Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hið glæsta ríki Sassanída rís og fellur

Fyr­ir tveim­ur vik­um var saga hins fyrsta Persa­veld­is rak­in á þess­um vett­vangi. Hér seg­ir af Persa­veldi núm­er tvö, hinu mikla veldi Persa frá falli Par­þa og fram að upp­gangi múslima.

Hið glæsta ríki Sassanída rís og fellur

Parþar höfðu ráðið Persíu, Mesópótamíu og Mið-Asíu í mörg hundruð ár en í apríl 224 töpuðu þeir orrustu gegn uppreisnarmanninum Ardashír, undirkóngi þeirra í héraðinu Pars. Þar með var ríki Parþa snögglega úr sögunni en Ardashír stofnaði nýtt veldi sem kennt var við Sassan, ættföður Ardashírs, hvort sem sá var nú til í alvörunni eður ei. Ardashír og sonur hans Shapúr 1. treystu hið nýja Persaveldi mjög í sessi uns það var orðið ámóta flæmi og hið forna ríki Kýrosar hins mikla.

Shapúr ríkti í 30 ár og kom styrkum fótum undir veldi sitt, hann reisti borgir, lét höggva lágmyndir í kletta og þótti innanlands bæði mildur og réttsýnn. Hann var dyggur fylgismaður Zóróaster-trúar en leyfði spámanninum Maní að starfa óhindrað og breiða út kenningar sínar.

Það var til marks um hvílíkur völlur var á Shapúr 1. að hann knúði rómverskan her til uppgjafar við borgina Edessa árið 260 og …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SVS
    Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
    Takk fyrir þetta. Í bók minni Bókasafnu stendur eftirfarandi á blaðsíðu 282:

    "Sandi orpnar eru hallir Eranshar,
    musterin rústir einar.
    Engir eldar loga lengur
    Ahúra-Masda til dýrðar…

    Svona mætti hefja tregaljóð um eitt hinna mörgu írönsku stórvelda sem risið hafa og hnigið í aldanna rás. «Eranshar» þýðir «Íransveldi» og var stórveldi stórkonunganna af Sassanídaætt sem stóð frá 226 e.kr. til 651 e.kr."

    Örgrein þessi fjallar um upphaf skáklistarinnar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár