Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

KSÍ neitar að upplýsa um tuga milljóna greiðslur Sáda fyrir landsleik

Knatt­spyrnu­sam­band Ís­lands (KSÍ) neit­ar að gefa upp hversu háa greiðslu sam­band­ið fékk fyr­ir að spila lands­leik­inn við Sádi-Ar­ab­íu í byrj­un nóv­em­ber. KSÍ fékk ekki grænt ljós hjá ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir við­skipt­un­um eða lands­leikn­um, ólíkt því sem formað­ur KSÍ hafði sagt.

KSÍ neitar að upplýsa um tuga milljóna greiðslur Sáda fyrir landsleik
Bin Salman sagður reyna að „íþróttaþvo sig Muhammed Bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, hefur verið sakaður um að reyna að „íþróttahvítþvo“ sig og landið með íþróttaviðburðum eins og vinaáttulandsleiknum við Ísland. Vanda Sigurgeirsdóttir er formaður KSÍ sem seldi Sádum landsleik á dögunum. Mynd: Samsett / Stundin

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fékk tugi milljóna króna greidda fyrir vináttulandsleik íslenska landsliðsins við Sádi-Arabíu í byrjun nóvember. Leikurinn fór fram í Abu Dhabi og var liður í undirbúningi Sádi-Arabíu fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem nú stendur yfir.

Ómar Smárason, upplýsingafulltrúi KSÍ, segir að sambandið ætli ekki að gefa upp hversu há upphæðin var sem Sádarnir reiddu fram en að hún hafi verið lægri en þær 100 milljónir króna sem Stundin spurði KSÍ sérstaklega um. „Ég ætla ekki að staðfesta upphæðina en þetta er fjarri lagi,“  segir Ómar.

Alræðisríki í íþróttaþvotti

Sádi-Arabía er alræðisríki sem stýrt er af krónprinsinum Mohammed bin Salman. Landið hefur verið gagnrýnt fyrir margs konar mannréttindabrot, handtökur og fangelsanir pólitískra andstæðinga stjórnvalda, pyntingar og aftökur á föngum, fyrir til dæmis fíkniefnalagabrot, framhjáhald og samkynhneigð.

Árið 2018 vakti aftaka stjórnvalda í Sádi-Arabíu á blaðamanninum Jamal Khashoggi í sendiráði Sáda í Tyrklandi hörð viðbrögð …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Alltaf er fnykur af málum sem ekki má segja frá. Hlýtur að lokum að koma fram í ársreikningi KSÍ, nema það verði tekjuliður, sem heitir trúnaðartekjur.
    2
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Knattspyrnuhreyfingin virðist GJÖRSPILLT !!

    Ekki aðeins FIFA eins og allir vita heldur líka "nýja" KSÍ !!!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár