Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bragðmikil og töfrandi ættarsaga

Lungu er önn­ur bók Pedro Gunn­laugs Garcia. Sú fyrsta, Málleys­ingj­arn­ir (2019), var líka svona „óís­lensk“ ef svo má að orði kom­ast. Báð­ar sverja sig frek­ar í ætt lit­skrúð­ugra suð­ur-am­er­ískra sagna sem hafa flók­ið ætt­ar­tré fremst (Gabriel García Márqu­ez og Isa­bel Allende koma fyrst upp í hug­ann).

Bragðmikil og töfrandi ættarsaga
Bók

Lungu

Höfundur Pedro Gunnlaugur Garcia
Bjartur
391 blaðsíða
Gefðu umsögn

Það er haustið 2089 sem Jóhanna byrjar að lesa ættarsöguna sem Stefán faðir hennar hefur sett niður á blað. Þau feðginin hafa ekki talast við um hríð, þar sem Jóhanna fór „hönnunarleiðina“ og lét tengja framhjá nokkrum hugsanlegum erfðagöllum þegar hún eignaðist dóttur sína. Stefán var ósáttur við þetta inngrip, sagði fjölmörg særandi orð og Jóhanna telur sig eiga inni afsökunarbeiðni.

Stefán býr vestanhafs, er uppgjafasagnfræðingur sem varði starfsævinni m.a. í að greina hvernig popúlísk öfl (með aðstoð hins svokallaða internets) grófu undan lýðræðinu í heiminum. Hann er líka rithöfundur, þótt afrek hans á ritvellinum séu ekki stór: „Með hverri útgefinni bók hlaut hann minni athygli og eftir að hann flutti út hættu blessunarlega að birtast viðtöl við hann.“  Jóhanna hefur atvinnu af því að hanna sýndarveruleika og þegar sagan hefst er hún að ljúka við sýninguna Ferðalag til endaloka alheimsins, þótt hún eigi í mestu vandræðum með að kóða …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár