Ég fann þessa bók í Góða hirðinum og amma mín keypti hana handa mér. Ég les þetta þegar ég þarfnast einhverrar hlýju. Ég er ekki búinn að lesa alla bókina, en þetta er svo æðislegt, sérstaklega myndirnar, allar merktar og litaðar. Stundum legg ég höndina fyrir textann, og reyni að giska á hvað allt heitir. Ég hef lokið grunnáföngum og er nú í framhaldsáfanga í eðlisfræði og lífeðlisfræði.
Afi minn dó úr krabbameini og amma mín dó úr heilablóðfalli. Mig langar að hjálpa fólki eins og þeim. Mig langar að finna leiðir til að lækna fólk. Ég vil þróa aðferðir til að gera læknastarfið betra. Ég er svo mikill hönnuður, svo ég reyni að hugsa upp leiðir til að auðvelda starf lækna og gera það þægilegra fyrir sjúklinga. Til að mynda er fullt af prófum sem þeir fara í gegnum sem eru mjög óþægileg og mig langar að betrumbæta þau …
Athugasemdir