Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Nauðgaði þremur stúlkum en slapp við refsingu vegna tafa hjá lögreglu

Ung­ur mað­ur nauðg­aði þrem­ur stúlk­um og ját­aði brot sín, bæði hjá lög­reglu og á sam­fé­lags­miðl­um. Engu að síð­ur tók það lög­reglu rúm tvö ár að senda mál­in til sak­sókn­ara. Þess­ar óút­skýrðu taf­ir lög­reglu urðu með­al ann­ars til þess að mað­ur­inn slapp við fang­els­is­refs­ingu. Fað­ir eins þol­and­ans gagn­rýn­ir vinnu­brögð lög­reglu harð­lega.

Nauðgaði þremur stúlkum en slapp við refsingu vegna tafa hjá lögreglu
Viðurkenna að tafirnar séu óásættanlegar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir óviðunandi að óútskýrðar tafir hafi orðið á rannsóknartímanum. Mynd: logreglan.is

Gerandinn í málinu var 15 og 16 ára þegar hann braut gegn þremur stúlkum, 13, 14 og 15 ára gömlum. Hann var ákærður og dæmdur fyrir öll brotin í einu.

Nú í lok nóvember var hann dæmdur fyrir að hafa í þrígang nauðgað þrettán ára stúlku á tímabilinu september og fram í nóvember 2019, fyrir að hafa í september 2019 brotið gegn fimmtán ára stúlku, svo og fyrir kynferðisbrot gegn barni í maí 2020, með því að hafa haft samræði við fjórtán ára gamla stúlku. 

Tilkynnt var um brotin gegn yngstu stúlkunni um miðjan maí 2020 og lögð fram kæra á hendur piltinum þá. Brotið gegn þriðju stúlkunni sem pilturinn var ákærður fyrir átti sér því stað eftir að hann hafði verið kærður til lögreglu.

Tekin var skýrsla af yngstu stúlkunni 9. júní árið 2020. Skýrsla af gerandanum í því máli var einnig tekin í júní sama ár. Samkvæmt heimildum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Þrátt fyrir að flestir lögreglustjórar séu konur, þá virðist þessi málaflokkur mæta afgangi.
    0
  • Sigga Svanborgar skrifaði
    Hvernig má það vera að kerfið komist upp með það ítrekað að kenna covid faraldrinum alltaf um seinagang......Fagfólk innan kerfisins er bara oftast ekki að vinna vinnuna sína, og þegar komið hefur að kynferðisbrotamálum eða öðru ofbeldi eru mál kvenna oftast sett í síðasta forgangsverkefni og á meðan bíða þessar konur og missa margar heilsuna.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár