu. 

Áhuginn á rannsókn málsins er gríðarlegur og varla er hægt að opna samfélagsmiðla án þess að sjá umræðu um „Idaho College Murders“. Ekki leið langur tími þar til finna mátti hópa á Facebook um morðin, umræðuhópa þar sem meðlimir skiptast á upplýsingum um rannsókn lögreglu en aðallega skoðunum og eigin kenningum um hvað gerðist. Sex dögum eftir að morðin voru framin var einn slíkur hópur stofnaður, „University of Idaho Murders – Case Discussion“. Áhuginn leyndi sér ekki og fljótlega skiptu meðlimir hópsins þúsundum. Svo tugþúsundum. Í dag eru um 225 þúsund Facebook-notendur í hópnum. Og þeim fer fjölgandi.  

AfbrotMargrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir ekki ástæðu til að óttast breyttan raunveruleika þegar kemur að umfjöllun um sakamál á samfélagsmiðlum.

Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrota­fræði og dós­ent í félagsfræði við Háskól­a Íslands, segist ekki eiga von á öðru en að hegðun af þessu tagi muni aukast í framtíðinni, það er að almenningur fjalli ítarlega um sakamál á samfélagsmiðlum. „Ég sé ekki fyrir mér að það sé raunhæft að koma í veg fyrir það.“ Hún segir hins vegar enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn. 

Doktorsnemi í afbrotafræði grunaður um morðin 

Lögreglunni bárust um 20 þúsund ábendingar og nokkrar þeirra leiddu að lokum til handtöku, tæpum sjö vikum eftir að morðin voru framin. Bryan Christopher Kohberger, 28 ára doktorsnemi í afbrotafræði, er grunaður um morðin. 

Kohberger er ákærður í fjórum liðum fyrir morð af fyrstu gráðu auk innbrots. Kohberger var handtekinn á heimili foreldra sinna í Pennsylvaníu og var framseldur til yfirvalda í Idaho, sem hann sagðist vera spenntur fyrir. Það vakti óneitanlega athygli og samfélagsmiðlanotendur kepptust við að benda á ýmislegt einkennilegt í fari Kohberger, auk þess sem þeir höfðu sérstakan áhuga á því að hann er doktorsnemi í afbrotafræði. Var þetta þá sérstaklega vel skipulagt frá upphafi? Og af hverju?  

Ungmennin fjögurEthan, Xana, Maddie og Kaylee voru öll nemendur við háskólann í Idaho. Samfélagsmiðlar eru uppfullir af kenningum um hvað gerðist í raun og veru kvöldið sem þau voru myrt.

Skömmu eftir áramót gaf lögreglan út yfirlýsingu um atburðarásina og sönnunargögnin sem leiddu til handtöku Kohberger. Sjálfskipaðir rannsóknarlögreglumenn á samfélagsmiðlum hafa drukkið innihald yfirlýsingarinnar í sig og sett fram ýmsar kenningar um hvað átti sér stað í raun og veru. 

Ótal spurningar flæða um samfélagsmiðla, spurningar sem lögreglan er eflaust líka að spyrja sig að. En hvernig er þessari óumbeðnu aðstoð frá samfélagsmiðlanotendum tekið? Margrét bendir á að þessi mikli áhugi almennings kunni að hafa áhrif á rannsóknarhagsmuni og því vill lögreglan ekki gefa of mikið upp. „Fólk fer að geta í eyðurnar og setja fram eitthvað sem ekki er allt endilega rétt. Auk þess má vera að það verði flókið að finna fólk í kviðdóm sem ekki hefur myndað sér skoðun á málinu eftir umfjöllun fjölmiðla og almenna umfjöllun á samfélagsmiðlum.“ 

Lögreglan óskar eftir upplýsingum en varar við upplýsingaóreiðu

Finna má ýmsar ályktanir frá svokölluðum „internet spæjurum“ í hópum og umræðuþráðum sem stofnaðir hafa verið á samfélagsmiðlum. Í einum Facebook-hópnum, þar sem meðlimir eru yfir 15 þúsund og daglegar færslur skipta tugum, sköpuðust umræður um myndskeið þar sem sýnt er frá minningarathöfn um hin látnu. Meðlimir hópsins deildu brotum úr myndskeiðinu þar sem búið er að safna saman skjáskotum af „grunsamlegum þátttakendum“. Þá hefur prófessor við háskólann í Idaho lagt fram kæru á hendur TikTok-notanda sem sakaði hana um að hafa orðið nemendunum fjórum að bana. Ásakanirnar byggði hún á lestri Tarot-spila sem hún framkvæmdi á TikTok. 

Á vettvangiUngmennin fjögur fundust látin í íbúð í háskólabænum Moscow, skammt frá heimavist háskólans í Idaho þar sem þau stunduðu öll nám.

Lögreglan í Moscow sá tilefni til að senda frá sér tilkynningu þar sem hún varaði við getgátum sem ýta undir hræðslu og geta leitt til dreifingar ósanninda. Á sama tíma sendi lögreglan frá sér aðra tilkynningu þar sem hún sagðist enn vera á höttunum eftir upplýsingum frá almenningi. „Engar upplýsingar eru of litlar,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu lögreglu.

Hlaðvörp, Facebook og TikTok

Áhugi á morðmálum er ekki nýr af nálinni en með tilkomu samfélagsmiðla hefur hann breyst. Áhuginn er sýnilegri og upplýsingaflæðið er meira. Á sama tíma er upplýsingaóreiðan meiri. Nú getur nánast hver sem er sett sig í spor rannsóknarlögreglu með auknu upplýsingaflæði og leiðum til að miðla efni. Þar hefur TikTok komið sterkt inn þar sem algóritmi leiðir notendur í gegnum hvert myndskeiðið á fætur öðru, sýndu þeir örlítinn áhuga til að byrja með. 

Sprengingu á áhuga á morðmálum má að hluta til rekja til „true cri­me“-hlaðvarpa þar sem fjallað er um sönn sakamál. Slík njóta gríð­ar­legra vin­sælda og skipta hund­ruð­um, ef ekki þúsundum. Hlaðvarpið sem greiddi götu þeirra er án efa „Serial“, þáttaröð sem fjallar um Adnan Syed, sem var 18 ára þegar hann hlaut lífstíðardóm fyrir morðið á Hae Min Lee, fyrrverandi kærustu sinni, árið 1999. Hann hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu og í fyrra, 23 árum eftir að hann hlaut lífstíðardóm, var hann leystur úr haldi. Upplýsingar sem fram koma í „Serial,“ auk lagabreytingar í Maryland, urðu til þess að dómur yfir Syed var ógiltur.  

„Þetta er það sem við höfum áhuga á“

Mar­grét ræddi þennan breytta veruleika við umfjöllun sakamála við Kjarnann í september 2021 og sagði þróunina ekki koma á óvart. „Heil­inn á okkur er hann­aður til að veita því sem er ógn­væn­legt meiri athygli en því sem er gott og jákvætt. Til að forða okkur frá hættu. Í ljósi hver við erum sem mann­eskjur er þessi áhugi ekk­ert skrýt­inn, þetta er bara meira spenn­andi núna,“ sagði Margrét. 

„Heil­inn á okkur er hann­aður til að veita því sem er ógn­væn­legt meiri athygli en því sem er gott og jákvætt“
Margrét Valdimarsdóttir
doktor í afbrotafræði

Fólk mun nýta samfélagsmiðla í auknum mæli til að tjá sig um sakamál, hjá því verður ekki komist að mati Margrétar. Hún segir mikilvægt að fræða fólk um upplýsingaóreiðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. „Í öllu flóðinu af upplýsingum sem koma í kjölfar voðaverka verður einhver hluti þeirra líklega alltaf rangur eða misvísandi.“

Það sé þó ástæðulaust að hafa áhyggjur. „Þetta er tæknin og þetta er sam­fé­lag­ið. Þetta er það sem við höfum áhuga á. Þetta er afþrey­ing.“

Íslenska hlaðvarpssenan lætur sitt ekki eftir liggja

Áhuginn á sönnum sakamálum er ekki bundinn við Bandaríkin, síður en svo. Inga Kristjánsdóttir, rithöfundur og stjórnandi hlaðvarpsins Illverk, fjallaði fyrst um morðin í Idaho í nóvember og hefur nú gefið út níu þætti um morðin, þar á meðal tæplega fjögurra klukkustunda þátt þar sem hún fer yfir gang mála. 

Dyggustu hlustendur Illverks ræða málin frekar í Facebook-hópi sem telur yfir 6.000 manns og þar hefur fátt annað komist að síðustu vikur en morðin í Idaho. Auk þess hefur hluti hópsins, um 200 manns, sameinast í spjallþræði á Facebook þar sem morðmálin eru rædd fram og til baka. Búast má við að umræðan þar eigi bara eftir að aukast eftir því sem frekari upplýsingar um morðin koma fram. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
7
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
8
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu