Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

998. spurningaþraut: Hvaða blaði hefur Gunnar Smári ekki stýrt?

998. spurningaþraut: Hvaða blaði hefur Gunnar Smári ekki stýrt?

Fyrri aukaspurning:

Þessi pótintáti lét af embætti 1870. Hvað hét hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir forseti fulltrúadeildarinnar í bandaríska þinginu?

2.  Hvaða áfangi varð í sögu Alþingis 1991? A) Guðrún Helgadóttir varð fyrsta konan í sæti forseta þingsins. B) Í fyrsta sinn náðu sex flokkar kjöri til þings (fyrir utan þingmenn í sérframboðum).  C) Mótmæli voru við þingsetningu í fyrsta sinn.  D) Efri og deild þingsins lagðar niður og síðan fundað eingöngu í einni deild.  E) Sú síðasta af þeim stofnunum sem allt frá vígslu hússins höfðu haft aðsetur þar var flutt burt, bréfasafn Þjóðskjalasafnsins.

3.  Gunnar Smári Egilsson hefur verið ritstjóri fjölda blaða og tímarita. En hvaða blaði hefur hann EKKI stýrt? DV — Eintaki — Fjölni — Fréttablaðinu — Fréttatímanum — Heimsmynd — Pressunni 

4.  Þann 7. janúar síðastliðinn hlaut kennari í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum lífshættulega áverka eftir að hafa verið skotinn vísvitandi. Athygli vakti aldur skotmannsins. Hvað var skotmaðurinn gamall eða gömul? 

5.  Við hvaða manneskju er Virginíu-ríki kennt?

6.  Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir eru meðal helstu afrekskvenna íslenskra í ... hverju?

7.  Hvar í Hvalfirði hafa hjónin Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen komið upp ferðaþjónustu ýmislegri?

8.  Peter Phillips heitir 45 ára gamall kaupsýslumaður á Bretlandi. Systir hans ber nú heitið Zara Tindall og er 41 árs. Hún er hestamaður mikill. Hvert er tilkall þeirra systkina til frægðar? Svarið þarf að vera nákvæmt.

9.  Í hvaða landi í Evrópu er borgin Groningen.

10.  Hver er þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fjórar konur eru þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  McCarthy.

2.  D.

3.  DV.

4.  Sex ára.

5.  Elísabetu Englandsdrottningu.

6.  Handbolta.

7.  Hvammsvík.

8.  Þau eru börn Önnu prinsessu, systur Karls Bretakóngs.

9.   Hollandi.

10.  Alfreð Gíslason.

***

Svör við aukaspurningum:

Pótintátinn er Napóleon III Frakkakeisari.

Konurnar fjórar eru stjörnurnar úr þáttaröðinni Sex in the City.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár