Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

989. spurningaþraut: Leikkona með langan feril

989. spurningaþraut: Leikkona með langan feril

Fyrri aukaspurning: Hver er leikkonan á myndinni?

***

Aðalspurningar:

1.  Hverrar þjóðar var rithöfundurinn Dickens?

2.  Hvaða vikudag var aðfangadagur í fyrra?

3.  Tvö ríki í Suður-Ameríku eru landlukt, eiga sem sé hvergi aðgang að sjó. Þau eiga reyndar landamæri saman. Hvaða lönd eru þetta?

4.  Árið 1958 var frumsýnt á íslensku leiksviði erlent leikrit um nærri því barnunga stúlku en verkið var unnið upp úr dagbók hennar. Hvað hét sú stúlka?

5.  Það var ung íslensk leikkona sem lék stúlkuna og þótti fara á kostum. Leikkonan hefur átt langan og glæstan feril og er enn að, meira en 60 árum síðar. Síðast lék hún í kvikmynd þar sem hún lék að vísu lík. Hvað heitir hún?

6.  Þessi ágæta leikkona er reyndar að hálfu leyti upprunnin í öðru landi en Íslandi. Hvaðan kom annað foreldri hennar?

7.  Fræg jurt skiptist — að hyggju flestra fræðimanna — í þrjár undirgreinar og auk síns latneska aðalnafns bera þær latnesku undirheitin satvia, indica og rudealis. Oftast er nú samt bara talað um þetta sem eina jurt. Fyrst er greint frá henni í miklu söguriti sem grískur söguritari skráði um 430 fyrir Krist.  Þar segir frá því, í hneykslunartón, að hinn forni þjóðflokkur Skýþa nýti þessa jurt í einskonar gufubaði. Hvaða jurt er þetta?

8.  Hinir fyrrnefndu Skýþar voru miklir gullsmiðir og dverghagir en bjuggu víða í fornöld en virðast þó fyrst og fremst hafa verið upprunnir í einu núverandi ríki, þar sem nú gengur mikið á. Hvaða land er það?

9.  Skýþar og/eða frændur þeirra Sarmatíumenn eru oft sagðir hafa fundið upp tiltekinn hlut sem olli byltingu á ákveðnu sviði samgöngumála. Það er reyndar óvíst að þeim beri sá heiður, en hvaða hlut er hér um að ræða sem auðveldaði fólki mjög að komast milli staða? 

10.  Í hvaða frægu skáldsögu kemur morðinginn Rodion Raskolnikov við sögu?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða staður leynist undir rauða deplinum á þessari mynd?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Enskur.

2.  Laugardagur.

3.  Bólivía og Paragvæ.

4.  Anna Frank.

5.  Kristbjörg Kjeld.

6.  Frá Færeyjum.

7.  Kannabis.

8.  Úkraínu.

9.  Ístöð.

10.  Glæp og refsingu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Judy Dench í hlutveri M í einni af nokkrum James Bond-myndum sem hún hefur leikið í.

Á neðri myndinni leynist Fáskrúðsfjörður undir rauða blettinum. Sjá betur hér:

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Anna Frank var sýnd í Þóðleikhúsinu. Ég fór sjálfur á þessa sýningu. Bróðir Kristbjargar var bekkjabróðir minn og annar bóðir hennar var skólabróðir minn líka, en tveimur árum eldri.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár