Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sýn segir upp starfsfólki og ræður nýja framkvæmdastjóra

Fjöl­miðla- og fjar­skipta­fé­lag­ið Sýn ræðst í dag í upp­sagn­ir starfs­fólks. Stjórn fyr­ir­tæk­is­ins sam­þykkti nýtt skipu­lag sem felst í upp­skipt­ingu í tvær ein­ing­ar. Ný­ir fram­kvæmda­stjór­ar verða ráðn­ir á sama tíma.

Sýn segir upp starfsfólki og ræður nýja framkvæmdastjóra
Maður breytinga Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar, leiðir breytingar á skipulagi Sýnar. Þær fela í sér uppsagnir starfsfólks. Mynd: Sýn

Ráðist verður í uppsagnir starfsfólks hjá fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu Sýn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar, þar sem greint er frá nýsamþykktu skipulagi fyrirtækisins. Skipta á því upp í fjórar einingar; kjarnaeiningar um fjarskipti annars vegar og fjölmiðla hins vegar og svo rekstrareiningar sem sjá um innviði og þjónustu í rekstri upplýsingakerfa. 

Í tilkynningunni segir að með nýju skipulagi verði aukin áhersla á skilvirkni í rekstri og því muni stöðugildum samstæðunnar fækka í dag. Þetta á að skila 650 milljóna króna sparnaði á ári, þó aðgerðin sjálf feli í sér 150 milljóna króna kostnað. „Jákvæðra áhrifa mun fyrst gæta í afkomu fyrsta ársfjórðungs 2023,“ segir í tilkynningunni. 

Ekki kemur fram hversu mörgum starfsmönnum verður sagt upp né af hvaða sviðum. 

Sókn nýskipulagðs fyrirtækis verður þó undirbúin með ráðningum: nýrra framkvæmdastjóra. „Á næstunni verður ráðið í nýtt starf, framkvæmdastjóra Vodafone - Fjarskipta, þar sem áherslan verður m.a. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hvernig fer svo blessað fólkið að halda upp á jólin þetta árið sem er búið að missa vinnuna sína?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár