Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

KSÍ neitar að upplýsa um tuga milljóna greiðslur Sáda fyrir landsleik

Knatt­spyrnu­sam­band Ís­lands (KSÍ) neit­ar að gefa upp hversu háa greiðslu sam­band­ið fékk fyr­ir að spila lands­leik­inn við Sádi-Ar­ab­íu í byrj­un nóv­em­ber. KSÍ fékk ekki grænt ljós hjá ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir við­skipt­un­um eða lands­leikn­um, ólíkt því sem formað­ur KSÍ hafði sagt.

KSÍ neitar að upplýsa um tuga milljóna greiðslur Sáda fyrir landsleik
Bin Salman sagður reyna að „íþróttaþvo sig Muhammed Bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, hefur verið sakaður um að reyna að „íþróttahvítþvo“ sig og landið með íþróttaviðburðum eins og vinaáttulandsleiknum við Ísland. Vanda Sigurgeirsdóttir er formaður KSÍ sem seldi Sádum landsleik á dögunum. Mynd: Samsett / Stundin

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fékk tugi milljóna króna greidda fyrir vináttulandsleik íslenska landsliðsins við Sádi-Arabíu í byrjun nóvember. Leikurinn fór fram í Abu Dhabi og var liður í undirbúningi Sádi-Arabíu fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem nú stendur yfir.

Ómar Smárason, upplýsingafulltrúi KSÍ, segir að sambandið ætli ekki að gefa upp hversu há upphæðin var sem Sádarnir reiddu fram en að hún hafi verið lægri en þær 100 milljónir króna sem Stundin spurði KSÍ sérstaklega um. „Ég ætla ekki að staðfesta upphæðina en þetta er fjarri lagi,“  segir Ómar.

Alræðisríki í íþróttaþvotti

Sádi-Arabía er alræðisríki sem stýrt er af krónprinsinum Mohammed bin Salman. Landið hefur verið gagnrýnt fyrir margs konar mannréttindabrot, handtökur og fangelsanir pólitískra andstæðinga stjórnvalda, pyntingar og aftökur á föngum, fyrir til dæmis fíkniefnalagabrot, framhjáhald og samkynhneigð.

Árið 2018 vakti aftaka stjórnvalda í Sádi-Arabíu á blaðamanninum Jamal Khashoggi í sendiráði Sáda í Tyrklandi hörð viðbrögð …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Alltaf er fnykur af málum sem ekki má segja frá. Hlýtur að lokum að koma fram í ársreikningi KSÍ, nema það verði tekjuliður, sem heitir trúnaðartekjur.
    2
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Knattspyrnuhreyfingin virðist GJÖRSPILLT !!

    Ekki aðeins FIFA eins og allir vita heldur líka "nýja" KSÍ !!!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu