Fyrri aukaspurning: Hver er leikkonan á myndinni?
***
Aðalspurningar:
1. Hverrar þjóðar var rithöfundurinn Dickens?
2. Hvaða vikudag var aðfangadagur í fyrra?
3. Tvö ríki í Suður-Ameríku eru landlukt, eiga sem sé hvergi aðgang að sjó. Þau eiga reyndar landamæri saman. Hvaða lönd eru þetta?
4. Árið 1958 var frumsýnt á íslensku leiksviði erlent leikrit um nærri því barnunga stúlku en verkið var unnið upp úr dagbók hennar. Hvað hét sú stúlka?
5. Það var ung íslensk leikkona sem lék stúlkuna og þótti fara á kostum. Leikkonan hefur átt langan og glæstan feril og er enn að, meira en 60 árum síðar. Síðast lék hún í kvikmynd þar sem hún lék að vísu lík. Hvað heitir hún?
6. Þessi ágæta leikkona er reyndar að hálfu leyti upprunnin í öðru landi en Íslandi. Hvaðan kom annað foreldri hennar?
7. Fræg jurt skiptist — að hyggju flestra fræðimanna — í þrjár undirgreinar og auk síns latneska aðalnafns bera þær latnesku undirheitin satvia, indica og rudealis. Oftast er nú samt bara talað um þetta sem eina jurt. Fyrst er greint frá henni í miklu söguriti sem grískur söguritari skráði um 430 fyrir Krist. Þar segir frá því, í hneykslunartón, að hinn forni þjóðflokkur Skýþa nýti þessa jurt í einskonar gufubaði. Hvaða jurt er þetta?
8. Hinir fyrrnefndu Skýþar voru miklir gullsmiðir og dverghagir en bjuggu víða í fornöld en virðast þó fyrst og fremst hafa verið upprunnir í einu núverandi ríki, þar sem nú gengur mikið á. Hvaða land er það?
9. Skýþar og/eða frændur þeirra Sarmatíumenn eru oft sagðir hafa fundið upp tiltekinn hlut sem olli byltingu á ákveðnu sviði samgöngumála. Það er reyndar óvíst að þeim beri sá heiður, en hvaða hlut er hér um að ræða sem auðveldaði fólki mjög að komast milli staða?
10. Í hvaða frægu skáldsögu kemur morðinginn Rodion Raskolnikov við sögu?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða staður leynist undir rauða deplinum á þessari mynd?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Enskur.
2. Laugardagur.
3. Bólivía og Paragvæ.
4. Anna Frank.
5. Kristbjörg Kjeld.
6. Frá Færeyjum.
7. Kannabis.
8. Úkraínu.
9. Ístöð.
10. Glæp og refsingu.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Judy Dench í hlutveri M í einni af nokkrum James Bond-myndum sem hún hefur leikið í.
Á neðri myndinni leynist Fáskrúðsfjörður undir rauða blettinum. Sjá betur hér:
Athugasemdir (1)