Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Kúrs í skapandi skrifum

Í hverju bóka­blaði munu þrír rit­höf­und­ar gefa ráð í skap­andi skrif­um. Les­end­ur geta klippt út ráð­in í hverju blaði – já, eða prent­að þau út af vefn­um – og safn­að þeim, ef þá lang­ar að skrifa.

Kúrs í skapandi skrifum

Eiríkur Örn Norðdahl

Sestu niður og sittu kyrr. Ekki skrifa. Ekki eitt einasta orð. Haltu aftur af þér. Sköpunargáfan er harður húsbóndi og hégómlegur. Hún vill sefja þig með því að þylja upp fyrir þig þínar hversdagslegustu hugsanir einsog þær væru ódauðlegar perlur. Þær eru það ekki. Ef þú neyðist til þess að skrifa, skrifaðu þá fyrir fólkið sem þú elskar og tungumálið sem þú elskar. Best er að sitja bara kyrr og skrifa ekki neitt.


Björg Guðrún Gísladóttir

Mikilvægt að gefa sér tíma til að setjast niður á hverjum degi. Sýna hugrekki gagnvart hugmyndum og fylgja þeim eftir. Vera óhrædd/ur við það sem kemur, muna að fyrsta draft snýst um flæði og meira flæði og ná tengslum við dýptina innra með sér.


Einar Kárason

Best að skrifa þegar orkan er mest. Lítið gagn í að hanga syfjaður við að semja bókmenntatexta.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár