Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Ekki sannfærður um að Sólveigu Önnu langi ekki í verkfallsaðgerðir“

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ist von­svik­inn með að slitn­að hafi upp úr kjara­við­ræð­um við Efl­ingu. Til­boð stétt­ar­fé­lags­ins hafi hins veg­ar ver­ið með öllu óað­gengi­legt. Hann gef­ur í skyn að meiri vilji sé til hjá for­svars­mönn­um Efl­ing­ar að hefja verk­falls­að­gerð­ir en að ná samn­ing­um.

„Ekki sannfærður um að Sólveigu Önnu langi ekki í verkfallsaðgerðir“
Óþarfi Halldór Benjamín segist telja slit Eflingar á kjarviðræðum óþarfar og um óskynsamlega nálgun að ræða af hálfu Sólveigar Önnu formanns og samninganefndarinnar. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Efling stéttarfélag sleit í hádeginu kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Efling hafði gert samtökunum tilboð síðastliðinn sunnudag og gert það að skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum að það tilboð yrði grundvöllur þeirra. Það var hins vegar fullkomlega óraunhæft að mati Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

„Ef tilboðið er skoðað þá sést að lægsta hækkunin í því var 55 þúsund og það hæsta tæp 80 þúsund. Það er auðvitað óravegu frá þeim kjarasamningi sem undirritaður var við SGS, VR og samflot iðnaðarmanna. Að því leytinu til liggur trúnaður Samtaka atvinnulífsins hjá þeim samtökum sem þegar hefur verið gengið frá kjarasamningum við og ef við hefðum gengið að þessu tilboði Eflingar hefðum við þurft að taka upp alla kjarasamninga sem búið er að samþykkja í landinu hingað til. Að því leytinu til var þetta algjörlega óaðgengilegt af hálfu SA. Viðsemjendur okkar verða, og hafa í gegnum áratugina, getað treyst því að þegar við höfum undirritað kjarasamninga við einhverja þá snúum við okkur því næst ekki við og semjum um eitthvað allt annað við næsta aðila,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Stundina.

„Ég tel að þetta sé óþarfi og óskynsamleg nálgun af hálfu Sólveigar Önnu og Eflingar“
Halldór Benjamín Þorbergsson
framkvæmdastjóri SA

Halldór segir að hann hafi bundið vonir við það að hægt yrði að semja við Eflingu, enda hefðu SA sýnt sveigjanleika og komið til móts við kröfur stéttarfélagsins, þó þannig að slíkt rúmaðist innan þess ramma sem mótaður hefði verið með kjarasamningnum sem SA hefðu þegar undirritað við Starfsgreinasambandið. Það hafi hins vegar ekki orðið. „Ég verð að lýsa yfir vonbrigðum mínum og Samtaka atvinnulífsins með þessa þróun. Ég tel að þetta sé óþarfi og óskynsamleg nálgun af hálfu Sólveigar Önnu og Eflingar. Sér í lagi í ljósi þess að við höfum samið við öll aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hringinn í kringum landið, samflot verslunarmanna og samflot iðnaðarmanna hringinn í kringum landið. Saman mynda þau samningablokk um 80 þúsund launamanna, sem ekki hafa bara undirritað kjarasamninga heldur kosið um þá og samþykkt í 80 til 90 prósent tilvika. Það segir mér að það sé víðtæk sátt um þessa kjarasamninga.“

Samtök atvinnulífsins gerðu samninganefnd Eflingar grein fyrir því að tilboð stéttarfélagsins væri SA alveg óaðgengileg. Var þá ekki lengra komist og sleit Efling viðræðunum. Spurður hvort hann sjái einhverja útleið úr stöðunni eins og hún er nú svarar Halldór Benjamín að hann telji að sú leið sé lýðræðisleg þátttaka hinna almennu félagsmanna Eflingar. „Mín skoðun, og mín trú, er sú að af hinum ríflega 20 þúsund félagsmönnum Eflingar sem starfa á almennum vinnumarkaði sé engin sátt um að afsala sér afturvirkni kjarasamninga til 1. nóvember. Ég hef talað fyrir því að lýðræðið sé öflugasta afl sem við eigum og hef hvatt Eflingu til þess að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu um þann kjarasamning sem Starfsgreinasambandið hefur undirritað. Ég er sannfærður um að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna Eflingar myndi samþykkja þann kjarasamning og tryggja sér þar með afturvirkni til 1. nóvember 2022.“

Þegar blaðamaður sagði að forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Eflingar hlytu að vonast til að hægt yrði að ná saman að nýju viðræðugrundvöll, því væntanlega hefði enginn áhuga á að verkfallsaðgerðum svaraði Halldór Benjamín: „Ég er ekki sannfærður um að Sólveigu Önnu langi ekki í verkfallsaðgerðir.“

Kjósa
-2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Thoroddsen skrifaði
    Ég er ekkert sérlega trúaður á það að þessi taktík hjá honum að nefna nafn Sólveigar sí og æ, virki nokkuð. Mér finnst þetta vera veikleikamerki hjá honum, eins og að hann sé kominn upp við vegg í þessu máli.
    3
  • Elías Sigurðsson skrifaði
    Ég held að Halldór Benjamín ætti að hætta því að gera fólki upp skoðanir. Verkfallsvopið er beitt vopn og er réttur Eflingar ótvíræður til að beita því til að þrýsta á hækkun lægstu launa. Samtök atvinnurekenda hafa ekkert um það að segja. Væntanlega munu Samtök atvinnurekenda komast að því að Halldór Benjamín gerði mistök og valdi að fara dýrari og torsóttari leiðina. Honum væri hollara að gaumgæfa kosti SA í stöðunni en að vera að hóta Eflingu. Það er skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn. Halldór Benjamín getur enn forðað atvinnurekendum frá tjóni því sem hlýst af víðtækum verkföllum. Því það verður dýrasta leiðin fyrir SA.
    4
  • SVB
    Skjöldur Vatnar Björnsson skrifaði
    Það er a m k einn maður á Íslandi, sem vill heldur verkfall enn að greiða sæmandi laun.
    4
  • SE
    Sigurvin Einarsson skrifaði
    Það er merkilegt ef hægt er að svifta stéttarfélag samningsrétti á þeirri forsendu að búið sé að semja við aðra. Samkvæmt því er nóg að hafa eina samninganefnd fyrir öll stéttarfélög landsins.
    "...hefðum við þurft að taka upp alla kjarasamninga sem búið er að samþykkja í landinu hingað til". Þetta er rangt, gerðir samningar hafa bara sinn gildistíma.
    4
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Miðað við framkomu við Sólveigu Önnu hjá framkvæmdastjóra SA og ríkissáttasemjara held ég að þetta verði langt verkfall ?

    Efling er með Stefán Ólafsson með sér í tilboðsgerð og útreikningum.

    Eftir viðtöl við framkvæmdastjóra SA þá efast ég um að hann hafi lesið tilboð Eflingar ?
    8
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Halldór Benjamín hefur aldrei haft í hyggju að semja við Eflingu! Hann vill svelta þá til hlýðni og til að undirrita samninga sem aðrir hafa gert, en helst af öllu vill hann og ætlar að vinna að því að ýta lýðræðislegum kjörnum fulltrúa Eflingu út úr félaginu. Þetta er pólitískur hráskinnaleikur Hallódr Benjamíns en íslenska hjarðhegðunin og rassasleikjugangur við ríka fólkið stýrir hegðun almenningsálitsins.
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár