Það er haustið 2089 sem Jóhanna byrjar að lesa ættarsöguna sem Stefán faðir hennar hefur sett niður á blað. Þau feðginin hafa ekki talast við um hríð, þar sem Jóhanna fór „hönnunarleiðina“ og lét tengja framhjá nokkrum hugsanlegum erfðagöllum þegar hún eignaðist dóttur sína. Stefán var ósáttur við þetta inngrip, sagði fjölmörg særandi orð og Jóhanna telur sig eiga inni afsökunarbeiðni.
Stefán býr vestanhafs, er uppgjafasagnfræðingur sem varði starfsævinni m.a. í að greina hvernig popúlísk öfl (með aðstoð hins svokallaða internets) grófu undan lýðræðinu í heiminum. Hann er líka rithöfundur, þótt afrek hans á ritvellinum séu ekki stór: „Með hverri útgefinni bók hlaut hann minni athygli og eftir að hann flutti út hættu blessunarlega að birtast viðtöl við hann.“ Jóhanna hefur atvinnu af því að hanna sýndarveruleika og þegar sagan hefst er hún að ljúka við sýninguna Ferðalag til endaloka alheimsins, þótt hún eigi í mestu vandræðum með að kóða …
Athugasemdir