Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

MAST sektar Arnarlax um 120 milljónir fyrir ranga upplýsingagjöf

Mat­væla­stofn­un hef­ur sekt­að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax fyr­ir að veita stofn­un­inni rang­ar upp­lýs­ing­ar um fjölda laxa í sjókví fyr­ir­tæk­is­ins á Vest­fjörð­um. Sekt­in er sú fyrsta sem stofn­un­in legg­ur á ís­lenskt lax­eld­is­fyr­ir­tæki. Hugs­an­legt er að allt að 82 þús­und eld­islax­ar hafi slopp­ið úr eldisk­ví í Arnar­firði.

MAST sektar Arnarlax um 120 milljónir fyrir ranga upplýsingagjöf
Söguleg sekt Matvælastofnun hefur sektað laxeldisfyrirtækið Arnarlax um 120 milljónir króna fyrir að hafa veitt rangar upplýsingar um fjölda eldislaxa í sjókví sem gat kom á í Arnarfirði. Gísli Jónsson er yfirdýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST. Mynd: Heiða Helgadóttir

Matvælastofnun (MAST) hefur sektað laxeldisfyrirtækið Arnarlax um 120 milljónir króna fyrir að hafa ekki tilkynnt um strok á eldislöxum og fyrir að hafa ekki staðið sig nægilega vel í því að reyna að ná löxunum sem struku úr sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði. Gat hafði komið á kvínna. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu MAST. Um er að ræða fyrstu slíku sektina sem lögð er á íslenskt laxeldisfyrirtæki.

Í frétt MAST segir að fyrirtækið hafi ekki getað gert grein fyrir tæplega 82 þúsund löxum þegar slátrað var upp úr eldiskví fyrirtækisins. Þetta þýðir að tæplega 82 þúsund laxar kunna að hafa sloppið úr kví fyrirtækisins þegar gatið kom á það. MAST telur að brot Arnarlax sé „alvarlegt“ og „aðgæsluleysið vítavert“.

Orðrétt segir á heimasíðu MAST: „Samkvæmt 1. gr. laga um fiskeldi eru markmið laganna meðal annars þau að stuðla …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÓY
    Óttar Yngvason skrifaði
    Óttar Yngvason
    Stórslysið í Arnarfirði.
    Nú er komið í ljós hvernig "innra eftirlit" eldisfyrirtækjanna norsku er í framkvæmdinni. Heildarfiskafjöldinn er sagður hafa verið í upphafi 133 þúsund, þegar alkunnugt er á staðnum að yfirleitt er fjöldinn um 160.000 í hverri sjókví, nema þar sem yfirsett er í kvíarnar eins og Arnarlax varð uppvís með á síðasta ári þegar fengin voru 2 flutningaskip til að dæla upp dauðfiski úr yfirfullum kvíum, samtals nálægt 2000 tonnum. Síðan segjr forstjórinn að 32.000 laxar hafi drepist í kvíinni eða um 25% af uppgefnum 132.000 fiskum., sem er fáheyrt dýraníð. Oft er dauðfiskur í sjókvíum sagður að hámarki 3-5 %. Með þessum leiðréttingum er strokfiskurinn ekki 81.564 laxar heldur nær 130.000. Enda tók það Arnarlax fleiri vikur að kokka saman uppgefnar tölur. Eigi að síður er nú upplýst um risavaxið náttúruslys og hversu gjörónýtt allt eftirlit er. Tjónið er byrjað að koma fram og hlýtur að skýrast á næstu mánuðum og árum. Því miður var reglugerðarákvæði frá 2015 um skyldumerkingar 10% eldislaxa í sjókvíum af einhverjum undarlegum ástæðum fellt niður með nýrri reglugerð um fiskeldi árið 2019, þannig að nú er miklu erfiðara að þekkja eldislaxa í veiðiám. Þetta risavaxna tjón hlýtur að leiða til umfangsmikilla skaðabótakrafna á hendur tjónvaldinum. Sektarákvörðun MAST upp á 120 milljónir er bara byrjunin. En hortugheitin láta ekki á sér standa hjá norska forstjóranum og stjórnarformanninum, húskarli hans. Næst ætla þeir að áfrýja sektinni eða höfða mál henni til ógildingar, sem kann að fresta lyktum málsins jafnvel í 2-3 ár. Þá gefst fyrirtækinu tími til að auka enn meira umfangið með nýjum viðbótarkvíum. Sorgleg saga en sönn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
8
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
9
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár