Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ríkið úthlutaði fyrirtækjum norsks eldisrisa kvóta þvert á lög

Byggða­stofn­un gerði samn­ing um út­hlut­un 800 tonna byggða­kvóta á ári í sex ár í því skyni að treysta byggð á Djúpa­vogi. Þetta gerði Byggða­stofn­un þrátt fyr­ir að fyr­ir­tæk­in sem hún samdi við séu í meiri­huta­eigu norskra lax­eld­isrisa og að ís­lensk lög banni slíkt eign­ar­hald í ís­lenskri út­gerð.

Ríkið úthlutaði fyrirtækjum norsks eldisrisa kvóta þvert á lög
Samningurinn skilar sínu Samkvæmt svörum frá Byggðastofnun á kvótinn þátt í því að skapa um 50 störf á Djúpavogi. Janes Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, segir að samningurinn hafi sannarlega skilað sínu fyrir bæinn. Mynd: Laxar

Byggðastofnun hefur í fjögur ár úthlutað kvóta að verðmæti rúmlega 300 milljónir króna árlega til fyrirtækja í meirihlutaeigu norsks laxeldisfyrirtækis. Um er að ræða svokallaðan byggðakvóta, sem er úthlutað endurgjaldslaust, og er tilgangurinn að styrkja byggð á Djúpavogi. Slík úthlutun er þvert á lög um fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi.

Í svari Byggðastofnunar til Stundarinnar kemur fram að eignarhald fyrirtækjanna hafi ekki verið kannað árið 2018 þegar gerður var samningur um úthlutun kvótans til sex ára. Stofnunin hafi ekki áttað sig á því fyrr en í sumar að fyrirtækin væru í meirihlutaeigu erlendra aðila.  

Áætlað virði kvótans er um 320 milljónir króna á ári, miðað við leiguverð á aflaheimildum á markaði nú um stundir. Þar sem samningur Byggðastofnunar við fyrirtækin er til sex ára, frá 2018 til 2024, má áætla að heildarverðmæti byggðakvótans á samningstímanum nemi rúmum 1.900 milljónum króna. 

Byggðastofnun vissi ekki um erlenda eignarhaldið …
Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kvótaúthlutanir Byggðastofnunar

Áralangt karp um byggðakvótann: Alþingi samþykkir gerð skýrslu
SkýringKvótaúthlutanir Byggðastofnunar

Ára­langt karp um byggða­kvót­ann: Al­þingi sam­þykk­ir gerð skýrslu

Beiðni um að Rík­is­end­ur­skoð­un geri skýrslu um út­hlut­un Byggða­kvóta var sam­þykkt á Al­þingi í síð­ustu viku. Sig­ur­jón Þórð­ar­son, vara­mað­ur í stjórn Byggða­stofn­un­ar, seg­ir að Byggða­stofn­un sé að fram­fylgja póli­tísk­um vilja Fram­sókn­ar­flokks­ins við út­hlut­un byggða­kvóta. For­stjóri Byggða­stofn­un­ar, Arn­ar Elías­son, seg­ir gagn­rýn­ina byggða á mis­skiln­ingi.
Þingmenn biðja um athugun á kvótaúthlutunum Byggðastofnunar
FréttirKvótaúthlutanir Byggðastofnunar

Þing­menn biðja um at­hug­un á kvóta­út­hlut­un­um Byggða­stofn­un­ar

14 þing­menn úr stjórn­ar­and­stöð­unni hafa lagt fram beiðni á Al­þingi um að Rík­is­end­ur­skoð­un vinni skýrslu um kvóta­út­hlut­an­ir Byggða­stofn­un­ar. Í lok síð­asta árs var greint frá því að Byggða­stofn­un hefði, þvert á lög, út­hlut­að byggða­kvóta til fyr­ir­tæk­is í meiri­hluta­eigu norsks lax­eld­isrisa.
Segir óráðsíu og eftirlitsleysi ríkja í úthlutun á milljarða króna byggðakvóta
FréttirKvótaúthlutanir Byggðastofnunar

Seg­ir óráðs­íu og eft­ir­lits­leysi ríkja í út­hlut­un á millj­arða króna byggða­kvóta

Tæp­lega tveggja millj­arða byggða­kvóta er út­hlut­að ár­lega frá ís­lenska rík­inu. Út­hlut­un á rúm­lega 300 millj­óna byggða­kvóta til fyr­ir­tækja á Djúpa­vogi sem eru í meiri­hluta­eigu norskra lax­eld­is­fyr­ir­tækja var brot á lög­um. Byggða­stofn­un hef­ur breytt verklagi sínu vegna þessa máls. Sig­ur­jón Þórð­ar­son, vara­mað­ur í stjórn Byggða­stofn­un­ar, seg­ir óverj­andi hvernig byggða­kvót­an­um er út­hlut­að.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár