Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bragðmikil og töfrandi ættarsaga

Lungu er önn­ur bók Pedro Gunn­laugs Garcia. Sú fyrsta, Málleys­ingj­arn­ir (2019), var líka svona „óís­lensk“ ef svo má að orði kom­ast. Báð­ar sverja sig frek­ar í ætt lit­skrúð­ugra suð­ur-am­er­ískra sagna sem hafa flók­ið ætt­ar­tré fremst (Gabriel García Márqu­ez og Isa­bel Allende koma fyrst upp í hug­ann).

Bragðmikil og töfrandi ættarsaga
Bók

Lungu

Höfundur Pedro Gunnlaugur Garcia
Bjartur
391 blaðsíða
Gefðu umsögn

Það er haustið 2089 sem Jóhanna byrjar að lesa ættarsöguna sem Stefán faðir hennar hefur sett niður á blað. Þau feðginin hafa ekki talast við um hríð, þar sem Jóhanna fór „hönnunarleiðina“ og lét tengja framhjá nokkrum hugsanlegum erfðagöllum þegar hún eignaðist dóttur sína. Stefán var ósáttur við þetta inngrip, sagði fjölmörg særandi orð og Jóhanna telur sig eiga inni afsökunarbeiðni.

Stefán býr vestanhafs, er uppgjafasagnfræðingur sem varði starfsævinni m.a. í að greina hvernig popúlísk öfl (með aðstoð hins svokallaða internets) grófu undan lýðræðinu í heiminum. Hann er líka rithöfundur, þótt afrek hans á ritvellinum séu ekki stór: „Með hverri útgefinni bók hlaut hann minni athygli og eftir að hann flutti út hættu blessunarlega að birtast viðtöl við hann.“  Jóhanna hefur atvinnu af því að hanna sýndarveruleika og þegar sagan hefst er hún að ljúka við sýninguna Ferðalag til endaloka alheimsins, þótt hún eigi í mestu vandræðum með að kóða …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
6
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár