996. spurningaþraut: Í boði er lárviðarstig með eikarlaufum, svo erfið er ein spurningin!

996. spurningaþraut: Í boði er lárviðarstig með eikarlaufum, svo erfið er ein spurningin!

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir litli ljósálfurinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða bókstafur er alþjóðlegt tákn fyrir súrefni?

2.  Hvað hét frægasti kvikmyndaleikstjóri Svía á 20. öld?

3.  Hvaða hljómsveit sendi fyrir rúmri hálfri öld frá sér plötuna Let It Be?

4.  Mandarínur eru tilteknir ávextir kallaðir. Til hvaða lands vísar heiti þeirra?

5.  Bræðurnir Unnsteinn Manuel og Logi Pedro Stefánssynir hafa sett mikinn svip á íslenskt tónlistarlíf og raunar komið víðar við. Faðir piltanna er upprunninn á Íslandi en móðir þeirra í tilteknu Afríkuríki með viðkomu í Portúgal. Hvaða Afríkuríki?

6. Hvaða íslenska söngkona hefur öðlast gífurlegar vinsældir t.d. á streymisveitunni Spotify fyrir Barnavísur, Vögguvísur og fleiri plötur?

7.  Land eitt er tíu sinnum stærra en Ísland en þar er samt bara ein alvöru á. Nokkrar þverár falla að vísu í hana en þær eru árstíðabundnar og þorna upp stóra hluta ársins. Hvaða land er þetta?

8.  Og hvað heitir þessi eina á landsins?

9.  Hvað hét íslenski sýslumaðurinn sem barg sér á sundi 1899 eftir að hafa gert tilraun til að taka breskan landhelgisbrjót í íslenskum firði en bát sýslumanns var þá hvolft af togaramönnum?

10.  Í hvaða firði gerðist þetta? Og svo er lárviðarstig með eikarlaufum fyrir svarið við þessari erfiðu aukaspurningu: Hvað hét togarinn?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir reiði álfakóngurinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  O.

2.  Ingmar Bergman.

3.  Bítlarnir.

4.  Kína.

5.  Angóla.

6.  Hafdís Huld.

7.  Egiftaland.

8.  Níl.

9.  Hannes Hafstein.

10.  Þetta gerðist í Dýrafirði og togarinn hét Royalist.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Dísa ljósálfur.

Á neðri mynd er Alfinnur álfakóngur.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár