Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Útsýni og innsýn

Guð­rún Eva hef­ur fyr­ir löngu fest sig í sessi sem einn besti skáld­sagna­höf­und­ur sem skrif­ar á ís­lensku og höf­und­ar­verk­ið er orð­ið mik­ið að vöxt­um á þeim tæpa ald­ar­fjórð­ungi sem lið­inn er síð­an fyrsta bók henn­ar kom út.

Útsýni og innsýn
Bók

Út­sýni

Höfundur Guðrún Eva Mínervudóttir
Bjartur
368 blaðsíður
Gefðu umsögn

Nýjasta skáldsaga Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Útsýni, fjallar um útsýni en hún fjallar ekki síður um innsýn í líf ólíks fólks við margvíslegar aðstæður. Titillinn er margræður. Það má skilja hann á að minnsta kosti tvo, kannski þrjá, ólíka vegu. Aðalpersóna sögunnar og sögumaður er ung kona, Sigurlilja. Hún er gædd þeim óvenjulega hæfileika að í svefni lifir hún lífi annarra. Hana dreymir ekki, heldur er eins og hún taki sér bólfestu í öðru fólki, sjái út um þeirra augu, skynji það sem það skynjar og finni til þegar það finnur til.  Þennan hæfileika má rekja til atviks sem Sigurlilja verður fyrir eina haustnótt í Vallahverfinu í Hafnarfirði. Á þeim fremur óskáldlega stað verður hún vitni að óvenjulegum ljósagangi á himni, kannski er þar geimskip á ferð, kannski einhvers konar ofsjónir. Lesandinn – og sögukonan sjálf – geta ekki alveg verið viss um hvað það er sem hún verður fyrir.

Útsýnið …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
4
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár