Þessi grein birtist fyrir meira en 3 árum.

996. spurningaþraut: Í boði er lárviðarstig með eikarlaufum, svo erfið er ein spurningin!

996. spurningaþraut: Í boði er lárviðarstig með eikarlaufum, svo erfið er ein spurningin!

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir litli ljósálfurinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða bókstafur er alþjóðlegt tákn fyrir súrefni?

2.  Hvað hét frægasti kvikmyndaleikstjóri Svía á 20. öld?

3.  Hvaða hljómsveit sendi fyrir rúmri hálfri öld frá sér plötuna Let It Be?

4.  Mandarínur eru tilteknir ávextir kallaðir. Til hvaða lands vísar heiti þeirra?

5.  Bræðurnir Unnsteinn Manuel og Logi Pedro Stefánssynir hafa sett mikinn svip á íslenskt tónlistarlíf og raunar komið víðar við. Faðir piltanna er upprunninn á Íslandi en móðir þeirra í tilteknu Afríkuríki með viðkomu í Portúgal. Hvaða Afríkuríki?

6. Hvaða íslenska söngkona hefur öðlast gífurlegar vinsældir t.d. á streymisveitunni Spotify fyrir Barnavísur, Vögguvísur og fleiri plötur?

7.  Land eitt er tíu sinnum stærra en Ísland en þar er samt bara ein alvöru á. Nokkrar þverár falla að vísu í hana en þær eru árstíðabundnar og þorna upp stóra hluta ársins. Hvaða land er þetta?

8.  Og hvað heitir þessi eina á landsins?

9.  Hvað hét íslenski sýslumaðurinn sem barg sér á sundi 1899 eftir að hafa gert tilraun til að taka breskan landhelgisbrjót í íslenskum firði en bát sýslumanns var þá hvolft af togaramönnum?

10.  Í hvaða firði gerðist þetta? Og svo er lárviðarstig með eikarlaufum fyrir svarið við þessari erfiðu aukaspurningu: Hvað hét togarinn?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir reiði álfakóngurinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  O.

2.  Ingmar Bergman.

3.  Bítlarnir.

4.  Kína.

5.  Angóla.

6.  Hafdís Huld.

7.  Egiftaland.

8.  Níl.

9.  Hannes Hafstein.

10.  Þetta gerðist í Dýrafirði og togarinn hét Royalist.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Dísa ljósálfur.

Á neðri mynd er Alfinnur álfakóngur.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár