Forsætisráðuneytið segir að ráðherrar þurfi sjálfir að meta hvort þátttaka þeirra á fundum og samkomum hjá einkaðilum sé tilhlýðileg eða ekki. Ráðuneytið segir engar sérstakar siðareglur gilda um þetta. Þátttaka ráðherrans þarf hins vegar að samræmast siðareglum ráðherra en þar eru engin ákvæði um slíka þátttöku, svo framarlega sem ekki er um boðsferð að ræða. „Það er almennt undir hverjum og einum ráðherra komið að ákveða hvort hann eða hún vilji halda erindi á samkomum á vegum einkaaðila,“ segir í svarinu frá forsætisráðuneytinu.
Stundin spurði forsætisráðuneytið að því hvort þátttaka Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra á sjávarútvegsdegi SFS, SA og Deloitte hafi verið eðlileg í ljósi þess að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var einnig þátttakandi á ráðstefnunni.
Þorsteinn Már er með réttarstöðu sakbornings í rannsóknum embættis héraðssaksóknara á Namibíumálinu svokallaða sem snýst um mútugreiðslur útgerðarfélagsins …
Athugasemdir (2)