Nýjasta skáldsaga Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Útsýni, fjallar um útsýni en hún fjallar ekki síður um innsýn í líf ólíks fólks við margvíslegar aðstæður. Titillinn er margræður. Það má skilja hann á að minnsta kosti tvo, kannski þrjá, ólíka vegu. Aðalpersóna sögunnar og sögumaður er ung kona, Sigurlilja. Hún er gædd þeim óvenjulega hæfileika að í svefni lifir hún lífi annarra. Hana dreymir ekki, heldur er eins og hún taki sér bólfestu í öðru fólki, sjái út um þeirra augu, skynji það sem það skynjar og finni til þegar það finnur til. Þennan hæfileika má rekja til atviks sem Sigurlilja verður fyrir eina haustnótt í Vallahverfinu í Hafnarfirði. Á þeim fremur óskáldlega stað verður hún vitni að óvenjulegum ljósagangi á himni, kannski er þar geimskip á ferð, kannski einhvers konar ofsjónir. Lesandinn – og sögukonan sjálf – geta ekki alveg verið viss um hvað það er sem hún verður fyrir.
Útsýnið …
Athugasemdir