Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

996. spurningaþraut: Í boði er lárviðarstig með eikarlaufum, svo erfið er ein spurningin!

996. spurningaþraut: Í boði er lárviðarstig með eikarlaufum, svo erfið er ein spurningin!

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir litli ljósálfurinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða bókstafur er alþjóðlegt tákn fyrir súrefni?

2.  Hvað hét frægasti kvikmyndaleikstjóri Svía á 20. öld?

3.  Hvaða hljómsveit sendi fyrir rúmri hálfri öld frá sér plötuna Let It Be?

4.  Mandarínur eru tilteknir ávextir kallaðir. Til hvaða lands vísar heiti þeirra?

5.  Bræðurnir Unnsteinn Manuel og Logi Pedro Stefánssynir hafa sett mikinn svip á íslenskt tónlistarlíf og raunar komið víðar við. Faðir piltanna er upprunninn á Íslandi en móðir þeirra í tilteknu Afríkuríki með viðkomu í Portúgal. Hvaða Afríkuríki?

6. Hvaða íslenska söngkona hefur öðlast gífurlegar vinsældir t.d. á streymisveitunni Spotify fyrir Barnavísur, Vögguvísur og fleiri plötur?

7.  Land eitt er tíu sinnum stærra en Ísland en þar er samt bara ein alvöru á. Nokkrar þverár falla að vísu í hana en þær eru árstíðabundnar og þorna upp stóra hluta ársins. Hvaða land er þetta?

8.  Og hvað heitir þessi eina á landsins?

9.  Hvað hét íslenski sýslumaðurinn sem barg sér á sundi 1899 eftir að hafa gert tilraun til að taka breskan landhelgisbrjót í íslenskum firði en bát sýslumanns var þá hvolft af togaramönnum?

10.  Í hvaða firði gerðist þetta? Og svo er lárviðarstig með eikarlaufum fyrir svarið við þessari erfiðu aukaspurningu: Hvað hét togarinn?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir reiði álfakóngurinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  O.

2.  Ingmar Bergman.

3.  Bítlarnir.

4.  Kína.

5.  Angóla.

6.  Hafdís Huld.

7.  Egiftaland.

8.  Níl.

9.  Hannes Hafstein.

10.  Þetta gerðist í Dýrafirði og togarinn hét Royalist.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Dísa ljósálfur.

Á neðri mynd er Alfinnur álfakóngur.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár