Ráðist verður í uppsagnir starfsfólks hjá fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu Sýn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar, þar sem greint er frá nýsamþykktu skipulagi fyrirtækisins. Skipta á því upp í fjórar einingar; kjarnaeiningar um fjarskipti annars vegar og fjölmiðla hins vegar og svo rekstrareiningar sem sjá um innviði og þjónustu í rekstri upplýsingakerfa.
Í tilkynningunni segir að með nýju skipulagi verði aukin áhersla á skilvirkni í rekstri og því muni stöðugildum samstæðunnar fækka í dag. Þetta á að skila 650 milljóna króna sparnaði á ári, þó aðgerðin sjálf feli í sér 150 milljóna króna kostnað. „Jákvæðra áhrifa mun fyrst gæta í afkomu fyrsta ársfjórðungs 2023,“ segir í tilkynningunni.
Ekki kemur fram hversu mörgum starfsmönnum verður sagt upp né af hvaða sviðum.
Sókn nýskipulagðs fyrirtækis verður þó undirbúin með ráðningum: nýrra framkvæmdastjóra. „Á næstunni verður ráðið í nýtt starf, framkvæmdastjóra Vodafone - Fjarskipta, þar sem áherslan verður m.a. …
Athugasemdir (1)