Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

KSÍ neitar að upplýsa um tuga milljóna greiðslur Sáda fyrir landsleik

Knatt­spyrnu­sam­band Ís­lands (KSÍ) neit­ar að gefa upp hversu háa greiðslu sam­band­ið fékk fyr­ir að spila lands­leik­inn við Sádi-Ar­ab­íu í byrj­un nóv­em­ber. KSÍ fékk ekki grænt ljós hjá ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir við­skipt­un­um eða lands­leikn­um, ólíkt því sem formað­ur KSÍ hafði sagt.

KSÍ neitar að upplýsa um tuga milljóna greiðslur Sáda fyrir landsleik
Bin Salman sagður reyna að „íþróttaþvo sig Muhammed Bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, hefur verið sakaður um að reyna að „íþróttahvítþvo“ sig og landið með íþróttaviðburðum eins og vinaáttulandsleiknum við Ísland. Vanda Sigurgeirsdóttir er formaður KSÍ sem seldi Sádum landsleik á dögunum. Mynd: Samsett / Stundin

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fékk tugi milljóna króna greidda fyrir vináttulandsleik íslenska landsliðsins við Sádi-Arabíu í byrjun nóvember. Leikurinn fór fram í Abu Dhabi og var liður í undirbúningi Sádi-Arabíu fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem nú stendur yfir.

Ómar Smárason, upplýsingafulltrúi KSÍ, segir að sambandið ætli ekki að gefa upp hversu há upphæðin var sem Sádarnir reiddu fram en að hún hafi verið lægri en þær 100 milljónir króna sem Stundin spurði KSÍ sérstaklega um. „Ég ætla ekki að staðfesta upphæðina en þetta er fjarri lagi,“  segir Ómar.

Alræðisríki í íþróttaþvotti

Sádi-Arabía er alræðisríki sem stýrt er af krónprinsinum Mohammed bin Salman. Landið hefur verið gagnrýnt fyrir margs konar mannréttindabrot, handtökur og fangelsanir pólitískra andstæðinga stjórnvalda, pyntingar og aftökur á föngum, fyrir til dæmis fíkniefnalagabrot, framhjáhald og samkynhneigð.

Árið 2018 vakti aftaka stjórnvalda í Sádi-Arabíu á blaðamanninum Jamal Khashoggi í sendiráði Sáda í Tyrklandi hörð viðbrögð …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Alltaf er fnykur af málum sem ekki má segja frá. Hlýtur að lokum að koma fram í ársreikningi KSÍ, nema það verði tekjuliður, sem heitir trúnaðartekjur.
    2
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Knattspyrnuhreyfingin virðist GJÖRSPILLT !!

    Ekki aðeins FIFA eins og allir vita heldur líka "nýja" KSÍ !!!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
5
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár