Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Stundin sameinast Kjarnanum

Nýr mið­ill með áherslu á rann­sókn­ar­blaða­mennsku verð­ur reist­ur á grunni Stund­ar­inn­ar og Kjarn­ans í byrj­un árs­ins 2023.

Stundin sameinast Kjarnanum

Aðstandendur Stundarinnar og Kjarnans hafa náð samstöðu um að sameina fjölmiðlana tvo. Útgáfufélög þeirra munu renna saman frá og með komandi áramótum og nýr miðill, með nýju nafni, mun verða til. Meginstarfsemi hans verður dagleg fréttasíða og prentútgáfa sem mun koma út tvisvar í mánuði. Fyrirhugað er að fyrsta útgáfa nýja miðilsins verði 13. janúar 2023. Þangað til munu Kjarninn og Stundin halda áfram að starfa í óbreyttu formi og þjónusta lesendur sína.

Eigendahópur sameinaðs útgáfufélags mun telja á fjórða tug einstaklinga, bæði starfsmanna og áhugafólks um fjölmiðlun. Enginn í hluthafahópnum fer með meira en tíu prósent eignarhlut. Stefnt er að því að valddreifing verði innsigluð í samþykktum útgáfufélagsins til framtíðar.

Markmiðið með sameiningunni er að setja saman öflugt íslenskt fjölmiðlafyrirtæki sem stendur að óháðri, vandaðri, gagnrýninni og uppbyggilegri aðhaldsblaðamennsku, bjóða upp á gott starfsumhverfi og móta fjölmiðil sem getur stækkað, vaxið og dafnað. Byggt verður á ráðandi hugmyndafræði Kjarnans og Stundarinnar um valddreifingu og valdeflingu almennings.

Ritstjórnirnar sameinast

Innan nýja fjölmiðilsins munu ritstjórnir Kjarnans og Stundarinnar sameinast í eina. Sameinuð ritstjórn mun samanstanda af blaðamönnum sem hafa fengið flest blaðamannaverðlaun einkarekinna miðla frá stofnun. Áhersla verður lögð á rannsóknarblaðamennsku, greiningar og daglegar fréttir frá sjónarhóli almennings fremur en sérhagsmuna.

Með stærra fyrirtæki og öflugri ritstjórn verður hægt að styðja enn betur við bakið á dýpri rannsóknarblaðamennsku, greiningu á málefnum líðandi stundar og veita valdhöfum sterkt aðhald. Samhliða stendur til að breikka efnistök, verða enn áhugaverðari og skemmtilegri, og fjölga þeim leiðum sem efni er miðlað til ykkar, lesenda okkar. 

Ingibjörg og Þórður ritstjórar

Ritstjórar hins sameiginlega nýja miðils verða Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Þórður Snær Júlíusson, sem stýra í dag Stundinni og Kjarnanum. Rannsóknarritstjóri verður Helgi Seljan. 

Ingibjörg Dögg segir sameininguna tilkomna vegna sameiginlegs tilgangs beggja miðla. „Báðir miðlar eru í dreifðu eignarhaldi, óháðir hagsmunablokkum og hafa lifað eftir ákvörðunum almennings um að styrkja þá eða kaupa áskrift. Eina raunhæfa leiðin til að stunda almennilega rannsóknarblaðamennsku er að starfa á forsendum almennings.“

Jón Trausti Jón Trausti verður framkvæmdastjóri hins nýja útgáfufélags.

Þórður Snær segir að stærri miðill sem byggir á aðkomu og stuðningi almennings hafi mikil tækifæri til að vaxa og dafna í íslensku fjölmiðlaumhverfi. „Það er mikil eftirspurn eftir greinandi aðhaldsblaðamennsku sem stendur með almenningi og neytendum. Ég er sannfærður um að saman séum við sterkari en í sitthvoru lagi.“ 

Framkvæmdastjóri hins sameinaða félags verður Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri, fyrrverandi ritstjóri og einn stofnenda Stundarinnar. 

Sjálfbær rekstur forsendan

Eitt af grunnmarkmiðum nýs fjölmiðils er sjálfbær rekstur til lengri tíma sem stendur undir sjálfstæði ritstjórnar. Reksturinn á þó í samkeppni við stærri fjölmiðla sem hafa fengið viðvarandi taprekstur niðurgreiddan af fjársterkum aðilum, meðal annars eigendum útgerða og kvóta.

Samkeppniseftirlitið hefur bent á að eignarhald stærri einkarekinna fjölmiðla hefur færst á hendur fjársterkra aðila sem standa fyrir tiltekna skilgreinda hagsmuni í íslensku atvinnulífi. Eftirlitið hefur sagt að sú ráðstöfun hafi það meginmarkmið að ljá hagsmunum viðkomandi aðila enn sterkari rödd og vinna þeim þannig frekari framgang. 

Atgervisflótti er úr geiranum sem birtist meðal annars í því að starfandi á fjölmiðlum fækkaði um 45 prósent milli 2018 og 2020. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem vinna við almannatengsl og hagsmunagæslu margfaldast. 

Ísland hefur undanfarin ár fallið á lista yfir fjölmiðlafrelsi og situr nú í 15. sæti, en hinar Norðurlandaþjóðirnar skipa efstu sætin.

Aðkoma almennings

Í mótun nýs miðils verður leitað til almennings um hugmyndir, ábendingar og leiðsögn. Styrkjendum Kjarnans býðst að gerast áskrifendur að nýja miðlinum, en þeim býðst einnig að halda áfram óbreyttum stuðningi. Áskrifendur Stundarinnar þurfa ekki að skrá sig sérstaklega til áframhaldandi áskriftar. Þau sem ekki hafa áskrift fyrir geta forskráð sig fyrir áskrift á slóðinni kjarninn.stundin.is. Þar verður einnig hægt að fylgjast með nýjum fréttum af þróun nýs miðils.

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
1
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
4
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár