Varamaður í stjórn Byggðastofnunar, Sigurjón Þórðarson, segir óráðsíu og eftirlitsleysi ríkja við úthlutanir á milljarða króna byggðakvóta frá Byggðastofnun til ýmissa útgerða víðs vegar um landið. Sigurjón hefur sent forstjóra Byggðastofnunar, Arnari Má Elíassyni, bréf um úthlutun á byggðakvótum í landinu í kjölfarið á umfjöllun Stundarinnar um úthlutun á byggðakvóta á Djúpavogi til fyrirtækja sem voru í meirihlutaeigu norskra laxeldisfyrirtækja. Hann segir við Stundina að hann hafi spurt spurninga um kvótaúthlutunina á Djúpavogi á fundi stofnunarinnar í september en að hann hafi ekki fengið nein svör.
„Þetta er bara ekki hægt, þetta er bara skandall.“
Byggðastofnun hefur breytt verklagsreglum sínum
Slík úthlutun á byggðakvóta til fyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila fer gegn lögum um fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi. Lögin kveða á um að félög í meirihlutaeigu erlendra aðila megi ekki eiga meirihluta í íslenskum útgerðarfélögum sem hafa yfir kvóta að ráða.
Byggðastofnun …
Athugasemdir